FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

1000 Bíla ferð.

by is

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 1000 Bíla ferð.

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Páll Halldór Halldórsson Páll Halldór Halldórsson 22 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 08.03.2003 at 14:46 #192310
    Profile photo of is
    is
    Participant

    Hvernig gengur?( er SÓL ) er snjór ? Er Gamann ??
    :)

    Mkv : ÍS

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 08.03.2003 at 17:57 #470170
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Það gekk vel, það var sól, það var snjór, það var gaman.





    08.03.2003 at 18:12 #470172
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Sælir heyrði í félaga mínum áðan þeir fóru á skjaldbreið og mér var sagt að færi og veður hafi verið eins gott og gæti verið en ein velta varð á skjaldbreið

    kv: Davíð R-2856





    08.03.2003 at 19:18 #470174
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það var mætt í benna kl:0800 og þar voru frábærar veitingar TAKK BENNI svo farið á skjaldbreið og þar var gott veður og nægilegur snjór sá þar sjldgæfa sjón PATROL dreginn af Toga og ýta en það er nú bara gaman og gott mál alltaf gaman að festa sig og þurfa að þiggja spottann :)

    takk fyrir okkur





    08.03.2003 at 19:51 #470176
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    Ég var að setja nokkrar myndir inn frá ferðinni í dag, þ.á.m. af Toyotunni sem valt. Mér þykir ólíklegt að hún hafi verið á ferð með 4×4, enginn virtist kannast við bílinn. Og bílstjórinn var horfinn þegar við komum þarna að.

    Frábært veður í dag, færi fyrir Subaru Forester langleiðina upp að Skjaldbreið. Svolítið þungt færi á leiðinni upp, enda einhverjar Toyotur og Patrolar að festa sig og Pajeroar að affelga….

    Fjallakveðja,
    Beggi





    08.03.2003 at 20:54 #470178
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Gott að vita að þú ert kominn heim Beggi, því eftir ferðahraðanum sem var á þér þegar við á hvítu Datsun bílunum dóluð framúr þér dettur manni helst í hug að þú sért að nálgast Skjaldbreið núna… Trúlega hefur frúin tekið við rattinu farið og för eftir einhvern tourista bíl og klárað dæmið… :-)

    Hlynur R2208





    08.03.2003 at 22:11 #470180
    Profile photo of Bergþór Júlíusson
    Bergþór Júlíusson
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 761

    ..það var nú meiri ferðin á þér góurinn þegar þú og Gummi Hæ hentust þarna fram úr hópnum. Er þetta mottóið í túristakeyrslunni? Að skila aumingja útlendingunum í bæinn aftur "shaken but not stirred"?

    Annars skil ég af hverju þessir Datsunar eru notaðir í þessa túristakeyrslu, það er svo gott að keyra þá á malbikinu…

    Annars skaltu ekkert vera að ibba þig, þú áttir að vera þarna með okkur í dag en tókst þessa túrista fram yfir okkur. Ég sem ætlaði að láta frúnna spyrna við þig….

    Jæja, farinn á Kringlukránna…

    Beggi :o)

    p.s. Öl er böl. Patrol líka.





    08.03.2003 at 22:33 #470182
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Það var nú ég sem velti Toyotunni minni. Ég var ekki á ferð með 4×4 og það komu allir ómeiddir úr þessu, sem betur fer.

    Bíllinn er svolítið dældaður (kallast að vera ónýtur) en er annars í lagi, hann er líka til sölu ef einhver hefur áhuga. :)

    Kv. Davíð





    08.03.2003 at 23:09 #470184
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Davíð, ég veit ekki hvað þér var mikil alvara í að veltuvagninn væri til sölu en ég er að leita af svona bíl í slátur, hafðu samband í 897-2461, Stefán





    09.03.2003 at 10:09 #470186
    Profile photo of Davíð Freyr Jónsson
    Davíð Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 522

    hæ Davíð slöngu…. leiðinlegt að heyra með toyotuna þína þar sem hún var á leiðinni að verða flott…

    en fleiri en þú veltu þarna uppfrá… nefnilega ég líka.
    :(
    já ég velti cherokee þegar ég fór fram af smá hengju, endastakst og velti á hliðina og fór heilan hring… sem betur fer hæg velta…
    en ég og farþeginn sem var með mér sluppum ómeiddir sem betur fer….
    affelgaði eitt dekk,, komum lofti í það og brunuðum hópurinn af stað uppá skjalbreið, komum í bæinn þegar rökkva tók…

    sem betur fer voru ekki nýju kantarnir komnir á, það hefði toppað allt….

