Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › 1 Apríl
This topic contains 61 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörtur Sævar Steinason 16 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.03.2008 at 21:41 #202205
Jæja nú er loksins komið plan fyrir 1. Apríl mótmælin. sjá forsíðu.
Nú er tækifærðið að sýna samstöðu og mæta……
allir að dunda um helgina við að búa til spjöld og eitthvað skemmtilegt til að halda á eða hengja á bílanna.
Spurning hvort einhver taki að sér námskeið í svona föndri……
Kveðja Lella -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.03.2008 at 21:44 #618704
Þetta er nokkuð öflugt apríl gabb, láta alla mæta eitthvert og sitja svo skellihlæjandi heima.
Geri nú samt ráð fyrir að þetta sé ekki gabb.. eða??Kveðja
Einn ekki viss… eða??
28.03.2008 at 21:54 #618706Mæli með því að fólk gangi eða hjóli. Ekki styrkja þá sem mótmælin beinast gegn með því að brenna eldsneyti og bæta í pyngjuna hjá þeim.
28.03.2008 at 22:22 #618708Samála þér Aron !
Kv .Smári K
28.03.2008 at 22:49 #618710Já endilega að mæta hvernig sem við förum að því að koma okkur á staðinn.
Við viljum ALVÖRU LÆKKUN ekki einhvern 5-10 kall það skiptir engu máli úr því sem komið er hvort maður borgar 170 eða 180 kr fyrir líterinn.jafn fátækur eftir sem áður.
Hvet alla til að afrita(copy) textan af forsíðunni og senda til allra sem þið þekkið og hvetja til að mæta.
Kveðja,
Glanni
28.03.2008 at 23:02 #618712Nei þetta er sko ekki apríl-gabb
Mér finnst bara að það sé verið að djóka í okkur með öllum þessum hækkunum og bulli þannig að mér fannst einhvernveginn ekki neinn annar dagur koma til greina. Þar fyrir utan eru þingmenn í páskafríi þar til 31 mars þannig að já þetta er fúlasta alvara
Kveðja Lella
29.03.2008 at 00:03 #618714Nei, það er erfitt að sjá eitthvað fyndið við þetta yfirgengilega eldsneytisverð.
Það vill til að það er mjög "bissí" dagur hjá þinginu þennan dag og því alveg kjörið að trufla þá við að úthugsa einhverja nýja skatta sem þeir gætu klínt á okkur í viðbót:)
Er ekki kjörið að fjölskyldufólk og bíleigendur á Akureyri sameinist á sama tíma á einhverjum góðum stað og mótmæli líka, það væri snilld.
Drifkraftar á Akureyri og víðar óskast.
Kv.
Glanni
29.03.2008 at 05:57 #618716Mótmæli vörubilstjóra hafa þróast með þeim hætti að, fáir eiga samleið með þeim. Þar sem þeir eru að draga annað en eldsneytisverð inn í umræðuna s.a.b vökulög/aksturstíma og aðstöðu fyrir bílana þegar þeir taka pásur.
Ferðaklúbburinn er að vissuleiti að gera það sama, kannski hefði verið markvissara að fara fram á eitthvað ákveðið t,d að fá vask felldan niður af eldsneyti. Einnig hefði mátt bæta því við í kröfurnar að samkeppnisstofnun kannaði aftur olíufélöginn, og þá hvers vegna það er misræmi milli hækkana og lækkunar á eldsneyti. Þ.a.s það má ekki minnast á hækkun erlendis þá er búið á hækka á íslandi en svo þegar eldsneyti lækkar erlendis. Þá draga olíufélöginn lappirnar með lækkanir. Þetta er FÍB búið að benda á árum saman er ekkert er gert í því, þó svo að allir viti af þessu ósamræmi.
