Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Færð á hálendinu › Reply To: Færð á hálendinu
Sælir
Svona þræðir finnst mér mjög skemmtilegir og hvet menn til að halda áfram með bæði til upplýsingar fyrir okkur sem komast ekki og hina sem hefðu viljað fara en fóru ekki.
En allavega setti ég saman smá upplýsingar til að botna þennan þráð.
Kom heim til mín aftur kl 07,54 í morgun ( þann 30/12) eða rétt tæpum 24 tímum síðar en ég lagði af stað.
Þetta var sko alvöru krapaferð og ef ég hefði fengið að velja í upphafi ferðar aleinn, þá hefði ég frestað um einn dag. Sjaldan verið í annari eins rigningu. og í raun var sumarveður, hiti og sunnlenskt rok. En þetta var mikið basl og barátta við að komast áfram. Flestir ferðaþjónustubílar sem við hittum og voru á ferð upp í Skálpanes snéru fráen þeir fengu allt fyrir peninginn við Grjótá. Baslið byrjaði reyndar við enda malbiksins á Kjavegi en það var nú bara forsmekkurinn á því sem kom ( mynd 2181+86). Eftir Skálapanes urðum við að búa til okkar eigin för. Oft kom í ljós að dekk 38″ bílanna sem voru með í ferð, voru of stutt, þ.e. þau náðu ekki til jarðar( mynd 2196) . Við þessar aðstæður hefði eina vitið verið að vera á slöngubát með 100 ha mótor og taka þetta með stæl. Við komumst í Kerlingarfjöll um 11,30 þetta kvöld, fengum okkur að borða og fórum að stað aftur um klukkutíma síðar, á tveimur bílum. Annan bílinn þurftum við að skilja eftir með bilaða túrbínu milli Skúta, en áfram héldum við einbíla.
Þegar við komum niður fyrir Skálapnes blöstu við þvílíkir skurðir, eins og hamfarir hefður orðið. Það voru hreinlega sprengigígar, líklega eftir trukkinn hans Herberts og voru sumir hverjir all rosalegir. Ég reyndi við einn, en vegalengdin „barmur í botn“ var ca 2 metrar, sem kom í ljós að var of mikið fyrir minn bíl. Fengum að njóta smá stundar í einum svoleiðis.
Heim komumst við sælir og glaðir.
Kveðja
Friðrik
ps- vonandi sjást myndir en það tekst ekki alltaf hjá mér