Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › 1. júlí
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 19 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.06.2005 at 11:45 #196070
Gleðidagurinn mikli er á morgun. Svo ekki gleyma að fylla alla dalla í dag.
Ódýrasta verðið í dag er í Orkunni 56,5 AO og ÓB eru með 56,7.
Olíukveðjur Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.06.2005 at 11:58 #524574
Og ég sem er með bílinn bremsulausan á búkkum!
-haffi
30.06.2005 at 15:29 #524576Er kominn með 1300 ltr.það verður duga vegna plássleysis.
Kv.
Glanni
01.07.2005 at 09:34 #524578Jæja eru allir búnir að vera að hamstra. Verð að viðurkenna að ég er mús því ég aulaðist ekki til þess að gera meira en að fylla tankinn
Hvernig líður diesel mönnum annars að sjá 110 kr. á dælunni við dieselinn ? Mér líður eiginlega eins og bensínsvola….. hálfgerð ónot í maganum að þurfa að borga alla þessa peninga svona strax við dælu…..
kv
Agnar
01.07.2005 at 10:22 #524580Að hafa diselinn svona dýrann. Í Danaveldi er diselinn ennþá ca 10% ódýrari en bensínið, þrátt fyrir "heimsmarkaðsverð". Kannski það sé eitthvað annað heimsmarkaðsverð í gildi í kóngsins köben? Hvur veit.
Allavega, það verður skrýtið að þurfa að punga út 20.000 kr til að fylla fákinn. Hræddur um að ferðamennskan breytist eitthvað hjá manni.
Svartur dagur fyrir okkur.
En svo maður líti nú á jákvæðu hliðarnar, þá er nú orðinn "raunhæfur" kostur að fá sér alvöru vél í fákinn.
kv
Rúnar.
01.07.2005 at 10:36 #524582Þetta er ljóta vitleysan….
109 kr og 20 aurum ódýrari en bensín…. :/
Kv
Helgi
01.07.2005 at 13:20 #524584sums staðar er dísellinn dýrari ….
01.07.2005 at 13:54 #524586Það að vera með dísilolíu á sama verði og bensín er alveg útí kú,og öll þau fúkyrði sem hægt er að hrækja útúr sér.
Nú verða Dísilökumenn að koma saman og hreinlega öskra sig hása og með flautuna á fullu.
Þessu verður að mótmæla og þá á ég við að MÓTMÆLA en ekki einhverjan kröfuakstur til að afhenda eitthvað bréf sem hefur ekki nokkuð að segja.
Kveðja
JÞJ
01.07.2005 at 14:14 #524588
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki er mikið að marka pólitíkusana frekar en fyrri daginn, eða öllu heldur sýnir þetta olíugjaldsmál hvað lítil áhrif ráðherrar hafa á endanlega niðurstöðu. Maður gat ekki skilið það öðruvísi en að ekki ætti að hækka álögur á hinn almenna notanda Diesel olíu, heldur væri þetta bara breytt innheimtuaðferð. Nú var lag olíufélögin lágu vel við höggi og gott að demba þessum hausverk á þau. Það virðist engu skipta þótt markmiðin renni út í sandinn eitt af öðru, áfram skal haldið og ekki annað að sjá en þessi breyting sé jafn líkleg til að auka sölu á bensíni á kostnað Diesel olíu, þrátt fyrir góð umhverfisáform um annað.
Ekki kem ég auga á hvað ætti að hvetja fólk til að kaupa frekar diesel bíl, fæstir eru mjög mjög umhverfisvænir þegar kemur að budduni, ef val er um annað odýrara. Ekki veit ég heldur hvernig eftirlitinu verður háttað, kannki plat myndavélar og pappa (olíu)löggur. Allavega verður frekar óspennandi að vera stoppaður í tíma og ótíma af geðylllri olíulöggu af því maður ekur diesel-bíl sem þarf að "blása í blöðru". Kannski er maður of svartsýnn á þetta, en eftirlitið getur orðið þannig að maður fár sér bara bensínbíl.
Núna eftir að olígjaldið kom á hefur eldsneytisreikningurinn hækkað um uþb. 5 þús.kr. á ári fyrir Diesel-jeppaeiganda, m.v. 14 lítra jafnaðareyðslu og 20 þús. km akstur á ári. þessi munur er að sjálfsögðu töluvert meiri fyrir þá sem voru á fastagjaldinu og aka mun meira á ári. Sem dæmi tæplega kr. 200 þús. á ári, fyrir 2,5 tonna bíl (á fasta gjaldinu) sem ekið er 40 þús. km á ári og eyðir 18 á hundraði.
ÓE
01.07.2005 at 14:25 #524590Ég verð nú að viðurkenna það að ég er svolítið undrandi á þessum þyrnirósum. Eru menn fyrst nú að átta sig á að díselolían hefur fengið nýtt verð, hér erum við búnir að tala um þennan fjan….. í alla vetur, reikna og bölsótast, blóta Harde, fara í fjölda akstur ofl. ofl. Svo ryðjast menn fram á ritvöllinn eins og þetta komi þeim á óvart ???? ma. ma. maður bara skilur þetta ekki.
