Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › Ódýrar VHF handstöðvar › Reply To: Ódýrar VHF handstöðvar
30.05.2015 at 11:24
#780017
Þessi lága standbylgja á bílaloftnetinu var eitthvað grunsamlega lág. Það á ekki að vera hægt að ná þessum tölum nema eitthvað sé að. Þá fór maður að athuga kapalinn. Hann reyndist skemmdur á einum stað. Þá fór maður að pæla í köplum. Ódýr RG58 kapall (5metra langur) reynist vera með tap upp á 1.2dB. Reyndar er það tap á við 7 metra langan kapal, en kapaltengin og tengiskottið eiga eitthvað af tapinu.
En þetta þýðir að þessi 25 wött sem bílstöð sendir út eru komin niður í 19 wött út við loftnetið. Það er vandaðri kapall á leiðinni til mín og ætlunin er að mæla hann líka og bera saman.