Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › F4x4 vs. Jeppaspjall.is › Re: F4x4 vs. Jeppaspjall.is
22.05.2013 at 13:05
#765885
Það mætti alveg ímynda sér samvinnu milli f4x4 og jeppaspjalls, þó ekki væri nema í fyrstu að hafa áberandi gagnkvæma linka, jafnvel linka á þræði með nýjustu innleggin (eins og nú er forsíðu beggja). Í framhaldinu mætti alveg spá í að skipta verkum t.d. umhverfis og hagsmunamál 4×4 megin og almennt spjall jeppaspjallsmegin. Einhver samþætting notendaaðgangs væri þá líka sniðug þó það sé væntanlega meira en að segja það.
kv.
ÞÞ