Góðar sumarkveðjur, sjáumst þegar hátíð gengur í bæ.
kv. vals.
01.07.2005 at 14:29 #524592Munar 1,2kr núna hjá AO. 107,7 vs. 108,9
-haffi
01.07.2005 at 14:42 #524594Ég skil ekki hvað Óskar á við með því að ráðherrar hafi ekki áhrif niðurstöðu. Það var pólitísk ákvörðun að hafa skttlagningu á olíu hærri en á bensín, það vriðist vera ætlunin þótt búið væri að lofa því að olían yrði ódýrari en bensínið. Gallinn er bara sá að munur á innkaupsverði á olíu og bensíni er breytilegur frá einum tíma til annars. Eðlilegast væri að hafa sama skatt á olíu og bensín, og sá skattur ætti að vera verulega lægri en hann er nú, enda stærsta hjallanum í uppbyggingu vegakerfisins lokið.
Það er af hinu góða ef verkefni eins og Héðinsfjarðargöng, uppbyggðir hálendisvegir eða Sundabraut verða lögð á hilluna.-Einar
01.07.2005 at 15:44 #524596Einfalt reiknisdæmi:
Í gær kostaði líterinn kr 59.- og hver km í þungaskatti 6.91.-
Sem þýðir að bíll sem eyðir 14 lítrum á 100 km og keyrir 20.000 á ári kostar á ári 303.400.-
En í dag kostar líterinn 110.- og engin skattur sem þýðir á sama bíl 308.00.-
Munurinn er óverulegur, en ef bíllin eyðir meiru þá fer dæmið að vera enn óhagstæðara en aftur á móti ef hann eyðir minna þá ertu farin að græða.
Semsagt að endurnýja heimilisbílin og fá sér dísil fólskbíl tila að spara fyrir túttujeppanum (eyðslunni) virðist vera málið.
En auðvitað erum við eflaust allir samála því að þetta sé einum of mikið að skella þessari krónutölu á lítran, það hefði verið nær að hafa þetta bara lægra (svona ca 10-15kr) og setja bara gjaldið á alla olíu hvort sem hún ætti að fara á 37 tonna Komatshu eða 1800 kílóa Hi-Lux.
Með gjaldakveðju
Austmann
03.07.2005 at 18:09 #524598Er ekki allt í lagi félagi???
Af hvaða ástæðu 37 tonna jarð ýta að borga jafn mikið fyrir olíuna og fólksbíll eða jeppi???
Þessi skattur er fyrir vegakerfið, þó svo að hann skili sér ekki allur þangað.
Með þessum orðum þínum þá ætti skipafloti landsins líka að borga sama verð og bílarnir, ég er ekki alveg að sjá hvaða vegi uppi á landi skipin nota til að komast leiða sinna.
En ég er sammála um að þessi skattur sé landi okkar til skammar þar sem að ekkert land á Norðurlöndunum er með jafn dýra dísel olíu og bensín. (Miðað við það sem ég fann á netinu) Og ef þessu er velt upp og grandskoðað þá er þetta notendum engann veginn til hagsbóta.
Svo er eitt enn, hvernig stendur á að Íslendingar geta aldrei mótmælt???? Gerum eitthvað róttækt í staðinn fyrir að gjamma bara alltaf í okkar eiginn horni þar sem það verður aldrei neitt nema gjamm.
MÓTMÆLUM af FULLRI alvöru, mætum ÖLL sama dag og þingið fer í gang aftur og lokum ÖLLUM aðkomuleiðum að Alþingishúsinu. Þannig að þegar ráðherrarnir eru mættir þá komast þeir ekki heim fyrr en búið er að lofa einhverri breytingu.
Af hverju þorum við aldrei neinu???
Reynum nú einu sinni að sanna að við erum með munninn fyrir neðan nefið þegar þarf á því að halda í staðinn fyrir að vera alltaf að væla yfir einhverju sem gerist einfaldlega útaf því að við mótmælum ekki.
Enn og aftur nefni ég Frakkland sem dæmi, þó svo að þeir skaði oft á tíðum meira með mótmælum sínum að þá ná þau fjandi oft tilætluðum árangri.
Mótmæla kveðja
Sigurður Friðriksson
04.07.2005 at 17:20 #524600Samkvæmt frétt mbl.is þá er díselinn hjá Esso kominn 80 aurum hærri en bensín….
Ég er til í mæta í mótmæli….
Kv
Helgi
04.07.2005 at 17:41 #524602Mótmælin þarf að vanda, að vera bara fyrir og með skæting hjálpar ekki málstaðnum. Það væri miklu meira vit í að fá einhvern tungulipran í Kastljósið eða Ísland í dag til að útskýra hversu absúrd staðan er eftir þessa lagaetningu (sem hafði þó göftugt markmið en hvarf í meðförum þingsins).
Annað sem þarf að skoða er verðmunurinn á nýjum bensínbíl vs. dísel. Ég sá þátt (Top Gear) þ.s. borinn var saman 2 eins VW bílar , annar dísel hinn bensín. Þar kom fram að dísilbíllinn var annaðhvort jafndýr eða aðeins ódýrari. Er það venjan erlendis? Af hverju er dísilbíllinn dýrari hér á landi??? Vörugjöld? Álagning umboða?
