Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 15ára að keira.
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.03.2003 at 13:53 #192320
AnonymousTelst það í lægi að foreldrum láta 15ára Strák keira fyrir upp á skjald breið? ég fór upp á Skjaldbreið um síðustu helgi og þár sá ég einn 15ára strák keira ein frekar stórn Land Cruiser 70. ástaæðan fyrir því að ég veit að strákurinn er 15ára er sú að frændi sem kom með mér í ferðina á skjald breið er 15ára og er með þessu strák í bekk. mig langar að fá að vita meira um þetta hvort þetta er í lægi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.03.2003 at 14:03 #470320
NEI !! það er ekki í lagi, ef eitthvað hefði gerst væri foreldri eða forráðamaður ábyrgur.
Kv vals
10.03.2003 at 14:08 #470322
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
-SKO-
ÞETTA ER RUGL
vinur minn og félagi hans fengu lánaðann bíl foreldra félagans þegar þeir voru í sumarbústað og voru að aka þar sem engin umferð var svo fór vinur minn og opnaði hlið og gleymdi að setja á sig belti svo misstu þeir stjórn á bílnum og vinur minn kastaðist útúr bílnum og lést svo að það ætti að svifta foreldra sem leyfa börnum að aka ökuréttindum og hananú………………………………
einn reiður Siggi R-3133
26.03.2003 at 09:47 #470324
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er alveg sama hver það er maður nær aldrei fullkominni stjórn á bíl fyrr en eftir 5-9ára akstri í umferð þannig að lána 15ára strákpatta bilinn sinn er ekki bara heimska heldur algert hugsunarleysi sama þó þú sért upp á skjalbreið eða niðri bæ
dc 96
ps til hvers haldiði að bílprófin séu til?
26.03.2003 at 11:50 #470326Það á held ég að fara varlega í að alhæfa svona. Einhver gerði eitthvað og eitthvað gerðist. Á þá ekki að fordæma allt sem úrskeiðis hefur farið í mannkynssögunni? Afhverju haldið þið að æfingaakstur hafi verið innleiddur? Af því að í mörgum tilfellum eru foreldrar mjög vel hæfir í að kenna sínum afkvæmum hlutina. Ég held að minn tiltölulega óhappalausi ökumannsferill sé ekki síst pabba sáluga að þakka. Hann var atvinnubílstjóri, og var byrjaður að kenna mér að keyra 5 ára (meðan ég hafði ennþá smá ábyrgðartilfinningu og hlustaði enn á eldri menn) Þetta var náttúrulega alveg jafn ólöglegt og það er nú, en verður samt ekki almenn skynsemi að ráða, eða eigum við að láta ES slétta okkur alveg út með forsjárhyggu reglugerðum. Ef svo, þá þurfum við allavega ekki að hafa áhyggjur af því eftir það að einhver yfir höfuð aki um upp á Skjaldbreið fimmtán eða fimmtugur, það verður allt jafn bannað.
Stráka látum common sense ráða og höfum gaman af lífinu.
Fjallakveðja
Pétur Gíslasonps
Minn strákur fékk að keyra sleða og bíl og fjórhjól og traktor löngu fyrir aldur, og ég skammast mín ekkert fyrir það. Tel örugglega að það eigi eftir að koma honum bara vel.
26.03.2003 at 13:30 #470328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góð ræða hjá síðasta ræðumanni=)
Eg held að maður hafi bara gott af því að birja að keyra ungur og áður en menn verða of miklir töffarar til að hlusta á ráðleggingar, kannski ágætt að hafa það undir svolítilli umsjá eldri og vitrari manna. að vísu er þetta gríðarlega einstæklingsbundið. Eg sæi það nú fyrir mér ef allir væru ornir 14 eða 15 ára sem keyrðu bíla og vélar í sveitinni, það væri varla hreift eitt einasta tæki þannig að þetta erfitt að alhæfa.
26.03.2003 at 14:20 #470330Þið félagar gerið ykkur vonandi ljóst hver verður dreginn til ábyrgðar ef krakkinn veldur slysum? ÞIÐ!
Allar bætur vegna slíks verðið ÞIÐ SJÁLFIR að greiða, en hafið í huga að reyndar ekki er hægt að bæta sum tjón.Mórallinn í pistli frjálshyggjumannsins PBG er heldur ekki til fyrirmyndar, ef honum finnst að lög séu ekki að hans skapi er sjálfsagt að brjóta þau. Hvernig færi ef allir hugsuðu eins?
