Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 120 Cruser
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 21 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.06.2003 at 13:17 #192650
Jæja hvað er að frétta af 120 cruser, einhver sem er búinn að komas í snjó að prufa? hvernig líkar mönnum við bílinn?
Nú er búið að afgreiða eina 7 bíla út frá umboði held ég.Kv
Benni
A736 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.06.2003 at 02:12 #474218
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða bíll er það sem er kallaður Land Cruiser 120??
15.06.2003 at 03:09 #474220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
nýji 90 cruserin sem er í raun 120 cruser
15.06.2003 at 22:58 #474222Sæll Benni.
Þú átt örugglega við að búið sé að afgreiða 7 "38 bíla úr umboðinu. Ég er allavega búinn að sjá endalausan helling af þessu óbreytt út um allt…
Hvað segir þú annars kappi? Þú ert einn af þessum 7 hamingjusömu 120 "38 eigendum. Ertu búinn að prófa græjuna eitthvað? Gaman væri að taka samanburð á þessu og "38 alvöru "Dömu"… Gárungarnir segja að Skáeygði Togogýta kallinn hafi nebblega veriða að stæla PAJERO þegar hann hannaði 120 bílinn… Eins í flestum málum, nema að hann treysti sér ekki í sömu fjöðrun, vél og skiptingu… heldretta geti verið???
Var annars sjálfur að koma úr "vörðuhleðslutúr" af Hveravöllum, með viðkomu í Árbúðum, Hvítárnesi, Skálpanesi og Hagavatnsskála. Hlóðum vörðu til minningar um Hafþór Ferdinandsson "Hveravallaskrepp". Mjög skemmtilegur túr í góðum félagsskap. Set mynd af vörðunni sem heitir "Til allra átta" í albúmið mitt við fyrsta tækifæri.
Ferðakveðja norður,
BÞV
18.06.2003 at 13:54 #474224Sæll BÞV.
"sömu fjöðrun, vél og skiptingu" veit ekki alveg hvað þú ert að hugsa hér en það er eflaust eitthvað líkt með framfjöðrun í þessum bílum og þá er það upptalið myndi ég halda. Annars hef ég mjög takmarkaðan áhuga á að fara í einhvern meting við þig BÞV, miklu frekar að eiga þig að sem góðan félaga til að ferðast með ef færi gefst.Annars varðandi 120 Cruser þá fóru saman 10 breyttir bílar á Langjökul þann 17. júní, þ.e. 10 breyttir 120 Cruserar. Í sömu ferð voru einnig 90 og 80 Cruserar. Mikið af þeim 120 eigendum sem voru með koma af 90 Cruser og ber okkur öllum saman um að hér er kominn miklu betri bíll að öllu leyti og erum við með bros hringinn þessa dagana, jafnvel þótt læsingar og hlutföll vantaði þá var það ekki vandamál þótt færi væri í þyngri kantunum sumstaðar. Mjög mikinn mun mátti sjá á gamla góða 90 bílnum og 120 þ.e. bæði drifgeta og annað. Suðurskautstrukkur Artic Trucks mátti hafa sig allan við að halda í við okkur sumstaðar á sínum 44" og mátti oftar enn einu sinni játa sig gersigraðan af 120 Cruser það sama á við 90 Cruser.
Minn 120 bíll er kominn með Algrip framlás sem virkar mjög vel þ.e. lásinn. Ég gat nú samt ekki séð að mér gengi neitt betur enn ólæstu 120 bílunum á 38", ég var á 40" þennan dag, þeir ólæstu voru að svínvirka og allir glaðir.Kveðja
Benni
A736P.S. Það er til fullt af myndum ef einhverjir hafa áhuga, bara senda mér meil.
