Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 15ára að keira.
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2003 at 13:53 #192320
AnonymousTelst það í lægi að foreldrum láta 15ára Strák keira fyrir upp á skjald breið? ég fór upp á Skjaldbreið um síðustu helgi og þár sá ég einn 15ára strák keira ein frekar stórn Land Cruiser 70. ástaæðan fyrir því að ég veit að strákurinn er 15ára er sú að frændi sem kom með mér í ferðina á skjald breið er 15ára og er með þessu strák í bekk. mig langar að fá að vita meira um þetta hvort þetta er í lægi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.03.2003 at 17:17 #470360
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Maður má heldur betur stíga varlega til jarðar ef það er ávísun á glundroða og upplausn ef einhver kall upp á fjalli ákveður að leyfa syni sínum að keyra fjarri mannanna byggð. Ég leyfi mér að efast um að menn fari að breyta skoðunum sínum í þessu máli frekar en öðrum enda mannskepnan tregari en þrjóskasti múlasni þegar kemur að skoðunum. Mig langar samt að deila með ykkur stuttum samræðum sem ég átti við einhvern fulltrúa frá Sjóvá Almennum á fundi þegar ég var í ökukennslu. Ég vildi vita hvort það væri ekkert sniðugt að hafa svæði þar sem foreldrar gætu leigt bíla, jafnvel tjónabíla sem væri búið að redda í ökuhæft ástand, til að fara með krakka áður en að kemur að ökukennslu. Svörin voru þau að það væri búið að skoða málið og það fyndist ekkert svæði og vandamál með bilana og hvort og hvernig ætti að tryggja þá. Ég túlkaði svarið á þann hátt að tryggingarfélögin væru ekki á móti því að krakkar væru að keyra undir eftirliti foreldra en það vantaði lagalegu hliðina. Eina sem ég veit er að ekkert hefst nema með æfingu og góðri leiðsögn. Held að það sé í eðli karlmanna að vilja kenna sonum sínum hitt og þetta, þeir sem eru með veiðidellu kenna þeim að veiða, þeir sem eru í íþróttum kenna þeim sínar uppáhálds íþróttir afhverju ættu bíladellukarlar ekki að leyfa sonum sínum að kippa aðeins í bíl þar sem aðstæður leyfa ekki nema 1 og jafnvel 2 gírs keyrslu? Það versta sem gæti skeð er smá rispa eða beygla, hef allavega ekki séð fyrirsögn þar sem feðgar létust þegar faðirinn leyfði syni sínum, sem ekki hafði aldur til aksturs, að keyra.
27.03.2003 at 20:38 #470362Hann hefur sennilega aldrei ekið utanvegar,
aldrei verið ölvaður á almannafæri,
ekki bragðað messuvín áfermingardaginn, heldur geymt það fram yfir tvítugt,
Aldrei ekið hraðar en 90 km/klst,
flautar alltaf þegar hann ekur fyrir húshorn,
telur til hlunninda símtölinn sem hann hringir úr vinnuni, og borgar skatta af því,
borgar stefgjöld af lögunnum sem eru stolinn í tölvunni,
greyðir R.Sigmunds. fyrir Navtrack´’ið sem þú fékst hjá vini þínum,Mér finnst miður "töff" að þykjast vera heilagur, og vera alltaf að lesa öðrum pistilinn, hvort sem menn hafa efni á því eða ekki.
Kv. Atli Töff
27.03.2003 at 22:47 #470364ég get ekki annað en tekið undi með atla hér
sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!
auðvitað á það að vera ábyrgð foreldris að alls öryggis
sé gætt, og ungi ökumaðurinn sé að keyra þar sem hann
ekki skaðar sig eða aðra. Og er ég viss um að svo hefur verið í þessu tilfelli. Auðvita eiga ungir peyjar ekki að
vera einir að rúnta, þó það sé úti á landi..
Mér finnst að foreldrar hvers barns eigi að meta þetta
við sjálfan sig, auðvitað er allt ótryggt ef óhapp verður
því hljóta menn að setja öryggið framar öllu.
