Nú nálgast að opnað verði fyrir skráningu í stórferð ársins, Í hjólför aldamótanna. Þátttökugjald í ferðina er stillt í hóf eins og frekast er hægt eða 9.000 kr. á mann. Innifalið í því er gisting í Nýjadal, gisting í Sigurðarskála og matur og gisting á Hótel Héraði. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 25. janúar kl. 20.00 og fer skráning fram hér á vefnum.
Með því að velja flipa merktan “Klúbburinn” hér í valmyndinni fyrir ofan og smella þar á “Skráning í ferðir” opnast skráningasvæðið. Til að bæta við skráningu er smellt á græna hnappinn (eða bláa titilinn) þá opnast skráningarformið. Athugið að skráningarformið verður ekki virkt fyrr kl. 20 mánudaginn 25. janúar.