18.06.2003 at 14:16 #474226
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nohhh, enn einn ofurbíllinn kominn á markaðinn! Úr því 44" 80 Cruiser með öllum hugsanlegum búnaði mátti oftar en einu sinni játa sig gersigraðan af þeim nýja hlýtur þetta að vera óskaplega vel heppnað snilldarverk hjá honum Toyota (en kannski mest að þakka strákunum á breytingaverkstæðinu).
Ef þetta er rétt er kominn nýr konungur fjallanna, því allavega vantar ekki glæsileikann, þessi bíll er nú óumdeilanlega sá flottasti (Pajero eigendur verða að sætta sig við þá staðreynd).
Kv – Skúli H.
18.06.2003 at 15:13 #474228
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er einn þeirra sem fór í gær á jökul. Tilefnið var ferð með um 40 erlenda blaðamen á vegum Toyota Corporation. Förum svo aftur nk. þriðjudag með annan hóp.
Bíllinn er mjög skemmtilegur. Helsti munurinn finnst mér vera sá að hljóðeinangrun er mun betri en í hinum bílnum, maður heyrir varla í vélinni og nýtur vandaðra hljómflutningstækjanna alveg til hins ítrasta. Það er vægt til orða tekið mjög skemmtilegt úti á vegunum!
Fjöðrunin er miklu skemmtilegri en í hinum. Hún er alveg ótrúleg. Í eldri bílnum hafði maður sem reglu að lækka loft í dekkjum niður í svona 15 pund áður en maður fór Kjöl á leið frá Geysi til Hveravalla en maður þarf þess ekki á þessum nýja. Pumpaði í 25 pund í gær strax í Skálpanesi og ég fann ekki fyrir ójöfnum og leiðindum á leið til Gullfoss.
Svo er innréttingin náttúrlega mun íburðarmeiri en í þeim gamla, orðin svipuð og í 100 bílnum þannig að þessi bíll er ,,teppi" hvað það varðar. Bíllinn er bæði breiðari og lengri milli hjóla en sá eldri. Ég hugsa að síðarnefnda atriðið geri það að verkum að hann fer mjög vel með mann í ójöfnum á jökli eins og raunin var í gær.
Við lentum í leiðinda krapa og ,,ám" á leið upp frá Þjófakróki í gær og mér fannst allir bílarnir vera nokkuð svipaðir við þær aðstæður, þarna var m.a. einn 70 bíll á 38" og hann stóð sig alveg eins og hinir, þetta fer voða mikið eftir bílstjórunum.
Þess ber að geta að þessir nýju bílar eru enn án framláss (vissi ekki að búið væri að setja í neinn bíl) og ekki búið að lækka hlutföllin. Þess vegna held ég að bíllinn eigi enn eftir að sýna nýjar hliðar þegar hvorutveggja er komið í hann. Framlássleysið var mér a.m.k. ekki til trafala í gær.
Annað sem ég tók eftir í gær var að einn af þessum bílum er án færslu á hásingu og það var ekki að sjá að hæfni hans væri neitt síðri og vissulega er hann alls ekki síðri útlitslega, þannig að það finnst mér vera einn plús í viðbót fyrir þá sem eru að velta þessum bíl fyrir sér.
bv
18.06.2003 at 15:39 #474230Sælir.
Ég er stoltur eigandi 90 bíls með öllum tiltækum breytingum. Þessi umræða vekur óneitanlega athygli mína og áhugi á 120 bílnum hefur aukist til muna. Getur einhver sagt mér hvað bílinn kostar fullbreyttur frá umboði? Er það rétt sem ég hef heyrt að verðið sé yfir 7 milljónir??
HB
R-2484
18.06.2003 at 15:41 #474232Ekki gleyma því að núna er svona doltið sólbráðarfæri, og í svoleiðis færi er oft bara betra að vera á minni dekkjum en stórum. Og hrúgu af hestum er sérstaklega gott að hafa því (sem 120 bílinn vantar víst ekki
Þannig að Arcticinn á sínum griplausu ofvöxnu gleðigúminum ætti nú eiginlega bara að vera stolltur yfir að hafa haldið í við 120 bílana. Sólbráð er jú það leiðinlegasta færi sem hægt er að bjóða 44" gleðigúmíum.