Hugmyndin að mæta niður á Austurvöll er í sjálfum sér ágæt, mér hefði þó þótt eðlilegra að legg á það áherslu að mæta á jeppunum og blokkera allar götur í nágrenni alþingis, á meðan á mótmælum stendur. Enda ber nú meira á jeppunum en einhverjum göngu hóp með mótmælaspjöld fyrir framan alþingi. Svo er það mun myndrænna fyrir frétta menn að mynda mikinn hóp jeppa þvers og kruss í miðbænum og vekur því meiri athygli myndi ég halda.
En annars styð ég Lellu og Glanna heilshugar, því þau hafa hugrekki til þess að gera eitthvað, þó svo að ráðamenn muni vafalaust benda okkur á það að fá okkur bara sparneyttari jeppa. Því einhvernvegin finnst mér við ekki sérlega trúverðugur hópur, þ.a.s við erum ekki hópurinn sem sparar. Við erum hópurinn sem stækkar dekkin og vélarnar.
29.03.2008 at 10:43 #618718Þessi hópur sem hefur hæðst meðal jeppamann er einmitt þeir sem aka um á vörubílum eða mjög þungum díseljeppum en þeir eru sem betur fer ekki margir og eru vægast sag mjög ótrúverðugir í mótmálaaðgerðum. Ég held að það sé mjög misráðið að f4x4 séu í einhverju samráði eða samvinnu við vörubílstjóra því hagsmunirnir fara engan veginn saman. Olíuverð er einfaldlega ekki hagsmunamál f4x4 og það er fárálegat að þessi spjallsíða sé meira minna upptekinn af þvargi um olíuverð. Ég stend með þrótturumum í sinni baráttu en finnst jeppamen sem taka þeirra barátu til sín vera fárálegir. Sem umhverfisverndarsinna þá fagna ég frekar hækkun olíuverðs ef það mætti vera til þess að fækka vörubílum á fjöllum.
29.03.2008 at 11:42 #618720Hvaða bull er í þér gummij……..
Auðvitað er þetta hagmunamál klúbbsins því ef heldur áfram sem horfir er það ekki heildin sem hefur efni á því að fara á fjöll. Ég get alveg fengið mér annað áhugamál en samt sem áður hefur eldsneytisverð áhrif á verðbólgu og vísitölu þannig að þetta hefur gífurleg áhrif á öll heimili í landinu.
og hvort við erum trúverðugur hópur er svo annað mál enda leggjum við áherslu á að við erum að gera þetta fyrir fólkið í landinu ekki að við getum haldið áfram að leika okkur.
Og gummij vörubílarnir eru að eyða svipuðu eða minna eldsneyti en margir minni jeppar.
Kveðja Lella
29.03.2008 at 12:05 #618722Ef ég er að bulla lella hvað ert þú þá að gera þegar þú heldur fram að þungur bíll eyði ekki meiru en léttur. Ég er að reyna að vera málefnalegur og benda á aðra hlið á málinu þá ferð þú að bulla um einhverja nýar eðlisfræðikenningar.
29.03.2008 at 13:34 #618724Bull eða ekki bull málið er að allir þurfa að nota eldsneyti
þó svo að það sé ekki til þess að leika sér heldur bara til dagsdaglegra verka, svo sem vinnan, búðin, ættingjar
og fleira. Persónulega skiftir það mig ekki máli hvort ég sá á bensínháknum mínum eða litlu smábæjar dollunni það er alltaf sárt að þurfa að fylla þessa bíla af bensíni því það er virkilega dýrt og tala ég ábyggilega fyrir hönd margra þegar ég segi að það sé sárt að fylla bílinn af eldsneyti. Þess vegna engin rifrildi bara fylkja liði og mótmæla, við vinnum best sem ein heild.
Kv.Steinar
29.03.2008 at 13:36 #618726Þið eruð snillingar (nú er ég að vísa í fleiri þræði en þennan eina)
Í stað þess að fagna því að það eru til Íslendingar sem að þora og gefa sér tíma í að mótmæla þá eru menn að hnýta í þá, fordæma og tala niður aðgerðir þeirra.