þegar dýrir bílar eru í húfi….Ábyrgðarleysi finnst mér hinvegar vera, eins og ég sá áðan
að maður á landcruser jeppa var með umþb 2 ára strák hlaupandi og hoppandi í aftursæti í bílnum sínum á 80-90kmh
á miklabrautinni.
27.03.2003 at 23:51 #470366Það er svosem ekki neitt að því að guttar fái að taka í jeppa þegar aðstæður bjóða uppá það og trúlega er það ágætur skóli og alveg rosalega gaman fyrir þá.
Þótt ég brjóti stundum lög sjálfur þá er það ekki neitt til að stæra sig af og að segja að það sé töff að brjóta lög er frekar barnalegt og eitthvað sem betur væri ósagt.
Hlynur R2208b
28.03.2003 at 00:30 #470368Það er svo sem engin að stæra sig af einu né neinu þótt svona sé tékið til máls.
Hinsvegar vitum við það allir að heimurinn er fullur af lögum og ólögum sem engin hefur gagn af, og eru það undarlegar að maður verður hreinlega að brjóta þau.
En svo eru önnur lög sem eiga að halda hlutonum í skefjum og eru full gild til þess.
Þau lög sem banna að börn/unglingar/fólk undir 17 ára aki eru góð og nauðsinleg.
Hins vegar er líka gott að þeir sem eru yngri en 17 ára fái að æfa sig að aka áður en allvara þjóðvegana tekur við, og er þar æfingar aksturinn mjög góður en mæti kannski byrja fyrr, kannski 15 ára?
Foreldrar bera oftast það mikla umhyggju fyrir börnum sínum að þeim sé treystandi til að tryggja börnum sínum öruggan æfingar akstur.
Svo verða stundum slys, þau gera sjaldan boð á undan sér og geta orðið nánast hvar og hvenar sem er.
Sjálfurbyrjaði ég að sem betur fer að keyra ungur, bæði einn og með öðrum. Fyrir það skamast ég mín ekki, né finnst sérstaklega TÖFF þótt það sé lögbrott.
Það sem ég meina með því að segja að það sé "Töff" að brjóta lög er það að það sé í raun eðlilegt að brjóta lög sem ekki passa við stað né stund.
Aftur er óeðlilegt að þykjast brjóta aldrei lög, því það gera allir.
Einnig er líka óeðlilegt (ekki TÖFF) að vera alltaf að tuða og jagast yfir einhverjum minniháttar málum sem koma þessum örfáu, hávaðasömu tuðurum ekkert við.
Hverjum er ekki sama þá 15 ára strákur keyri innan við gönguhraða upp á fjöllum þar sem nánast engar líkur eru á því að hann verði sjáfumsér né öðrum til skaða, ef það er undir umsjá ábyrgra aðila, alla veg mér.
Töff kveðjur,
Atli E.
28.03.2003 at 00:32 #470370Já, ég meina barnalega, töff ferðakveðjur.
28.03.2003 at 00:44 #470372Mér finnst það hið besta mál ef strákar á öllum aldri fá að spreyta sig á akstri við heppilegar aðstæður. Að nöldra yfir því að 15 ára strákur sé eitthvað að liðka skrjóð föður síns utan í Skjaldbreið þegar veður og færi er hið besta, finnst mér einfaldlega sorglegt. Mér er fyrirmunað að skilja hvað það kemur ölvunnarakstri, eða almennri kaos í samfélaginu við. Það er hreinn útúrsnúningur í raun og veru.
Okkar skrítna þjóðfélag hefur tekið ótrúlegum breytingum á fáum árum. Allt er að verða meira niðurnjörfað af reglum, og kannski það sem verra er, líka af fólki sem lítur á það sem sjálfsagðann hlut að fara eftir hverju því sem misvitur stjórnvöld hella yfir okkur.
Ég man þá tíð þegar menn gátu keypt sér byssuhólk og farið til veiða án veiðikorta, námskeiða og annars þrugls sem nú plagar veiðimenn.
Ég man þá tíð þegar unglingar í sveitum landsins voru mikilvægir starfskraftar á vélunum.