-haffi
04.07.2005 at 18:03 #524604Sæll öll
Nú er verið að tala um enn ein mótmælin, sem er gott og blessað og ekkert að því, en enn og aftur er BARA verið að tala um að mótmæla há verði á DÍSEL en ekki há verði á BENSÍNI, og leikur mér forvitni á að vita afhverju er ekki mótmælt há verði á BÁÐUM eldsneytunum.
Nú er FÍB að gagnrýna hátt verð á bæði dísel og bensíni, mér finnst að við félagar í F4x4 á Íslandi eigum að mótmæla alltof háu verði á bæði DÍSEL og BENSÍNI, þannig að jafnt gangi yfir ALLA félaga hvort sem þeir aka um á dísel- eða bensín bíl.
Kv
Snorri Freyr
04.07.2005 at 20:33 #524606Varðandi það sem Brutal var að tala um – að það ætti ekki að vera sama olíugjald á jarðýtum og bílum….
Þetta er auðvitað rétt, þar sem þessum skatti er ætlað að borga fyrir vegakerfið okkar (þó að raunin sé því miður að aðeins lítið brot af því skilar sér þangað).
En við megum heldur ekki gleyma því að ökutæki yfir 10 tonn verða ennþá í gamla kerfinu – sem er mun hagstæðara fyrir stór tæki sem eyða miklu, en ósanngjarnt gagnvart okkur á "litlu" bílunum þar sem við erum að borga fyrir slit sem er ekki eftir okkur.
Það er skiljanlegt að t.d. kranabílar séu á undanþágu, þar sem þeir eru meira og minna standandi inni á vinnusvæðum – en steypubílar eru það líka, og þeir eru stanslaust á ferðinni um borg og bý og slíta vegakerfinu á við heilu hverfin af fólksbílum.
Mér skilst reyndar að ástæðan sé sú að einn af eigendum BM Vallár hafi verið í nefndinni sem lagði til hvernig innheimta olíugjaldsins fari fram.
ERGO: Íslensk stjórnmál líkjast þeim bandarísku og ítölsku meira og meira með hverjum deginum. Það eru öfl í viðskiptaheiminum sem stjórna landinu í gegnum fáfróða og eftirtektarlausa stjórnmálamenn sem hafa sjálfir ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera.
Eini munurinn er kannski sá að erlendis tíðkast oft að hlaða peningum undir rassinn á svona pólitíkusum en við Íslendingar erum svolítið spes – það er nóg fyrir okkur að fá að vera með, þá erum við sátt.
Ef dísellinn væri ekki enn dýrari í UK væri maður sennilega fluttur út
Kv.
EE.
05.07.2005 at 09:45 #524608Sæll Einar!
""""En við megum heldur ekki gleyma því að ökutæki yfir 10 tonn verða ennþá í gamla kerfinu – sem er mun hagstæðara fyrir stór tæki sem eyða miklu, en ósanngjarnt gagnvart okkur á "litlu" bílunum þar sem við erum að borga fyrir slit sem er ekki eftir okkur.""""
Þú talar um að bílar yfir 10 tonnum verði áfram í gamla kerfinu, semsagt að það verði innheimtur þungaskattur áfram af þeim miðað við ekinn fjölda kílómetra. En þú gleymir einu, þeir þurfa líka að kaupa olíuna á sama verði og við hin sem gerir það að verkum að þeir verða MIKLU dýrari í rekstri. Þeir hafa enga heimild til að keyra á litaðri olíu. Þetta fer sjálfkrafa útí samfélagið sem hækkun á flutningum, sem þýðir verðhækkun á flestum vörum.
Þessi breyting á olíugjaldinu hefur miklu meiri áhrif á þjóðfélagið en nokkurn mann órar fyrir. Þetta er eitthvað sem kemur útí verðlagið á allt annan hátt en fólk sér í beinu með hækkun lítrans.
Ég held að við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Ekki bara sitja og blaðra. Einn maður segir ekkert í þessu sambandi. Við verðum öll að taka okkur saman í andlitinu og standa saman að þessu sem einn hópur en ekki sem fullt af einstaklingum.
Hvernig væri að stofna félag??? Félag sem tekur á þessum málum fyrir alla.
Er það ekki eitthvað sem þarf að taka til athugunar?
Kv Siggi
22.07.2005 at 22:47 #524610ég var að koma úr sumarfríi frá danmörk og færeyjum veðrið á bensíni í Danmörk var um 100kr en á dísel var á 86 kr en svo komum við til færeyja þar kostaði bensinið 83 kr en dísel kostaði 60 -65 krónur man það ekki alveg.
vildi bara látta ykkur vita af þessukv Ási
22.07.2005 at 22:58 #524612Fyrir að mynna okkur á það hversu mikið við erum tekinn í rassgatið af stjórnvöldum og olíufélögunm öllum.
Ég hélt að ég myndi ALDREI segja þetta en ég er feginn að vera bíllaus sem stendur :D:D
Kv
Snorri Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.