Er t.d. ekki líka "forsjárhyggja" að menn aki ekki undir áhrifum áfengis eða lyfja og því sjálfsagt að gera það, það hefur margur ekið drukkinn án þess að valda slysum.
26.03.2003 at 15:11 #470332Þetta kallar maður að túlka hlutina til helvítis. Það er verið að tala um hvort manni finnist ok að undir aldri sé leyft að keyra, maður svarar því frá eigin samvisku, og það er eiginlega túlkað þannig að maður sé að mæla með ölvunarakstri. Hvernig er þetta hægt?? OGI ef þú vilt mína skoðun á ölvunarakstri, þá finnst mér það eiginlega alvarlega en að setjast á vegbrúnina með haglabyssu og skjóta á vegfarendur. Ef ég verð vitni að ölvunarakstri þá tilkynni ég það samstundis, hvort sem á í hlut einhver sem ég þekki eður ei. Svo einfalt er það. Samt, fyrst við erum byrjaðir og þú væntalega jeppamaður, þá veistu að það er allt of algengt að bæði jeppa og sleðamenn haldi að um ölvunarakstur gildi önnur lög til fjalla. Sko…mitt common sense segir að það sé ekki í lagi að haga sér þannig. Þannig að þú skalt fara varlega í að snúa hlutum svona upp í vitleysu. Þó manni finnist eitt getur þú ekki ákveðið að mér finnist líka annað.
Auðvitað er það alfarið á mína ábyrgð ef ég brýt lög, og ég sagði líka í pistlinum mínum að ég vissi að þetta væri lögbrot. Þú veist þú ert líka að brjóta lög ef þú ferð upp fyrir hámarkshraða. Ekki reyna að sannfæra mig um að þú hafir aldrei gert það… Þú hefur jafnvel gert það með börn í bílnum. En ertu þá orðinn glæpamaður?
Það er nú bara þannig að sumt gerir maður, hvað sem lögin segja þó svo ég sé ekkert að segja að lögin séu bara fyrir aðra, ekki fyrir mig. Og ég er ekkert að segja að mér finnist að allir hinir eigi að gera eins og ég. Ég er bara frjálshyggjumaður eins og þú sagðir, og er MJÖG ánægður með þá skilgreiningu. Þú mátt svo túlka það eins og þú vilt, en farðu samt varlega í að ákveða að ég sé hlyntur ölvunarakstri.
Free spirit kveðja þarna norður
Pétur Gíslason
26.03.2003 at 15:20 #470334
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það að LÁNA 14-15 ára gutta bíl til að fara út að leika sér finnst mér vera fullkomið ábyrgðarleysi, ég held að krakkar á þessum aldri hafi ekki þá dómgreind sem þarf til að axla þá ábyrgð. Að 15 ára strákur sé að keyra jeppa á fjallvegi eða á snjó undir leiðsögn og eftirliti foreldra er allt annað mál. Ég byrjaði reyndar að "taka í" hjá foreldrum mínum 13-14 ára á fáförnum sveitavegum og hafði bara mjög gott af því. Ég hugsa að margir sem eru á fyrsta ári eftir prófið séu hættulegri en ég var þá því þeir aka án eftirlits og tilsagnar en eru kannski ekki búnir að ná fullum tökum á akstrinum.
Hitt er auðvitað alveg rétt að þetta er ólöglegt og ekki til fyrirmyndar að brjóta lög. Það hljóta þó allir að viðurkenna að þeir hafa einhvern tíman farið yfir á appelsínugulu ljósi af því þeir sáu engan bíl í nágrenninu (eða jafnvel í fullri traffík) eða að hafa framið álíka lögbrot.
Kv – Skúli
26.03.2003 at 15:47 #470336Þetta sem Skúli segir er eiginlega það sem vantaði í pistilinn minn…. takk fyrir að klára þetta Skúli.
Kveðja Pétur
26.03.2003 at 15:59 #470338
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að menn verði að átta sig á því að það er ekkert svart eða hvítt til í þessu, nema kannski þegar kemur að ölvunarakstri úr því að menn eru að tala um það. En ég held að margir fái sína fyrstu leiðsögn hjá foreldrum eða öðrum sem þekkja mann vel og TREYSTA viðkomandi barni eða ungling fyrir því að aka í lága drifinu á túni eða fjarri mannabyggðum. Sem betur fer. Þetta hefur tíðkast alla tíð og held ég að margt í þessu lífi væri ömurlegt ef allir færu eftir lagabókstafnum í öllu í stað þess að taka eigin dómgreind með í spilið. Náið ykkur í Lögreglusamþykkt Reykjavíkur, lesið hana og þið sjáið hvað ég á við…
Ég byrjaði minn akstursferil löngu áður en ég varð 17 ára, fyrst traktor svo bílgarmur á túni osfrv og er ég þess fullviss að spenningurinn til að gera einhverjar tilraunir með reykspól á götu í Reykjavík sem var hjá mér var mun minni heldur en hjá þeim sem voru loksins að fá ökutæki í hendurnar og höfðu ekkert gert á bíl annað en það sem bókstafstúar-ökukennari hafði leyft, báðar hendur á stýri, ekki gefa í, beinn í baki og með rembihnút í maganum dauskelkaður hugsandi um fallexina umtöluðu sem tæki mann í gegn í prófinu.
