Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Nýtt kort frá Vegagerðinni › Línuvegurinn
Það er athyglisvert á þessu korti að línuvegurinn frá Kaldadal niður í Haukadal er sögð lokuð.
Ég var upp á Kaldadal í dag, laugardag, og þar voru engin skilti sem sögðu línuveginn lokaðan, en í staðinn sá ég að það er búið að laga hann heilmikið, bera í hann og byggja upp
Eða var þetta kannski gert síðasta haust ?
Ég fór nú reyndar ekki langt inn á hann en áhugavert væri að vita hvað þessi uppbygging nær langt ? Ég fæ ekki betur séð en verið sé að undirbúa nýja rafmagnslínu þarna ?
Því sama tók ég eftir á línuveginum ofan við Háafoss við Þjórsárdal. Þar er verið að bæta veginn heilmikið, og t.d. er búið að klippa tvö vestustu vöðin af Stóru-Laxánni og leggja þar nýjan veg, sem er nú eiginlega synd?
Þetta er væntanlega sama rafmagnslínan, væntanlega niður í Norðurál – en frá hvaða virkjun ? stækkaðri Búrfellsvirkjun, eða nýju Búðarhálsvirkjuninni ?
Ég nýtti mér hins vegar þann snjó sem enn er eftir og fór upp á OK í dag, það er ótrúlega mikill snjór þar uppi ennþá – þó reyndar sé að verða tæpt að komast af veginum (við Beinakerlingu) og upp í brekkurnar, en það gæti sloppið til í ca. viku í viðbót.
Það sama sýndist mér að gæti átt við um Skjaldbreiðina norðanfrá, af línuveginum, hún er mjög hvít þar ennþá og ef maður kemmst í snjóinn á annað borð, ætti að vera mjög greið leið þar upp? Hefur einhver prófað það nýlega ?
Arnór