This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Logason 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Smá uppl. um tölvukubb sem eg fékk hjá Samrás ,
Er með 2007 bíl á 46″ og 5,38 drifum.
Bíllinn var að vinna ágætlega upp að 60 en varð hálf vindlaus eftir það , hékk illa í „overdrive-inu “ og var að vinna mikið á snúning en skilaði ekki miklu, var að eyða um 16 í langkeyrslunni á 80 -90 .
Búið er að setja í bílinn hraðamælabreyti og leiðretta hraðamælirinn þannig að eyðslumælir ætti að vera eins rettur (eða vitlaus) og orginal.Var að setja kubb í núna frá Samrás sem hefur víst ekki farið í þessa bíla áður, það er mikill munur á bílnum , vinnur mun betur og vinnur vel upp alla gírana, skiptir ser fyrr og á mun auðveldara að fara í overdrive, hann er lengur í overdrive -inu og virðist nota togið í vélinni betur . Eyðsla núna á langkeyrslunni er 13 og virðist vera aðeins minni í innanbæjarakstri líka.
Einhverjir hafa verið að spá í að lækka drifin í 35″ bílunum vegna sama máls, þ.e. að fara seint í overdrive-ið og hanga illa í þvi , sérstaklega með kerru aftaní . Spurning hvort að kubbur væri ekki lausn fyrir þá bila.
You must be logged in to reply to this topic.