    þannig að þessi dagur var ekki góður fyrir Davíðs nafnið uppá fjöllum…….

    kveðja Davíð Dekkjakall…
    Mosó





    09.03.2003 at 12:08 #470188
    Profile photo of Páll Pálsson
    Páll Pálsson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 262

    Þið félagar Davíð og Davíð ættuð að ferðast í sama bílnum, þannig eyðileggið þið bara einn bíl í hverjum túr.
    Davíð dekkjakall, nú er þitt tækifæri komið að fá þér Toyotu úr því að sá blái er orðinn sibbinn…………..
    kveðja úr sveitinni sígrænu MOSO.
    Palli P.





    09.03.2003 at 12:39 #470190
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Ekki skánar það nafni, Cherokee farinn líka. Iss maður verður bara að taka þessu sem hverju öðru hundsbiti.

    Ég var með staðhæfingar í gær að ég tæki mér jeppapásu núna, en ég stóð mig að því áðan að kíkja á bílasölur, þetta er svo gaman!

    Er Cherokeeinn mikið skemmdur?

    Kv Davíð





    09.03.2003 at 15:04 #470192
    Profile photo of Davíð Freyr Jónsson
    Davíð Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 522

    Já það er spurning að fá sér eina alvöru toyotu svona fullvaxta (lengda eins og þú ert með pallip)

    en gæti farið svo að maður geri bara leiktæki sem maður getur þjösnast á úr cherokee????

    Davið Veltikall…..
    mosó..





    09.03.2003 at 15:07 #470194
    Profile photo of Davíð Freyr Jónsson
    Davíð Freyr Jónsson
    Participant
    • Umræður: 66
    • Svör: 522

    já Davíð nafni minn, svona er að vera með bíladellu á háu stigi…:)

    ertu að skoða breytta bíla eða?

    Davíð Rúllukall……
    Mosó.





    09.03.2003 at 16:56 #470196
    Profile photo of Davíð Örvar Hansson
    Davíð Örvar Hansson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 426

    Jamm ég set markið á að kaupa mér fullbreytt að þessu sinni, maður er búinn að hamast nóg í gamla rauð. Það eru nokkrir góðir á höfðanum.

    Er annars ekki málið að stofna stuðningshóp fyrir menn sem velta bílunum sínum, ég (Davíð bensín) og Davíð dekk getum verið formenn!! :)

    En það er alveg ótrúlegt að við skulum báðir velta á svipuðum slóðum, sama dag, vinnum á sama bílaplani og heitum báðir Davíð! Það hlítur að vera rétt sem fram kom áður að þetta ver ekki Davíðs dagur, að minnsta kosti ekki okkar.

    Kv. Davíð





    09.03.2003 at 17:13 #470198
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Hvað finnst aðstandendum 1000 bíla ferðarinnar um það hvernig til tókst? Veðrið var eins og best verður á kosið, en hvernig var þátttakan? Gerðist eitthvað sem er í frásögur færandi fyrir utan bílveltu Davíðs?





    09.03.2003 at 17:25 #470200
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Voru það þúsund bílar sem fóru í 1000 bíla ferðina?





    09.03.2003 at 20:06 #470202
    Profile photo of Axel Sigurðsson
    Axel Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 55
    • Svör: 1116

    ég heyrði menn giska á milli 6 – 700 bíla…





    10.03.2003 at 10:20 #470204
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sælir félagar.

