Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › 100 ástæður fyrir Ferðafrelsi
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón G Snæland 13 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
17.03.2011 at 20:24 #218017
Hér koma 100 ástæður fyrir því að styðja við Ferðafrelsi, sem hægt er að gera með því að hafa samband við Ólaf Magnússon í síma 8444249 eða á netfangið olafurmag@gmail.com, Munið að margar hendur vinna létt verk.
Á liðnum áratug hefur verið markvist þrengt að ferðafrelsi álmennings af ríkinu, einstaklingum og öðrum sérhagsmunahópum. Með lokun á þjóðleiðum og heilum landsvæðum, fjölgun friðlanda og þjóðgarða þar sem reglugerðir þrengja verulega að ferðum almennings hvort heldur hann ferðast ríðandi hjólandi, eða á vélknúnu farartæki. Aðförin hefur gengið svo langt í ofverndun náttúrunnar að tjöldun, gæludýr og fleira er orðið óæskilegt á landsvæðum sem kallaðir eru garðar þjóðarinnar, og er orðið þjóð í þjóðgörðum orðið hreinlega fyndið eða sorglegt. Fjöldi lokanna og hertra reglugerða eru einnig í farvatninu og almenningur kemur ekki til með að átta sig á breytingunum fyrr er hann stendur andspænis lokunarskiltinu. Hérað neðan ætla ég að reyna víkka sjóndeildarhringinn og útskýra heildarmyndina á þeirri vá sem ferðafrelsi almennings er í. Hér eru nokkur dæmi um það sem hefur verið að gerast eða er í farvatninu á næstu misserum ef almenningur vaknar ekki. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.03.2011 at 20:25 #723816
1 Árósarsamningurinn Í Febrúar 2009
Var Árósasamningurinn fullgiltur af ríkisstjórn ÍslandsRíkisstjórn Íslands
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra um að Árósasamningurinn verði fullgiltur hér á landi. Samningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
Samningurinn var gerður árið 1998 og öðlaðist gildi í október árið 2001. Þrjátíu og átta ríki undirrituðu hann auk Evrópubandalagsins, þ.á m. Ísland. Fjörutíu og eitt ríki auk Evrópubandalagsins hafa fullgilt samninginn, öll norrænu ríkin þar á meðal [color=#FF0000:22xs3vq4][b:22xs3vq4]að Íslandi undanskildu[/b:22xs3vq4][/color:22xs3vq4].
17.03.2011 at 20:26 #72381817.03.2011 at 20:28 #723820Bann við akstri um Vonarskarð, hér er hægt að skoða hve fáránleg rökin eru fyrir lokun Vonarskarðs http://blog.eyjan.is/fia/2010/10/04/ann … -jeppum-2/
17.03.2011 at 20:33 #723822Verndun [color=#FF0000:1os7irvj][b:1os7irvj]snigla[/b:1os7irvj][/color:1os7irvj] við Vík í Mýrdal, gott dæmi um hvernig hægt er að missa sig http://myrdalur.is/index.php/component/ … -2009-2013
17.03.2011 at 20:36 #723824Þegar Vatnajökulsþjóðgarðs hugmyndirnar voru á hugmyndarstigi og allt fram til haustsins 2008. Þá voru uppi hugmyndir um fjármögnum Vatnajökulsþjóðgarðs með fjárframlögum frá FL grubb, Fons, Kjalar, Baugi, Exista og fleiri fyrirtækjum sem nú sæta rannsóknum vegna efnahagsglæpa.
17.03.2011 at 20:39 #723826Vitleysan verður ekki toppuð. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra: Hegðun þáttagerðarmanna Top Gear verði rannsökuð http://www.visir.is/article/20100410/FR … 6/20080513
Hvernig skyldi þeirra glæparannsókn miða Svandís ?
17.03.2011 at 20:41 #723828Lokun á [color=#FF0000:1sn9ml1k][b:1sn9ml1k]öllu norðausturlandi fyrir öðrum en gangandi[/b:1sn9ml1k][/color:1sn9ml1k]. Steingrímur J Sigfússon ráðherra fékk þá flugu í höfuðið að loka öllu hálendis svæðinu austan Dettifossvega og norðan þjóðvegar 1 um Möðrudalsöræfi fyrir öllum akstri
17.03.2011 at 21:03 #723830. Úr drögum að Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Hraunhellar eru lokaðir almenningi og sérstakt leyfi þjóðgarðsvarðar þarf til að fara í þá.