Rúnar.
18.06.2003 at 15:53 #474234Sælir,
"Þungt" færi, og ekki "þungt" færi.
Ég veit af þrem bílum sem fóru á Langjökul um helgina, tveir 38" og einn 35 tommu og allir töluðu um frábært færi.
Getur verið að menn sé að ýkja færið eitthvað… "Jú það var rosalega þungt færi en ég dreif allt og var bestastur"Ferðakveðja
Elvar
18.06.2003 at 16:19 #474236
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nákvæmlega ekkert að færinu á jöklinum núna, bara mjög fínt! Það er helst við Þjófakrók þar sem krapinn er mikill og mjög auðvelt að setja sig á kviðinn, en hægt að komast í rólegheitum. Eins eru leiðindi alveg við Skálpanes. Ég held að góður bólstjóri geti alveg farið þetta á 35 tommunni!
bv
18.06.2003 at 16:20 #474238
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
!!! og hann má alveg vera góður í bólinu líka! BV
18.06.2003 at 17:36 #474240"Þungt" færi, og ekki "þungt" færi.
Já færið var mjög gott þarna um helgina (Þjófakrók) ég kom að norðan yfir jökul á sunnudag og ég vil meina að þá hafi verið hægt að fara þarna upp á Subaru því að það varla markaði í förin eftir okkur. Á þriðjudag var þetta aðeins öðruvísi, menn verða bara að gera sér ferð og kíkka á þetta enda alltaf gaman að skreppa á jökul.
Færi upp á jöklinum sjálfum var hins vegar eins, ekki slæmt.Kv
Benni monthæna hehe…
18.06.2003 at 22:10 #474242Ég skrapp nú á jökul á Sunnudag sem er nú ekki frásögum færandi og varð nú ekki var við neitt sérstakt færi. Því miður var ég kominn á 44" dekkinn svo maður hafði ágætis tíma til að skoða snjóinn á meðan maður silast umm í sólbráð, en þá er 44" það versta sem maður getur verið á í sólbráð. Líka var með okkur Ural trukkur á 1400-20 orginal nælon dekkjum ólæstur og dreif alveg eins og meðal jeppi. Ég gæti trúað því að trukkurinn sé í kringum 12-13 tonn, og fór hann töluvert norðurfyrir bungu 1 og var snöggur að því. Ég vona bara að nýju Barbíarnir hafi ekki verið í basli í förunum eftir trukkinn.
Hlynur
19.06.2003 at 00:03 #474244Annars um Ural dekk.
KAMA OI-25 14.00 – 20
Tire type
truck tire with adjustable pressure Size 14.00-20Load index for single truck tires< 146
Speed symbol G
Ply rating NS (PR)10 (14)
Certificate number in the system GOST R
ROSS.RU.NH15.V01425Number of the Certificate for correspondence with EEC UN Regulations
E22 000197Type of construction bias
Carcass and breaker construction textile
Version tubbed
Tread pattern off-road
Overall diameter, mm 1260
Section width, mm 390
Static radius, mm 583
Average weight of tire without tube, kg 94,65
Inner pressure corresponding to maximum load, kg-wt/cm2
3,9 (4,2)Maximum single wheel load, kg-wt 2 860 (3000)
Maximum speed, km/h 85
Recommended rim 254G-508
Tube 14,00-20
Valve type RK-5A-145
Average tube weight, kg 9,96 (9,70)
Flap 300-508
Flap weight, kg, not more than 3,60
Actual average flap weight, kg 3,50
Beginning of production
1978 (1995)Basic application:
Ural-4320,-375 and modification (URAL-4320,-5323,-4322)
Mounting on the vehicles of other manufacturers is allowed if speed and load characteristics are observed.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.