Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › 12v-220v spennir
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 13 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.01.2011 at 21:33 #216991
Hvað þarf maður að hafa stóran spenni 12v í 220v fyrir fartölvu í bíl.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.01.2011 at 22:31 #717210
Hefur þú spáð í því að fá þér spennubreyti er breytir 12voltum í rétta spennu fyrir tölvuna þína. Þá sleppir þú að vera með tvo spenna það er innvertir fyrir 230v og svo fartölvuspenninn. Ég keypt spenni í Íhlutum á sínum tíma til að breyta 12v í rétta spennu fyrir fartölvuna í bílnum hjá mér.
Kristján
22.01.2011 at 23:13 #717212Ég er með 600 watta converter. Dugar
22.01.2011 at 23:30 #717214http://www.netverslun.is/Verslun/produc … ,8344.aspx
Þessi reynist mér vel. Lítil lávær vifta sem fer stöku sinnum í gang. Hitnar nánast ekki neitt.
23.01.2011 at 11:54 #717216Ég er með 300w converter í bílnum, getur verið að það sé ekki nógu öflugt til að tölvan hlaði inná rafhlöðuna.
23.01.2011 at 12:11 #717218Á flestum aflgjöfum fartölva stendur hversu mörg vött (W) hann tekur. Algent er 60-100W. Þessir 150W inverterar ættu því að duga í flestum tilfellum.
Þessir minnstu inverterar eru ætlaðir til að tengja í sígarettukveikjara sem er svosem allt í lagi nema ef að tölvan er með ónýtu batteríi og starta þarf bílnum, því þá rofnar straumurinn og slökknar á tölvunni. Þess vegna er etv. betra að beintengja inverterinn við geymi (gegnum öryggi auðvitað).
-haffi
23.01.2011 at 15:23 #717220Það getur verið ágætt að hafa Inverter í bílnum þó að það sé ekki nauðsynlegt til að geta verið með tölvu,
Inverter býður upp á að geta notað rafmagnið í ýmislegt annað og það getur oft verið kostur.
[url:3uqdg39l]http://www.computer.is/vorur/7240/[/url:3uqdg39l]
Hér eru frekar ódýrir Inverterar en veit ekki hvernig þeir hafa verið að reynast.Kv. BIO
23.01.2011 at 17:01 #717222300W er mikið meira en nóg. Ég notaði 150W inverter fyrir fartölvu í mörg ár og virkaði fínt … þe þangað til hann dó. Er með 300W núna.
23.01.2011 at 22:19 #717224Á flestum straumgjöfum fyrir fartölvur er gefin upp spenna og mesti straumur sem straumgjafanum er ætlað að skila. Margfeldið af Voltum og Amperum gefur vattatöluna.
Dæmi af straumgjafa á nýlegri Lenovo tölvu: 19 Volt, og 3,42 Amper. Margfaldað saman gefur það u.þ.b. 70 vött, sem straumgjafinn getur gefið út til fartölvunnar. Það dugar bæði til að knýja hana og hlaða rafhlöðuna.
Hins vegar hefur straumgjafinn innri töp og notar fleiri vött en þessi 70, sem hann skilar frá sér. Oft eru það nálægt 20 % sem bætast þannig við. Það þýðir að 100 vatta straumgjafa ætti að sleppa fyrir þessa vél ef allar aðstæður eru upp á það besta (tengingar, kæling o.fl).
Ég mæli samt með því að stækka aðeins og fara frekar upp í 200-300 vatta straumgjafa. Þeir eru fyrirferðarlitlir, tiltölulega ódýrir og bjóða upp á að hafa e-ð fleira í gangi samtímis, t.d. hleðslutæki fyrir myndavélina o.þ.h. Auk þess má reikna með að ending á straumgjafa sem er ekki keyrður á fullu álagi verði miklu betri en á straumgjafa sem er alltaf við það að stikna vegna mikils álags.Ágúst
23.01.2011 at 22:31 #717226Eiu má ekki gleima því stæri spennubreitir sem maður er með , þeimun stæri geimir þartu vera með :þetta þarf að vera í samræmi ef vell á að virka , 300 til 500 spennir ætti að duga fyrir flest okkar. Þeir sem eru með stæri 600 til 1000 spenna eru oftast með 2 rafgeima í stæri kantinum , ég er með 300 spennir og 100am geimir + 90 am alltrator er of lítill þarf 130 am
kv,,,, MHN
24.01.2011 at 15:15 #717228Ferðavélar í fullri stærð (breiðskjár ca. 15") taka um 95-100W. Ferðavélar með 14-15" skjá í 4:3 hlutföllum taka um 70-80W, aðrar minna. S.s. þetta er aðallega spurning um skjástærð. Þannig að 150W spennir dugar vel. Sjálfur er ég með einn slíkan.
Svo er spurning hvort þú ætlir að tengja einhver fleiri tæki og þarf þá að taka wattafjölda þeirra inn í þetta.Best er að nota spenna sem breyta 12V beint í rétta spennu fyrir þau tæki sem þú notar, t.d. eru ferðavélar eru mikið í kringum 19V, þannig að það er betra að spenna upp í það heldur en að vera að spenna upp í 230V og svo niður í 19V aftur.
Ég hef nánast ekkert notað minn inverter nema til að hlaða ferðavélina áður en ég fékk mér spennir sem hentaði ferðavélinni. Margir framleiðendur eiga svona spenna sem aukahluti eða þá að það séu til spennar sem hægt er að stilla.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.