Heimilt er, með almennum reglum sem þjóðgarðurinn setur, að opna fyrir umferð um hellana. Skilyrði er að hún sé á ábyrgð og undir leiðsögn þjálfaðra leiðsögumanna sem uppfylla kröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi innan þjóðgarðsins. Þessu var reddað á síðustu stundu af skynsömum mönnum, m.a af Degi Bragasyni
17.03.2011 at 21:06 #723832. Í fjárhagsáætlunarspá vegna Vatnajökulsþjóðgarðs, þá var megin þemað í fjárhagspánni orðin “[color=#FF0000:ald4ye63][b:ald4ye63]EF, hugsanlega, kannski[/b:ald4ye63][/color:ald4ye63]” og orðasambönd í svipuðum stíl, samt tóku þeir sem höfðu með málið að gera, spánni sem heilögum sannleika.
17.03.2011 at 21:08 #723834Ummæli eins þjóðgarðsvarðar í Vatnajökulsþjóðgarði: Ef ég fengi að ráða, þá ætti að [b:1x6aicz0]loka öllum slóðum innan Vatnajökulsþjóðgarðs[/b:1x6aicz0].
( þessi þjóðgarðsvörður hefur mikil áhrif á gang mála í þjóðgarðinum og innan stjórnsýslunnar)
17.03.2011 at 21:10 #723836Gjaldtaka hefur verið reynd við Kerið af einkaaðilum, svonefnt [color=#FF0000:275zkypy][b:275zkypy]glápgjald[/b:275zkypy][/color:275zkypy] (þ.e greiðslur fyrir það að horfa á náttúruna) http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=505499
17.03.2011 at 21:13 #723838Í Guðlaugstungum, gríðarlega stór friðlýstu svæði, er til að mynda óheimilt að vera með lausa hunda, þar sem lausir hundar geta truflað dýralíf þ.m.t. sauðfé. Það sem er merkilegt við þetta ákvæði er að Guðlaugstungur eru friðlýstar sem stórt og víðfermt votlendi og sérstakt rústasvæði. Með öðrum orðum friðlýst með tilliti til jarðfræðimyndana. Af hverju þarf þá að banna lausagöngu hunda allt árið? Er ekki eitthvað bogið við þetta.
17.03.2011 at 21:14 #723840Samkvæmt verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarðs á að loka 1 km afleggjara af F910 vestan Vaðöldu að upptökum Svartár. Þarna er ekið um svarta sanda og hætt á landspjöllum hreinlega 0. Þarna sprettur Svartá fullsköpuð upp úr sandinum og er staðurinn einstaklega áhugaveður fyrir ferðamenn.
17.03.2011 at 21:17 #723842Lokanir við Svartá geta tengst áhuga Vatnajökulsgarðsmanna um það að skapa svo nefnd ósnortin [color=#FF0000:2pbewu1s][b:2pbewu1s]víðerni[/b:2pbewu1s][/color:2pbewu1s] (það eru svona svæði sem lúkka vel á kortum og telja umhverfisöfgamenn að hægt sé að skreyta sig með því í kokteilboðum með útlendingum)
Þ.a svæðið á að taka til Holuhrauns, en í áætlunum gleymdist að það er vegur upp á Vaðöldu, sem er þar vegna ljósavélar og endurvarpa Neyðarlínunnar (Tetra) og einnig endurvarpi Vodafone (gsm) þetta mun því eyðileggja víðernið en umhverfisöfgaliðið gleymdi þessum mannvirkjum, einsog svo mörgu öðru.
17.03.2011 at 21:32 #723844[b:247owa29]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:247owa29] þann 25 júní 2009 var skipað Svandís Svavarsdóttir aðgerðarteymi til að koma á átaki til að verja viðkvæma náttúru Reykjanesfólkvangs. . (Formaður teymisins er Ólafur Arnar Jónsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar).