Það er mikill munur á því hvar svona er gert, þar kemur að svörtu og hvítu og held ég að hálffastur jeppi í snjó (ég hef allvega aldrei séð jeppa á einhverri ferð í nágrenni Skjaldbreiðar og geri ráð fyrir að þessi hafi verið fastur eða á gönguhraða eins og allir hinir) sé ágæt byrjun eða gott stig í þjálfuninni. Annars er ég sammála PBG og mín börn munu fá sína fyrstu þjálfun hjá mér á stað sem ég veit að öryggi okkar er tryggt.
Ég veit að lög eru lög og allt það, en þau eru sveigð beygð og bogin um allt, og að beygja þetta aðeins er lítið mál. Fyrir utan það að forsjárhyggja stjórnvalda er oft ruglið eitt og þetta mun ekki skána þegar EB sópurinn kemur hingað og bannar ALLT. Það væri rosalegt að mínu mati ef lög væru sem segðu að aðeins þeir sem væru með 10 í stafsetningu á grunnskólaprófi mættu skrifa opinberlega, þá væri lítið um skrif hér, eða hvað ?
26.03.2003 at 16:57 #470340Sjálfur hóf ég minn ökumannsferil í sveitinni, það sama gerðu frændur mínir og margir sem ég þekki. Ég satt að segja trúði því að þannig byrjuðu allir.
Það eina sem ég vill annars segja um þetta mál er það að ölvunarakstur er ekki hægt að setja á sama plan og það að unglingar keyri með foreldrum. Unglingur (eða barn) er með fulla einbeitingu þegar hann fær að keira með pabba, það er spenna og eftirvænting og ekkert má klikka. En fullur einstaklingur, já við vitum flest hvernig maður hugsar þá.
Höldum áfram að berjast gegn því sem skiptir máli!!!!Kv. Davíð
PS. Ég geri nú ráð fyrir að þessi 15 ára hafi verið í fylgd með eiganda bílsins en ekki einn á rúntinum.
26.03.2003 at 17:05 #470342Ég verð nú að fá að segja eilítið um þetta mál þar sem stutt er síðan ég fékk bílprófið, eða 2 og hálft ár. Ég byrjaði á því að keyra jeppann hans pabba þegar ég var fjórtán ára. En það var aðeins á fjöllum og beinum malarvegum eða á túni fullu af snjó þar sem ég gat ekki gert flugu mein. En þetta kenndi mér svo mikið sem átti eftir að hjálpa mér þegar ég var kominn á það stig að fara að keyra í kringum börn og fullorðna. Ég hef ekki lenti í einum árekstri síðan ég fékk teinið og ég er ekki að reykspóla eins og hinir vitleysingarnir sem fengu engar leiðbeiningar í æsku.
Svo lengi sem þetta er gert langt frá mannabyggð og í fylgd með fullorðnum finnst mér þetta gera ekkert nema gott. Þannig að þið skulið ekki vera að rakka niður menntun fyrir þá ólífsreyndu heldur hvetja þá áfram en ekki hrekja þá frá þessi gefandi sporti sem fjallamennskan er. Þetta sport er ekki bara fyrir gráhærða!Kv. Geiri Gúrka
26.03.2003 at 18:27 #470344úr umferðalögum:
"58. gr
Eigi má fela stjórn ökutækis þeim, sem hefur ekki réttindi til að stjórna þess konar ökutæki."
úr sektarreglugerð:
2. mgr. Manni, sem ekki hefur til þess réttindi, falin stjórn ökutækis:
– bifreið eða bifhjól kr. 10.000
– dráttarvél, vinnuvél, létt bifhjól eða torfærutæki kr. 5.000
Þetta vissu nú allir en ég held að færri viti þetta: 2 punktar handa ökumanninum (þessum 15 ára.
