FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Replies /

Reply To: Stórferð, fréttaþráður.

by Jón Ólafsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Stórferð, fréttaþráður. › Reply To: Stórferð, fréttaþráður.

12.03.2015 at 20:36 #777304
Profile photo of Jón Ólafsson
Jón Ólafsson
Participant
  • Umræður: 4
  • Svör: 32

Við í 1918 genginu höfðum mikið gaman að þessu og fórum þetta
af gömlum vana eins og venjulega.

Upphaflega ætluðum við snemma á föstudagsmorgun, en ákváðum fyrst allir voru farnir á fimmtudeginum að fara bara á föstudeginum þegar við værum búnir að sofa. Það hafðist svo að leggja af stað í brjáluðu veðri úr höfuðborginni rétt fyrir hádegi. Mesta baslið var að koma dótinu í bílinn, það var svo hvasst og mikil rigning. Björgunarsveitarbíll lokaði Hellisheiðinni, þannig að við neyddumst til að fara Þrengslin.

Í Hrauneyjum hittum við Suðurlandsdeild og Gamla gengið og vorum samferða þeim upp fyrir Kvíslárveitur. Gekk vel inn að Fjórðungsvatni á milli élja, en eftir það versnaði skyggnið þar til komið var að Íshólsvatni. Komum til Akureyrar um kl. 3:00 á laugardagsmorgunn. Sváfum af okkur jeppakeppnina á Vaðlaheiðinni á laugardagsmorgun en mættum á bílasýninguna á Hofi eftir hádegið.

Veislan um kvöldið var frábær, góður matur og skemmtinefndin stóð sig vel að
vanda og hélt uppi fjörinu fram á nótt.

Sunnudagurinn tekinn óvenju snemma lagt í hann frá Akureyri kl. 9:00 í Skagafjörð og Skiptabakka þar sem Skagfirðingar töku vel á móti okkur með nýbökuðum vöfflum og rjóma.

Frá Skiptabakka var haldið til suðurs meðfram Vestari Jökulsá inná Eyfirðingaleið og inná Kjalveg suðaustan Hveravalla, þaðan suður Kjöl að Gullfossi. Komum að Gullfossi kl 23:00, meðalhraði 14 km/h.
Vorum samferða Túttugenginu og 4. bílum úr Jeep genginu mest allan tímann.
Fúlagengið sveif framúr okkur á leiðinni , en þá bilaði bíll hjá þeim og þeir drógust afturúr. Færið þyngdist á Kjalvegi, mikill nýfallinn snjór og púðurskaflar. Það var gott að vera háfættur með nógu mörg lágadrif á Bláfellshálsinum.

Bestu þakkir til þeirra sem skipulögðu ferðina og þakkir til Eyfirðinga
og Skagfirðinga fyrir göðar móttökur.

Kveðja
Jón Ólafsson
Hópstjóri 1918

Viðhengi:
  1. Willys-að-hjakka
  2. Skiptabakki
  3. -leið-í-Skiptabakka
  4. Skilti
  5. Varða




RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.