Yfirskrift átaksins er Á réttri leið á Reykjanesi. Í kjölfarið sendi Ferðaklúbburinn 4×4 og mótorhjólamenn Svandísi netpóst og buðu fram aðstoð sína. Svandís svaraði póstunum og fagnaði aðkomunni. Síðan þá eru liðnir um mörg hundruð daga og ekkert frekar hefur gerst. Aðgerðateymið á að efla og samræma störf ýmissa aðila en í teyminu sitja fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu, Reykjanesfólkvangi, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum, lögreglunni á Suðurnesjum, Umhverfisstofnun og Landgræðslunni. Teyminu er m.a. ætlað að [color=#FF0000:247owa29][b:247owa29]koma á samráði[/b:247owa29][/color:247owa29] við félög áhugafólks um útivist og akstur í Reykjanesfólkvangi, lagfæra jarðvegsskemmdir eftir akstur utan vega og sjá um lokun slóða sem óheimilt er að aka.
http://www.nattura.is/frettir/4634/
17.03.2011 at 21:35 #723846[b:3u0ao0ih]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:3u0ao0ih]
Viðbrögð F4x4 vegna aðgerðaráætlunarÍ júní lok 2009, sendi Magnús Guðmundsson formaður umhverfisnefndar kveðju frá Umhverfisnefnd Ferðaklúbbs 4×4 til aðgerðarteymis sem stofnað var til starfa á Reykjanesi.
Þar var Aðgerðateyminu á Reykjanesi boðin aðstoð Umhverfisnefndar f4x4 til að vinna gegn landsspjöllum á Reykjanesinu.Góðan daginn.
Ég undirritaður skrifa ykkur fyrir hönd Ferðaklúbbsins 4×4.
Þannig er að við sáum fréttatilkynningu um stofnun "Aðgerðateymis til starfa á Reykjanesinu" sem hæstvirtur umhverfisráðherra stofnaði til með aðkomu ýmissa aðila.
Nú er það svo að við í Ferðaklúbbnum 4×4 höfum í mörg ár gert allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við utanvegaakstri og landspjöllum. Við erum nú þegar í samstarfi við umhverfisstofnun og fleiri aðila í þeim tilgangi.
Við erum líka með sérstakar ferðir okkar félagsmanna til að stika slóða og laga villuslóða á hverju hausti ásamt því að fara í sérstakar landgræðsluferðir í júní á hverju ári. Um Jónsmessuhelgina fórum við í þá árlegu ferð í Þjórsárdalinn, en þar erum við að vinna með Skógrækt og landgræðslu ríkisins við endurheimtur á Hekluskógum og stoppa landrof. Það er því auðsýnt að þetta er okkur hjartans mál.
Viljum við því með þessum pósti bjóða fram aðstoð okkar við þetta verkefni, þar sem við höfum reynslu í að takast á við þetta.Virðingarfyllst
f.h Umhverfisnefndar F4x4
Magnús Guðmundsson nefndarformaður
17.03.2011 at 21:36 #723848[b:10gzmbw6]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:10gzmbw6]
Svar barst fljótlega frá Svandísi.Heill og sæll Magnús
Kærar þakkir fyrir að hafa samband. Það er mikill vilji til þess að nýta ykkar þekkingu og allra þeirra sem til þekkja í þessu verkefni. Ég sendi Sesselju Bjarnadóttur afrit af þessu og hún mun hafa samband fyrir hönd hópsins.
Bestu kveðjur,
Svandís
17.03.2011 at 21:39 #723850[b:2g2s9gm2]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:2g2s9gm2]
Spennan eykst og fleiri vilja vera meðFerða og útivistarfélagið SLÓÐAVINIR
Senda póst til Svandísar Svavarsdóttur þann 25.08.2009 vegna viðtals sem tekið var við Ólaf Arnar Jónsson á Rás 1. Og senda cc á Sesselju BjarnadótturSæl Svandís
Ég heyrði á Rás 1 áðan viðtal við Ólaf Arnar Jónsson hjá Umhverfisstofnun þar sem hann er aðeins spurður um starfshópinn sem ætlar að skoða málefni Reykjanesfólkvangs. Það sló mig að heyra að starfinu eigi að ljúka um áramót og að það hafi byrjað fyrir nokkru síðan. Ég hef enn ekki orðið var við að til okkar væri leitað, né annarra sambærilegra hagsmunaaðila og Slóðavina.
