This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 22 years ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Fyrir þá sem ekki vita, þá ætlum við að fara í 1000 bíla dagsferð út frá borginni laugardaginn 8. mars nk. Það er búið að kynna þetta fyrir öllum stóru/helstu bílaumboðunum til að ná til fólks sem er ekki í félaginu okkar. Ætlunin er að fara að morgni frá umboðunum og jafnvel verða nokkrar ferðir í boði frá hverju og einu umboði. Þannig á að vera hægt að finna ferð sem hentar hverjum og einum, eftir tíma, erfileika og þh. Ætlunin er að allir endi ferðirnar í Kringlunni, en það er ekki alveg orðið að samkomulagi enn. Meira um þetta síðar, þegar allt verður orðið „naglfast“.
Þessi ferð er hugsuð sem kynning á félaginu okkar og því mikla starfi sem unnið er innan þess og vonandi fáum við mikið af nýju fólki til að heillast af starfseminni sem skráir sig síðan í félagið. Búið er að leggja nokkra vinnu í kynningu á þessu öllu saman, bæði í útvarpi og sjónvarpi.
Ástæða þess að ég skrifa þessar línur, er að afmælisnefndin gerir þetta ekki ein og þarf á mörgum að halda í þetta skemmtilega verkefni. Okkur vantar þennan dag um 70 – 90 félagsbíla til að nota í eitt og annað, eins og: Undanfara, eftirfara, hópstjóra, til staðar hjá umboðunum, búa til kakó (súkkulaði) í Kringlunni og fl og fl. Byrjað er að taka niður nöfn á lista sem liggur frammi í Mörkinni á fimmtudagskvöldum og eru nú þegar komnir um 25 bílar á listann. Auðvitað eru allir félagsmenn velkomnir í ferðina og þess vegna er best að heyra í því fólki sem vill leggja á sig smá vinnu, td eins og að vera hópstjórar. Búast má við að 20 bílar verði í hverjum hóp og það séu amk 1 – 3 bílar frá okkur í hverjum hóp, fer allt eftir hve margir eru tilbúnir í að vinna þetta með okkur.
Þess vegna langar mig að biðja fólk um að taka frá þennan dag í þetta verkefni. Þetta er eitthvað sem allir vilja geta sagt frá eftir 5 ár, 10 ár, eða 20 ár. Þarna var ég….
Set seinna inn í „tilkynningar“, þegar allt er klárt með nánari tímasetningaar og fl.
Einnig má segja frá því að félagsritið okkar Setrið kemur til með að vera enn veglegra en venjulega og kemur til með að liggja frammi hjá umboðunum þennan dag og vonandi líka hjá Shell bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á að virka sem leiðabók dagsins og almenn kynning á félaginu.
Kv
Palli.
You must be logged in to reply to this topic.