Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 12 volt á 12HT
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Lárus Rafn Halldórsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
24.10.2006 at 21:25 #198799
Mig vantar 12 volta alternator á 12H-T mótor úr 60 krúser (4 lítra mótorinn). Er einhver með hugmyndir handa mér? ÉG myndi helst vilja fá svona alternator með vacuum pumpuni á og það allt, en er alveg til í að skoða aðra sem eru ekki með vacuuminu á, sér í lagi ef þeir eru meira en þessi 40 amper sem orginalinn er…..
Hefur einhver gerð/týpunúmer að svona alternator sem passar í orginal festingarnar hjá mér eða hvað hafa menn verið að kaupa til að koma þessum vélum í 12 volta bíla?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.10.2006 at 22:16 #565076
Skemmtilegar æfingar í gangi hjá þér!
Í hvað ertu að setja þessa vél?
Ég á nú engin partanúmer handa þér en ég man ekki betur en að alternator úr 89-9 og eitthvað hilux líti svipað út og þessi 24 volta af 12-ht vélinni.
Svo eru patrol og mmc alternatorar með svona vacum dælu aftan á.Man ekki ampertölur á hiluxnum, en þú þarft allavegna 80 amp 12 volta tor til að jafnast á við 40 amp 24 volta.
Hvað með startarann? Ætlaru að nota startklukku úr 80 cruiser eða ertu búinn að redda þér 12 volta startara sem passar?
Ætlaru svo bara að setja 12 volt inn á hitaelementið í soggreininni?
24.10.2006 at 23:03 #565078Sæll.
Mig langar að viðra við þig lausn á þessu sem ég sá notaða þegar þessi mótor var notaður í Bronco II. Þar var komið fyrir auka 12 V altenator (festingar smíðaðar) við mótorinn og hann notaður til að hlaða einn 12 V geymi sem inná var tengt allt rafkerfi bílsins. 24 V altenatorinn sá svo um tvo geyma sem gáfu orku í startið og aðra þætti mótorsins sem krefjast straums. Þeta var listilega útfært og vitlega gert og einfaldlega virkaði, alltaf næg orka og traustur búnaður. Sé drullumix forðast er þetta flott lausn.
Kv, Hjölli.
24.10.2006 at 23:29 #565080Er þetta að smella hjá þer, ég mindi bara setja td altaintor úr dísel Halux og svo bara klukku úr Lc 80 fyrir startið, tú getur hent þessu hitara drasli, ég þurfti aldrei að nota það á mínu 6 ára lc 60 ferli sama hvað frostið var mikið, þetta bara dettur í gang:o)
24.10.2006 at 23:37 #565082Hvað er Lárus að bralla??
ég hef ekki þurft að hita hingað til, fer alltaf í gang eins og Robbi segir
25.10.2006 at 11:22 #565084Ég er að setja þessa vél í stuttan 70 krúser mér til dægrastyttingar.
Ég er búinn að ákveða að versla mér fínan Alternator, 108 amper, nú vantar mig bara rafmagns eða reimdrifna Vacuum dælu þar sem engin svoleiðis er á nýja altinum….
hvar fæ ég svoleiðis hérna á íslandi? ég veit að þetta var í einhverjum ford dósum og jafnvel einhverjum öðrum díselbílum…. hvernig er með nýju krúserana, ekki er vacuum dæla á alternator á þeim… er sér reimdrifin dæla eða er hún rafmagns í þeim bílum?
Annars er ég kominn ansi langt, er með 12 volta startara og ætla ekkert að tengja glóðarkertin, það er óþarfi á þessum mótor. Ég er líka með Webasto, nota hana bara til að hita áður en ég set í gang svínvirkar.
25.10.2006 at 18:28 #565086Ef það er nægilegt pláss í vélasalnum fyrir auka alternator og tvo 12 volta rafgeyma þá myndi ég raðtengja geymana þannig að ég hafi 12 volt frá miðúttakinu fyrir almenna rafkerfið, en 24 volt frá efri plúspólnum fyrir startarann.
24 volta alternatorinn hleður þá inn á efri plúspólinn og þar með í raun báða geymana, en þar sem 12 volta raftækin nota einungis straum af neðri geyminum þarf að bæta það upp með 12 Volta alternatornum, sem er að sjálfsögðu tengdur inn á neðri plúspólinn.Með þessu móti geturðu haldið gamla startaranum og vakúmdælunni inni á 24 volta tornum. Sama gildir um hitt rafmagnsdótið sem hangir á vélinni, hitara og glóðarkerti.
Eru ekki flestir alvöru jeppar hvort eð er með tvo geyma ?
25.10.2006 at 19:34 #565088ha? að keyra bæði 12V og 24V kerfið á sömu geymunum? Má það?
Ég hélt að ef maður væri með tvo geyma raðtengda þyrfti að vera jöfn hleðsla og úttak af þeim til að rugla ekki minnisrýmdina?
Fór að minnsta kosti þá leið sjálfur, eftir góðum ráðum, að vera með tvö aðskilin kerfi, allt í allt þrjá geyma.
.
EE.
25.10.2006 at 19:57 #565090Já ég verð nú að taka undir með Einari. Ha?
Þetta finnst mér ekki hljóma skynsamlega, ég hef alltaf heyrt að rafgeymar í 24 volta kerfi þurfi sömu hleðslu og sömu notkun til að lifa af.
Allt annað væri til vansa og bein ávísun á rafmagnsleysi og vandræði.
Ég var líka með auka 12 volta alternator og þriðja geyminn í mínum bíl. Það var vandræðalaust kerfi.