Ég man þá tíð þegar unglingar unnu í fiski ef þá vantaði aur, já og jafnvel þó þá vantaði alls ekki aur.
Ég man líka þá tíð þegar maður gat farið í flatbotna gúmískóm, hjálmlaus og jafnvel lítið eitt hífaður á hestbak án þess að nokkur segði við því orð.
Sennilega er ég að verða gamall bara, þó margt hafi breyst hérna á skerinu þá finnst mér það ekki allt til batnaðar satt best að segja. Erum við kannski að gleyma því hvaða kosti það getur haft að vera fámenn þjóð í ótrúlega stóru landi?
Kv Óli sem hóf ökumannsferil sinn 8 ára og er enn á lífi.
28.03.2003 at 14:25 #470374Það er ljóst að menn skilja ekki grundvallaratriðið í því sem ég hef verið að segja, eða vilja ekki skilja það.
Óli segir mig vera með útúrsnúninga, ég tel að hann sé að snúa útúr fyrir mér.Ef einhver er stelast til að láta krakkann sinn aka á hættulausum stað og gerir sér grein fyrir áhættunni sem hann tekur er það hans mál. Að mínu áliti betur ógert, en ekkert til að gera veður út af.
Sá sem gerir það hins vegar á þeim forsendum að þetta sé vitlaus regla og þess vegna sé viðkomandi ekkert bundinn af henni er að mínu mati á villigötum. Ef hver og einn á að fara að ákveða hvað reglur gilda fyrir hann er voðinn vís.
Tökum dæmi um hvaða afleiðingar slíkt getur haft:
Nonni hefur þá skoðun að hann þurfi ekki að fara eftir þeim reglum sem honum finnst rugl. Reglan sem hann telur vera rugl er að drukknir menn eigi ekki að aka bíl.
Gunna stakk upp í sig nokkrum vínberjum úti í búð og borgaði þau ekki. Það hefði hún ekki átt að gera, en í raun skiptir þetta engu.
Siggi telur að ákvæði um eignarrétt sé eitthvað sem komi honum ekki við. Hann brýst inn í búðina og tekur peningakassann. Slík hegðun veldur kaos í þjóðfélaginu.Hvort að einstaklingar eigi að leitast við að fara eftir reglum samfélagsins (ég held að allir fari einhvern tímann út fyrir mörkin), eða eigi að hafa sjálfdæmi um það hvaða reglur gildi fyrir þá, er að mínu mati grundvallaratriði í siðferðilegri afstöðu. Umræða um slíkt er ekki "tuð um minniháttar mál".
Ég er reyndar sammála Óla um að alls konar óþarfar reglur séu að hrjá okkur, en þetta er eitthvað sem við verðum að lifa við. Það þýðir ekkert að segja eins og satt er, að þetta sé rugl, og láta eins og þær gildi þar með ekki fyrir mann sjálfan. Eina raunhæfa ráðið er að reyna að fá reglunum breytt.
PS ég sé að þegar Atli hefur róað sig aðeins niður og skrúfað fyrir "töffaraskapinn" er hann sennilega nokkuð löghlýðinn borgari, en hann er því miður enn á þeirri skoðun að hann geti valið reglurnar sjálfur. Með sama áframhaldi er hins vegar ekki langt í það að við verðum sammála!
28.03.2003 at 19:41 #470376Grundvallaratriðið hér er einfalt og ég þykist skilja það ágætlega.
Ég geri nánast það sem mér sýnist svo framarlega sem það skaðar ekki aðra, eða hagsmuni þeirra á einhvern hátt, jafnvel óbeint.
Að láta 15 ára strák að burra eitthvað á jeppa skoða ég þessum augum, það hentar augljóslega ekki víðast hvar á vegum, en getur verið hið besta mál við réttar aðstæður og kemur þá öðrum en hlutaðeigandi ekki við.
Ég hef margoft séð unglinga fá að taka í til fjalla og sé ekkert athugavert við það. Ef fólk er orðið svo njörfað á klafa rétthugsunnar að það lítur svona lagað sem "vandamál" þá votta ég þeim hinum sömu mína dýpstu samúð.
kv
Óli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.