Forsíða › Forums › Spjallið › Klúbburinn › Nýja húsnæðið, framkvæmdir. › Reply To: Nýja húsnæðið, framkvæmdir.
Það gekk vel í dag,pípulögnin kominn vel á veg,ofnarnir í salnum komnir á sinn stað og rafmagnsrennur í skrifstofu nánast uppkomnar. Einar Sól mættur rúmlega kl.9 að hella upp á kaffi.Fulltrúi vefnefndar (Jón Emil) mætti með piparkökur í mannskapinn og fékk í staðin að fara ruslaferð. Að sjálsögðu mætti formaðurinn hress og kátur en hann er á sjúkralista og því löglega afsakaður frá vinnu. Logi Már var mættur með snittvélina sína sem hefur verið til sýnis á Þjóðminjasafninu en hún sýndi það og sannaði“ lengdin skiftir ekki máli“ NEI ÉG MEINTI ALDURINN.;-). Þegar vinnudegi Loga var lokið litu menn á hvorn annan og hugsuðu ekki ég (snittvélin). Maður sá að Heiðar pípari er búinn að snitta fyrir lifstíð, ég lét lítið fyrir mér fara en Guðmundur Geir hafði haft það á orði að hann hafi unnið á snittvél á árum áður en hann hefði betur sleppt því. 😉 En að sjálsögðu hafði hann eingu gleymt. Árni „Baukur „Bergs kom eins og við var að búast. Árni setti upp eina 10 metra af rafmagnsrennum og notaði um ca 300 skrúfur í það og var að velta fyrir sér hvort að myndi ekki duga. 😉 Ekki má gleyma Friðrik gjaldkera en hann kom færandi hendi með hádegismatinn en hann fékk sömu örlög og Jón Emil og var sendur í ruslaferð. Að gefnu tilefni skal tekið fram kaffi og matartímin runnu ekki saman. Sjálfur var ég settur í að festa upp ofnunum í salnum og eftir að hafa sett þá upp er ég sannfærður að gluggarnir og gólfið hallar.
Að lokum ætla ég að minna á vinnukvöld á mánudaginn.
Kv nefndin