This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Hermann Karlsson 15 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælir , ég á gamlan F350 sem er að stríða mér.
Þetta lýsir sér þannig að um daginn þá bilaði svissinn þannig að ég gat ekki snúið lyklinum alla leið til að starta.
Um leið festist bíllinn í parki ( smellti honum í park og fann að það var eitthvað skrytið )Núna er ég búinn að taka svissinn úr, stýrið af , aftengja allt held ég sem tengist svissinum.
Get startað bílnum með teininum sem liggur eftir stýristúbunni að sjálfum start rofanum undir mælaborðinu.Eg er búinn að aftengja skiptiteininn niðrá skiptingu , en enn er allt fast.
Skiptistöngin sjálf virðist vera að virka , þ.e.a.s það er hægt að toga hana að sér og mér sýnist brakketið sleppa , en einhverra hluta vegna er ruslið pikkfast og ekki fræðilegur möguleiki að færa stöngina.
mbk. Kalli
PS: Ef einhver á túbu með öllu helv … brakketinu á ( sviss og skiptistöng ) þá er ég til í að versla.
You must be logged in to reply to this topic.