This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Hér koma 100 ástæður fyrir því að styðja við Ferðafrelsi, sem hægt er að gera með því að hafa samband við Ólaf Magnússon í síma 8444249 eða á netfangið olafurmag@gmail.com, Munið að margar hendur vinna létt verk.
Á liðnum áratug hefur verið markvist þrengt að ferðafrelsi álmennings af ríkinu, einstaklingum og öðrum sérhagsmunahópum. Með lokun á þjóðleiðum og heilum landsvæðum, fjölgun friðlanda og þjóðgarða þar sem reglugerðir þrengja verulega að ferðum almennings hvort heldur hann ferðast ríðandi hjólandi, eða á vélknúnu farartæki. Aðförin hefur gengið svo langt í ofverndun náttúrunnar að tjöldun, gæludýr og fleira er orðið óæskilegt á landsvæðum sem kallaðir eru garðar þjóðarinnar, og er orðið þjóð í þjóðgörðum orðið hreinlega fyndið eða sorglegt. Fjöldi lokanna og hertra reglugerða eru einnig í farvatninu og almenningur kemur ekki til með að átta sig á breytingunum fyrr er hann stendur andspænis lokunarskiltinu. Hérað neðan ætla ég að reyna víkka sjóndeildarhringinn og útskýra heildarmyndina á þeirri vá sem ferðafrelsi almennings er í. Hér eru nokkur dæmi um það sem hefur verið að gerast eða er í farvatninu á næstu misserum ef almenningur vaknar ekki.
You must be logged in to reply to this topic.