Þetta hefur ekkert með það að gera hvaða bílar eyða mestu heldur þá krónutölu sem að hver og einn þarf að borga fyrir líterinn af eldsneyti.
–
Ef að við viljum knýja fram lækkun á eldsneytisverði þá gerist það ekki bara þannig að Lella & Glanni mæti niður á alþingi með eitt 44" dekk og 2-3 bíla og segja: Við vildum bara minna ykkur á að okkur finnst eldsneytisverðið dááálítið hátt. Eru þið ekki til í að lækka það… á morgun væri gott.
Þetta snýst um úthald, vera tilbúin til að vera með mótmæli í langan tíma og sýna það að okkur er full alvara með þessum aðgerðum, þetta sé ekki eitthvað sem að líði hjá. Það hjálpar til að dreifa álaginu á milli hagsmunafélaga (t.d. aðgerðir trukkabílstjóra) og núna 1. apríl er komið að okkur. Kl. 16:00 að staðartíma ætlum við að fjölmenna niður að alþingi og afhenda kröfur okkar um að ríkið lækki/afnemi álögur á eldsneytisverði. Gera þeim jafnframt ljóst að við munum halda aðgerðum áfram svo lengi sem að þess sé þörf, þetta sé aðeins upphafið. Eins og Lella segir þá er þetta að verða þannig að hinn almenni félagsmaður hefur ekki efni á að ferðast um landið sitt eða stendur uppi með að velja hvora helgina hann ætlar að fara því ekki hefur hann efni á báðum.
–
Gönguhópar og spjöld
Að sjálfsögðu eru þeir sem að ekki eiga bíla/jeppa hvattir til að mæta líka. Því að hátt eldsneytisverð hefur áhrif á öll heimili í landinu í gegnum vöruverð í verslunum, að fá iðnaðarmann eða verktaka, gistingu, gjaldtöku hjá strætó, leigubílum og rútu (almenningssamgöngur), alls staðar þar sem að eldsneyti kemur nálægt þar hækkar verð.
Ég hef nú séð ofsalega flottan bíl koma keyrandi merktur með límmiðum bak og fyrir og með fána á toppnum. Ég tók eftir bílnum af því að hann var hlaðinn öllum þessum aukabúnaði og tilgangurinn hefur sjálfsagt verið sá að vekja eftirtekt, alla vega það virkaði. Það er hefð fyrir því að við mótmæli sé skrifað á spjöld, límmiða og fána þær kröfur sem farið er fram á með aðgerðunum, merkjum bílana, gerum þetta að alvöru.
–
Einnig eigum við að herja á Ragnar Reykás olíufélögin. Við erum búin að fá nóg af þessu dæmi olíufélagana að hækka verð á eldsneyti um leið og það er hugsanlegt að heimsmarkaðsverð sé að hækka… vegna þess að það eru svo litlar birgðir í landinu. Lækkun á heimsmarkaðsverði skilar sér hins vegar aldrei…. auðvitað af því að það eru svo miklar birgðir í landinu.
Snúum bökum saman og fjölmennum.
Kv. Stefanía
29.03.2008 at 14:11 #618728Ég mótmæli öllum þráðunum um mótmæli harðlega. .
Annars er ég sammála öllu sem Stefanía segir hér að ofan, þó svo að blundi alltaf í manni smá Ragnar Reykhás. Styðjum Lellu og Glanna enda eru þau fólkið sem þorir.
Ég mæti
29.03.2008 at 16:02 #618730Þetta lítur mjög vel út, samkvæmt könnun á forsíðu þá mæta 5.
gummij ég þekki það af eigin reynslu þar sem ég hef átt þungan vörubíl hann eyddi mun minna af eldsneyti heldur en margir léttari bílar sem ég hef átt af þeirri einföldu ástæðu að hann var með mikið stærri vél og var aldrei nema rétt að malla.
