Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Stikuferð !!! › Reply To: Stikuferð !!!
Góðan daginn,
sýnist mér að eftirfarandi fjöldi muni vera í þessari stikuferð…
14 mans og 6 bílar
Hjörtur og JAKINN
Sverrir Kr Bjarnason og Magnús Guðmundsson + bíll
Jón Guðmundsson + bíll
Bergur Pálsson + bíll
Jakob Á Jóhannsson og 2 farþegar + bíll
Gunnar Sigurfinnsson + bíll
Þorvaldur Örn Árnason + 4 mans
Þorvaldur hjá Sjálfboðaðliðasamtökunum um náttúruvernd og hans fólk, ja við ákváðum að þau myndu deila sér í bíla hjá okkur.
Við ætlum að stika sunnanmegin við Valafell og keyra í átt að Bjallarvaði, smá krókur er inn í Valagja sem við kíkjum á. Frá Bjallavaðs afleggjaranum keyrum við inn Áfangagil og alveg að Laufdalsvatni eða afleggjaranum inn að Ljótapolli. Þessi leið er kölluð Valagja – Dyngjuleið. Þessi leið er ca 24 km.
Síðan ætlum við að taka línuleiðina inn að Ljótapolli sem viðbót ef hitt gengur vel þessi leið er ca 7 – 8 km.
Nú við fáum inni í Landmanna helli hjá henni Snæu tvö 8 manna hús. Hann Engilbert Olgeirsson í Nefsholti sem sér um skálana býður okkur gistinguna endurgjaldslaust. Hafi hann bestu þakkir fyrir. Við bjóðum upp á lambalæri og með því á laugardags kvöldið. Annað matarkyns sér hver um sig.
Við verðum með Stikur, glitmerki, og hamra nema Jakob hann með sinn bita. Gott er ef einhver á heftibyssu sem sá hinn sami myndi koma með því við erum ekki með nema 3 byssur. Vetlinga er einnig nauðsynlegt að hafa með í för og góðan og hlýjan skjólfatnað því eitthvað kemur til með að rigna á okkur.
Brottför er frá Síðumúlanum kl 19:00 föstudagskveldið 4 sept
Kveðja Hjörtur SS