úr punktareglugerð:
"Akstur bifreiðar eða bifhjóls án þess að hafa öðlast ökuréttindi (48. gr.)"[url=http://www.mmedia.is/~unimog/setur1/:1ukplqmd]Heimasíða[/url:1ukplqmd]
26.03.2003 at 18:31 #470346
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan daginn
26.03.2003 at 18:37 #470348
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta mistökst áðan
Ég er bara 15 ára og er búinn að vera í sveit og sú reynsla hefur þótt mér mikill væg t.d. þegar ég er að keyra með mömmu og svo þegar hún þarf að baka með kerru þá get ég bjargað málonum og bakað fyrir hana ég er líka öruggari þegar ég er að að fá að keyra með pabba á econoliner okkar
Þannig að ég styð akstur unglinga undir eftirliti foreldra
Kveðja Smári
26.03.2003 at 22:19 #470350Sæll Pétur
Þú misskilur það sem ég skrifaði, ég sagði ekki að ÞÚ værir hlyntur ölvunarakstri, það sem ég var að reyna að benda á er það að ef það á að vera hverjum og einum í sjálfsvald sett að ákveða hvenær á að fylgja lögum og reglum erum við í vondum málum, líka þið frjálshyggjumennirnir þú og Björn Þorri. Ef þú hugsar málið smá stund í rólegheitum hlýtur þú að verða mér sammála.
PS ég hef mætt fjölda löggubíla, án þess að breyta mínum ferðahraða, og aldrei fengið sekt fyrir hraðakstur.Kv. Grétar
26.03.2003 at 23:44 #470352Óttarlegt væl er þetta í mönnum, má ekkert lengur.
Mér finnst það bara flott mál ef að einhver 15 gutti fær að taka í jeppan hjá pabba sínum á meðan sá gamli situr hliðina á honum og fylgist með. Ég vildi bara óska þessa að ég hefði verið í þessum sporum á mínum aldri þá hefði ég aldrei fengið mér fólksbíl.
Vonandi fær hann að keyra niður líka næst.
27.03.2003 at 00:15 #470354það má ekki þetta og það má ekki hitt…. það eru einhverir 3-4 sem eru alltaf að tuða yfir einhverju sem engu máli skiftir og eitthvað sem þeim kemur alls ekkert við, eins og þessi GGR.. eða hvað sem hann kallar sig.
Mér finnst TÖFF að brjóta lög…. Allavega einhver aukalög sem engu máli skifta.
27.03.2003 at 08:16 #470356
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef allir færu eftir lögum þá væri heimurinn betri heimur ekki satt!!! En það gerist aldrey að fólk fari eftir lögum og hvað með það þó að 15 ára unglingur fái að keyra með fullorðinn sem er ábyggilega sekur um að brjóta reglur eins og flestir ég er 26 ára og hef aldery lent í tjóni og þakka reynsluni sem ég fékk hjá eldri bræðrum mínum og pabba mínum ég fékk að keyra vélsleða fjórhjól og allt með stýri og mótor mér var kennt að keyra 13 ára og fékk oft að keyra á fjöllum og svona sveitarvegum og tel að þessi reynsla hafi kennt mér margt áður en ég fór út í umferðina hef ekki einusinni feingið hraða sekt svo ég sé ekki hvað er að því að leyfa 15 ára að keyra og fá reynslu allir brjóta reglur einhverntíman ég hef gerta það og er viss um að flestir hafi gert það líka svo miðlið reynsluni til þá sem yngri eru og hættið þessu væli þetta er bara gott fyrir þá úff þá er ég búinn kv flippi lögbrjótur
27.03.2003 at 11:25 #470358Menn geta brotið reglur vegna þess að þeir þekkja þær ekki, þeir neyðast til þess vegna aðstæðna o.sv.frv.
Grundvöllur siðaðs samfélags byggir hins vegar á því að almenningur fylgi þeim reglum sem þar gilda. Ef hver og einn á að hafa sjálfdæmi um hvaða reglum hann fylgir er það ávísun á glundroða og upplausn.
Sá sem er þeirrar skoðunar að hann geti valið þær reglur sem á að fylgja er tæplega í aðstöðu til að gagnrýna aðra sem haga sér eins, þegar þeir brjóta á hans rétti.Afstaða Atla er svo sér á parti. Hann segir "Mér finnst TÖFF að brjóta lög…. ". Nú skil ég ekki alveg orðið TÖFF, en held að þetta þýði að hann telji sig mann að meiri ef hann brýtur lögin.
Ég verð að segja að ef hann á marga sálufélaga hér í klúbbnum er 4×4 ekki sá félagskapur sem ég hélt að hann væri.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.