Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Nýja húsnæðið, framkvæmdir. › Reply To: Nýja húsnæðið, framkvæmdir.
Það gekk vel í dag. Ofnalögnin í leigurýminu var kláruð og ofnin á skrifstofuganginum var settur upp. Brotið var fyrir niðurfalli á salerni í leigurými og rampurinn var brotin líka. Klárað var að tvöfalda veggina í kaffistofuni í leigurýminu Einnig var haldið áfram að sparsla veggi kaffistofu og salerni. Árni hélt áfram að draga í og er komin vel á veg með raflögnina í skrifstofu og leigurými. Einar var að sjálfsögðu mættur og helti uppá , var hægri og vinstri hönd Bigga málara við frágang á veggjum í leigurými. Logi og Jón G hafa verið í ofna lögninni og samstarfið gengið með ágætum. Stoltið hans Loga snittvélin er í orlofi þessa dagana vegna tannlausra 3/8 snittbakka. Ef einhver lumar á 3/8 snittbökkum sem er aflögufær mun Logi taka gleði sína á ný. Hann þurfti að leita til nútímans (rafmagnshandsnittivél) til að halda áfram með 3/8 ofnalögnina 😉 Að lokum vill ég minna á vinnukvöldið á mánudaginn.
Kv Nefndin