    Jæja nú er kominn mánudagur og loksins er maður að fá máttinn aftur, eftir stuttar svefnnætur síðustu viku. Ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra og segi að þessi dagur hafi heppnast eins vel og hægt var að hugsa sér. Við náðum þó ekki 1000 bílum en get þó staðfest það að um og yfir 600 bílar voru í þessari ferð með okkur. Þá er ég búinn að telja alla frá 4×4, það fólk sem kom á brottfarastaðina (og fór í bíltúr) og einnig þá sem höfðu samband við mig á laugardeginum og voru á eigin vegum td upp á Langjökli og víðar. Þar voru nokkrir hópar sem ætluðu að koma í Kringluna, en það var svo gaman upp á jökli að þeir hættu við að koma tímanlega í bæjinn.

    Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til að þessi ferð gæti orðið að veruleika. Sérstaklega Benna Eyjólfs, Heiðari, Helgu og Gumma hjá B & L, Jóni Trausta og félögum í Heklu, Sigþóri og hinum hjá IH og skálanefnd 4×4 (og vinum þeirra) sem voru flottir í Kringlunni með kranan hans Gulla 40 metra upp í loft. Bræðurnir Friðrik og Sveinbjörn voru öflugir að vanda og þeirra hópur einnig. Aðrir staðarstjórnendur (Jói Jó MMC, Jói blikk Nizzan, Maggi Sturlu Land Rover …) og hópstjórar sanna það, að það sem klúbburinn tekur að sér, er gert með stæl.

    Sérstaklega skal þó minnst á þá sem lögðu til aur í púkkið (beint til 4×4), svo ferðin gæti orðið að veruleika. Skeljungur lagði til góða upphæð sem átti að standa straum af auglýsingum á Bylgjunni og skaffaði okkur límmiðan góða og lagði til kerru undir loftpressur. Kringlan greiddi okkur upphæð sem stóð undir öðrum kostnaði. Takk kærlega fyrir.

    Hekla lagði til sendibíl allan föstudaginn til að sækja búnað og Flytjandi lagði til sendibíl á laugardeginum undir súkkulaðið og snúðana. Reynir og Kjartan á Hótel Loftleiðum útbjuggu súkkulaðið sem Nói Síríus gaf okkur og var þessi drykkur alveg ótrúlega góður (og var heitur allan daginn). Mjólkursamsalan lagði sitt af mörkum, lét okkur hafa mjólk á mjög góðu verði og lánaði tanka undir herlegheitin. Kexsmiðjan seldi okkur snúða á góðu verði og Borgarhella lét okkur hafa pappaglös. Síðan skiluðum við öllu því sem var í heilum pakkningum.

    Stelpurnar sem sáu um allt í Kringlunni, voru frá Vesturlandsdeild og eins og þeim er von og vísa stóðu sig flott og ætluðu meira að segja að sjá um að laga Súkkulaðið, ef enginn annar hefði fundist. Alvöru stelpur !

    Setrið okkar var enn stærra og vandaðra en venjulega og þar komu margir að með styrktarlínur og auglýsingar, þannig að sá kostnaður við að gefa það út í stærra upplagi stendur undir sér. Ritnefndin og Litla Prent stóðu sig með prýði, eins og búast mátti við. Einnig útbjó Biggi fyrir okkur miða í alla undanfara bíla.

    Vífilfell gaf okkur gos til að láta starfsmenn ferðarinnar hafa og Ásbjörn Ólafsson gaf íste og fl í alla bíla sem ræstu frá Kringlunni.

    Ég er örugglega að gleyma að nefna einhverja og man td nú eftir Bylgjumönnum, sem stóðu sig vel í þessu samstarfi.

    Einnig er hægt allmennt að tala um þessa fínu heimasíðu okkar, sem gegnir stóru hlutverki í uppákomu sem þessari. Vefstjóri á heiður skilið að þessi síða er sem hún er.

    Bestu kveðjur,

    Palli.

    ps. Nú er bara að klára 4ra ferðahelgina…..

    P





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.