Kveðja Lella
29.03.2008 at 17:32 #618732Ég mótmæli fyrst og fremst vegna þess að mér ofbýður eldsneytiskostnaðurinn á heimilinu dags daglega, í og úr vinnu, í búð, leikskóla/skóla o.s.frv.
Mig varðar ekkert um hvernig bílum fólk ekur á.
Þeir sem vilja mótmæla bílaeign(bílategundum) landsmanna eru ekki á réttum þræði hér, þau mótmæli verða ekki á dagskrá fyrr en í sumar
Mér finnst það helvíti hart þegar eldsneytisreikningurinn er að slaga í að vera það sama og matarreikningurinn á mánuði og telst ég nú samt frekar matgrannur:) til allra hamingju.
Auðvitað snúa allir bökum saman og mótmæla þessari vitleysu og ef að þetta virkar ekki verður haldið áfram, það er mjög margir sem ég hef heyrt í með alskonar hugmyndir að mótmælum sem koma við kaunin á þessum mönnum.
verum áfram dugleg að koma þessu á framfæri öll sömul, við sitjum öll í súpunni.
KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!GLANNI
29.03.2008 at 17:57 #618734Ég er mjög fylgjandi fyrirhuguðum mótmælaaðgerðum og hef verið að fylgjast með mótmælum trukkabílstjóra. En þá datt mér í hug. Er ekki hætt við því að ef að ríkið lækkar/afleggur álögur á eldsneyti að það lækki bara tímabundið og hækki svo aftur eftir nokkra mánuði? Svipað og gerðist með matarskattana, olíufélögin taka þá bara meira til sín. Verður ekki að gera kröfu um eitthvað eftirlit til að koma í veg fyrir að það gerist?
Kv.
Ásgeir
29.03.2008 at 23:30 #618736Það þarf að fara fram á einhverja lagasetningu sem einfaldlega setur hámark á álagninu sem olíufélögin eru að setja á hvern líter. Leyfum þeim að ofrukka pylsurnar og nammið sem þau selja grimmt af
Þetta hefði átt að vera gert sem refsiaðferð við þeirra samráð um árið (ekki það að mig detti til hugar að það sé ekki enþá í gangi!)
Ég mæti,og með eins marga og ég get með mér!
—-
Mér lýst annars líka vel á aðrar uppástungur sem hafa verið hér, setja bíla út um allt, spreyja gamlar druslur og skilja eftir einhverstaðar, t.d. í stæðum alþingismanna.
Sú staðhæfing að hátt olíuverð skipti F4x4 engu máli er vægast sagt heimsk. Þetta varðar alla sem búa á íslandi
29.03.2008 at 23:42 #618738Ég sá að það er búið að tvípósta þessu inná live2cruise vefinn og ég póstaði þessu inná kvartmílu vefinn og svo var mér að detta í hug að pósta þessu inná vef sem ég hef aldrei vogað mér inná en ég guggnaði á því, fór strax að hugsa um hversu oft ég þyrfti að fara í sturtu til að mér mundi finnast ég vera orðinn hreinn aftur ef ég gerði það… (barnaland.is) hi hi
kv. Axel Sig…
ps. ég mæti á pattanum…
30.03.2008 at 00:11 #618740Sko ég braut mér leið inná Barnaland.is og póstaði þessu það inn kl 17:30 í gær föstudegi og viti menn ég fór inn 3 klukkustundum síðar og þá var búið að opna þráðinn 800 sinnum HALLÓ frá hálf sex til hálf níu á föstudagskvöldi.
Hmmmm ég las svo nokkra þræði þarna og já maður þarf ekkert að lesa brandara á næstunni.
Kveðja Lella
30.03.2008 at 19:56 #618742Hvað eru margir búnir að skoða síðuna núna Lella?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.