Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Vandamál með afturlæsingu í Patrol › Reply To: Vandamál með afturlæsingu í Patrol
Ég talaði við Gumma hjá Esjugrund og hann smíðaði lofttjakk aftan á læsibúnaðinn í staðinn fyrir vakúmdósina. Þetta virkar alveg frábærlega, það þarf bara eina loftslöngu en það er gormur sem smellir gaflinum til baka þegar þrýstingur er takinn af. Slangan á myndinni er bara til að prófa hvort læsingin virkaði eftir að ég setti þetta saman, ég á eftir að ganga frá loftlögnum.
Verð á svona búnaði frá Esjugrund er 50.000 kr + VSK en þeir partasalar sem ég talaði við vildu fá 40-80.000 kr fyrir orginal vakúmbúnaðinn.
Ef þið eruð einnig í vandræðum með þennan vakúmbúnað, prófið þá að tala við Gumma í Esjugrund, http://www.esjugrund.is