Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð 2016 Ísafjörður › Svara: Stórferð 2016 Ísafjörður
Sælir
Nú er undirbúningur á fullu fyrir Vestfjarðaferð 12-15 mars.
Búið er að panta opnun á gamal heimavistarskólanum að Reykjanesi og hugmyndin að þeir sem vilja geti gist þar aðfaranótt föstudags. Þar er boðið upp á stærsta heita pott á Íslandi, en laugin þar á sér ekki hliðstæðu varðandi hita. Menn verið að fara úr bænum eftir hentugleika en reiknað er með að hópur fari af stað kl 12,00. þeir sem vilja reyna við Þorskafjarðarheiði en aðrir geta farið inn á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði.
Á laugardag er síðan ekið inn á Ísafjörð og er þar hægt að velja um tvær leiðir. Önnur jeppaleið yfir Hestahleif undir leiðsögn, en hin að fara hefðbundna akstursleið.
Laugardagur er síðan létt jeppaferð um svæðið umhverfist Ísafjörð en það ræðst allt af veðri og snjóalögum. Þeir sem ekki vilja fara að jeppast geta notið sín á skíðum.
Síðan ætlum við að stilla bílum okkar upp til sýnis á Orkustöðinni.
Um kvöldið er síðan uppskeruhátíð ferðarinnar sem haldin er í Hnífsdal
Sunnudagur er síðan heimferðardagur að eigin vali, og þá er að nefna að Þorskafjarðarheiði er mikið léttari til suðurs.
Vert er að benda á að í raun er þessi ferð fyrir alla félagsmenn. Tæknilega séð þurfa menn ekki að vera á breyttum jeppa til að komast til Ísafjarðar. Hér er því kærkomið tækifæri fyrir marga að taka þátt í Stórferð sem ekki hafa komist hingað til.
Meðfylgjandi er kynning sem Páll Halldór Halldórsson hefur gert um ferðina, en hann er einn af leiðangursstjórum ferðarinnar. Þar meðal annars listar hann upp mögulegar leiðir til að skoða, ef veður leyfir.
Kv
Friðrik