Mér þætti mjög gott að fá upplýsingar um starfið og þau markmið sem starfshópurinn er að vinna eftir.
Í máli Ólafs áðan vísaði hann í samráð við hagsmunaaðila, en svona þér að segja þá hefur verið heldur lítið um uppbyggilegt samráð í þeim starfshópum sem vinna að málefnum aksturs á vegslóðum, að undanskildum fræðsluhópnum sem Ásgeir hjá UST stýrir. Þetta samráðsleysi veldur tortryggni og gerir það að verkum að hagsmunahópum finnst að sér vegið. Ef árangur á að nást í þá veru að koma böndum á óæskilegan akstur í náttúru íslands verður að taka hagsmunahópa með í vinnuna frá upphafi, jafnvel þó flækjustig vinnunnar aukist aðeins.Með kveðju,
Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir
17.03.2011 at 21:41 #723852[b:2w7485e9]REYKJARNESFÓLKVANGUR [/b:2w7485e9] Svar Svandísar Svavarsdóttur var á þessa leið:
svandis.svavarsdottir@umh.stjr.is wrote:
Heill og sæll!
Það er mikill vilji til þess að vera í nánu samráði við alla sem til þekkja og alveg ljóst að starfshópurinn mun hafa samband og samráð við Slóðavini. Ég sendi Sesselju afrit af þessum pósti og bið hana að hafa samband.
Bestu kveðjur,
Svandís
17.03.2011 at 21:45 #723854[b:3vty4f6e]REYKJARNESFÓLKVANGUR[/b:3vty4f6e]
Að lokum gerðist nákvæmleg ekki neitt og ekkert samráð eða samskipti.
Stjórn Reykjanesfólkvangs
Í fundargerð Reykjanesfólkvangs frá 24.09.2009 kemur fram:
Fundur í Stjórn Reykjanesfólkvangs 24. sept. 2009.
Borgartúni 12-14 kl. 16.00
Mættir: Ólafur Örn Haraldsson, formaður, Kristján Pálsson, Reynir Ingibjartsson, Óskar Sævarsson, Auður Hallgrímsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Egill T. Jóhannsson.Auk þeirra sátu fundinn: Ólafur Jónsson UST, Magnús Sigurðsson starfsmaður fólkvangs og Þórólfur Jónsson sem ritaði fundargerð.
2. Utanvegaakstur
Formaður lagði til að fara í mun harðari afstöðu gegn utanvegakstri en hingað til hefði verið og beita til þess öllum brögðum ekki síst að reyna að ná athygli fjölmiðla. Sagt frá störfum s.k. átaksteymi sem er skipað af umhverfisráðherra til að koma með tillögur til aðgerða gegn utanvegaakstri í fólkvangnum. Teymið er skipað 7 mönnum, fulltrúar frá sýslumanni í Reykjanesbæ, frá Landgræðslu, Vogum, Umhverfisráðuneytinu, Umhverfisstofnun, Grindavík og fólkvangnum. Fulltrúi fókvangsins er Óskar Sævarsson sem þess utan er fulltrúi Grindavíkur og Ólafur Jónsson situr í teyminu frá UST.
Stefnt er að því að teymið skili áfangaskýrslu til umhverfisráðherra á næstu vikum.
Í stjórninni er áhugi á að herða mjög afstöðu gegn akstri í fólkvanginum og óskað eftir því að því verði komið til skila til átaksteymisins.
Stjórnin ákvað að undirbúa tillögur til samþykktar á næsta fundi sem innihéldi mun harðari afstöðu en hingað til hefur verið og reyna að ná athygli fjölmiðla.Slóðavinir
Slóðavinir héldu einnig félagsfund þann 17.11.2009 þar sem fjallað var um ferðafrelsi og Reykjanesfólkvang. Sjá nánar hér (http://www.slodavinir.org/index.php?opt … catid=1:fréttir )
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.