25.10.2006 at 19:57 #565092Eru þá ekki 2 altenatorar að hlaða inná einn geymi?
25.10.2006 at 20:31 #565094Aðferðin sem Ágúst stingur upp á er einföld og snjöll. Það er hægt að hugsa sér tilfelli það sem efri geymirnn gæti fengið óþarflega mikla hleðslu, en ef 12 volta alternatorinn er nægilega afkastamikill til að hafa undan rafmagnsnotkuninni þá ætti það ekki að gerast. Í versta tilfelli gæti þurft að bæta vatni stöku sinnum á efri geyminn.
Það er í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að nota tvo alternatora til þess að hlaða inn á sama geyminn, rétt eins og það er allt í lagi að hlaða tvo geyma með sama alternatornum.
-Einar
25.10.2006 at 20:51 #565096Hvernig er það, passar ekki startari úr hilux eða gamla stutta cruiser (´86-´91) í þessa vél? Ég var með minn startara í höndunum um daginn, úr ´88 bíl, og ég gat ekki betur séð en að þeir líti alveg eins út, og jafnvel möguleiki á að gera einn úr tveimur, þ.e. bendixinn og gírinn úr 24v startaranum og rafmótorinn og það dót úr 12v startaranum.
Annars er auka geymir fyrir 12v í bílnum hjá mér, er bara með straumbreyti sem hleður inná 12v geyminn.
Lifi 60 cruiserinn!
25.10.2006 at 22:15 #565098Ég verð að játa að ég veit ekki um neinn sem hefur svona kerfi í gangi, en fræðilega gengur dæmið alveg upp.
Í venjulegu 24 Volta kerfi (t.d. með tveim 12 Volta raðtengdum geymum) þá er augljóst að sami straumur fer um báða geymana, bæði við hleðslu og afhleðslu. Geymarnir fylgjast því alltaf að og eru í jafnvægi innbyrðis.
Ef við gerum nú það sem er bannað, og tengjum eitthvað 12 V tæki inn á miðpólinn á rafgeymasettinu þá fer fer klárlega að tæmast meira af neðri geyminum en þeim efri. Alternatorinn sem er stilltur á 28,4 Volta hleðsluspennu reynir að viðhalda henni, en jafnvægi milli geymanna fer úr skorðum. Smám saman tæmist neðri geymirinn en sá efri eyðilegt vegna ofhleðslu.Lækningin við þessu er 12 Volta alternatorinn sem við tengjum nú inn á fyrrnefndan miðpól á geymasettinu. Þar skilar hann neðri geyminum allri þeirri viðbótarhleðslu sem þarf til að halda honum í réttri spennu, sem er 14,2 V. Efri geymirinn fær sína hleðslu alla frá 24 V alternatornum og er spennan yfir hann þá 28,4 V – 14,2V = 14,2 V. Hvor geymir fyrir sig fær rétta hleðsluspennu eða 14,2 Volt og báðir haldast fullhlaðnir.
Þetta virkar vel á pappírnum og ef maður er á annað borð að mixa 24V bíl niður í 12 Volt þá er enginn aukakostnaður við að prófa þetta, en hins vegar talsverður sparnaður með því að nýta sama startarann og glóðarkertadótið áfram. Ég myndi ekki hika við að prófa þetta ef ég væri sjálfur í svona dæmi. Auk þess býður svona kerfi upp á ýmsa möguleika til að nota öflug 24 Volta tæki s.s. rafmagnsspil ef menn kjósa það umfram 12 Volta tækin.
25.10.2006 at 22:59 #565100ef það er mixaður 12v altenator í bílinn sem er smá vesen þá ertu enga stund að setja 3 geyminn ef það er pláss og þá ertu með 2 aðskilin kerfti og getur haft talstöðvar og kastara á aukakerfinu og þarft ekki að hafa áhyggjur ef þú tæmir geyminn, getur alltaf startað bílnum á orginal kerfinu og hlaðið auka kerfið.
26.10.2006 at 00:21 #565102Jamms kannski virkar þetta vel, en ég efast um það. Ég held að spennustillar alternatoranna komi alltaf til með að ruglast hvor af öðrum. Þar af leiðandi hugsa ég að þetta verði vesen.
Ég get ekki fært nein vísindaleg rök fyrir þessu. Hef bara ekki trú á að þetta sé gott….
Hinsvegar er snilld að hafa 12 volta kerfið aðskilið til þess að hafa möguleikann á að nýta 12 voltin fyrir ljós, fjarskiptatæki, hljómflutningskerfi eða kælibox án þess að hafa áhyggjur af því að bíllinn verði rafmagnslaus. Þá er gott að vita að 24 volta kerfið er allt eftir til að starta.
26.10.2006 at 00:28 #565104Þetta verður orkuver á hjólum fyrir rest, vertu bara með slökkvitæki um borð:o)
26.10.2006 at 08:07 #565106ég er búinn að ákveða að breyta bara alternatornum af 2.4 vélinni og nota hann. þetta eru næstum sömu festingar og ég fæ einhvern góðan til að hjálpa mér að renna til trissuhjólið.
Þetta með startarann er satt. hann lítur nákvæmlega eins út á 2.4 túrbó úr 70 krúser. Vildi að ég hefði séð það áður en ég lét breyta hinum en maður getur ekki séð allt fyrir.
Húddið á 70 er aðeins minna !!!! en á 60 krúser, og því hef ég engan áhuga á að dröslast með 3 rafgeyma og 2 alternatora þegar ég kemst af með 1 alt og 2 geyma. set frekar í hann a/c dælu…
en þetta eru góðar pælingar samt sem áður.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.