Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 10,4 Lítrar!
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.11.2005 at 21:36 #196650
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/311/1858
Þetta hlýtur að vera svakalegasta vél sem hefur verið sett ofan í jeppa á Íslandi. Samt á hún að hafa eytt minna en 6.2TD. En hvílíkt hlass

-haffi
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.11.2005 at 22:25 #532652
Það jafnast ekkert á við kúbiktommur

Skemmtilegt myndaalbúm þarna með góðum myndatextum.
16.11.2005 at 23:10 #532654
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vá hvað var gaman að skoða þetta albúm, fullt af gömlum og góðum myndum og VÁ hvað vélarskipti hafa verið tíð í þessum bíl 😛
16.11.2005 at 23:38 #532656Þessir mótorar voru í fullvöxnum 10 hjóla Ford vörubílum sem komu til landsins upp úr 1970. Þær voru ótrúlega fyrirferðarlitlar og gjörsamlega hurfu í húddinu á þessum Ford-um. Á þessum tíma var mikið gert af því að setja mótora úr vörubílum í stóru amerísku bílana, Bronco, Blaser, Ramcharger og samsvarandi pickup-a. Það var verið að nota Trader, Bedford og Perkings ásamt fleiri vélum oftast 6 sílendra línur. Og í stað þess að vera með lóló var verið með gírkassa með mjög láum fyrsta gír. Ég man eftir gömlum Dodge pickup með Trader vél sem var þannig að þú gast lagt gírstöngina rólega í fyrsta gír án þess að kúpla og hann small í gírinn án þess að busta tennur og lagði af stað.
17.11.2005 at 09:42 #532658
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
myndir ekki frá kolbeini (Kolli í súkku umboðinu)? ‘Eg fór með góðum manni Guðmundi Þórðarsyni þáverandi framkvæmdastjóra Gunnars ‘Asgeirssonar á Volvo Lapplander, þessi Kolli var held ‘eg á stóra Bronco, einhver á Willis ca tveir minni Broncoar í Landmannalaugar um 1981, þá var ég 9 ára gamall, þvílík stemming, er samt ekki klár á hvort það var farið í Landmannalaugar eða annað.
17.11.2005 at 14:02 #532660Þessi Bronco var í eigu Kolbeins Pálssonar ef ég man rétt.
17.11.2005 at 14:13 #532662
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er alls ekki ólíklegt, þar sem að notendanafnið var KP…
17.11.2005 at 15:18 #532664Það má finna ýmislegt ef rótað er í leifum "gamla vefsins", t.d
[url=http://www.f4x4.is/notendur/notandi.asp?n=1986&FullList=true:212skq7o]upplýsingar um notanda KP[/url:212skq7o] og [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=oldsite/564/3213:212skq7o]mynd.[/url:212skq7o]-Einar
17.11.2005 at 21:38 #532666Ég hélt fyrst að þetta væri þráður um einhverjar sparneytnar bíltíkur, en eftir að hafa skoðað myndirnar sé ég ljósið.

17.11.2005 at 22:10 #532668Þetta eru annsi skemtilegar myndir þarna eik. Gaman líka að lesa textann við þær. Mikið sögulegt gildi. Ég hef aldrei séð þær áður. En maður hefur heirt talað um þessa menn, þá sérstaklega Kolbein og Birgi. En gríðarlega skemtilegar myndir og fræðandi texti
17.11.2005 at 22:14 #532670Það hefur aldrei verið framleiddur bíll sem er bæði sparneytinn OG skemmtilegur

19.11.2005 at 23:06 #532672Það er nú misskilningur, bílar geta verið skemmtilegir og um leið sparneytnir ef þeir eru bara mjög léttir.
Ég er nú með 35" bíl sem er 8 sek í 100 en ég náði honum niður í 13 lítra á hundraðið á langkeyrslu á 100-110km/h meðalhraða full lestaður.
19.11.2005 at 23:27 #532674Daihatsu Charade Gtti og Fiat Uno Turbo eru ekki leiðinlegir bílar og sérlega neyslugrannir miðað við hvað þeir skila þér áfram.
20.11.2005 at 02:42 #532676Ég ætlaði nú svo sem ekki að móðga neinn (eða öllu heldur bílana þeirra) en þetta hefur ekkert með upptak að gera, t.d. efast ég ekkert um viðbragðið í Charade Gti en þeir eru samt með leiðinlegustu bílum sem ég hef keyrt og orðið blikkdós kemur strax upp í hugann þegar minnst er á hann. Ég átti einu sinni Suzuki Samurai sem var einn áreiðanlegasti og duglegasti jeppi sem ég hef komist í kynni við, en hann var samt hundleiðinlegur, hastur og akstuseiginleikar voru einfaldlega engir. Ég vil lika benda á bestu sportbílar og dýrustu lúxusbílar heims geta seint talist til sparneytina bíla. En þetta er bara mín skoðun og ég ætla ekki að troða henni upp á neinn. Það hafa sem betur fer ekki allir sama smekk, sumir vilja jafnvel eiga og aka Toyotum eða Nissan !!!
20.11.2005 at 11:49 #532678Fyrir þá sem hafa gaman af gömlu véladóti vil ég benda á að í Science Museum í London er til ótrúlegt úrval af flugvélamótorum, stórum og smáum auk margar annarra skemmtilegra hluta. Það er t.d. frábært að kíkja þangað meðan konan fer í búðir.
Wolf
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
