Nú er almenn skráning í Haustlitaferð Litlunefndar í Þórsmörk hafin. Ætlunin er að fara frá Stöðinni við Vesturlandsveg laugardaginn 22. september og keyra að Seljalandsfossi þar sem mýkt verður í dekkjum áður en lagt verður í Þórsmerkurveg. Ef aðstæður leyfa munum við m.a. keyra með hópa upp að Gígjökli og fleira skemmtilegt. Langt stopp verður tekið í Básum og er ætlunin að bjóða upp á heitt grill ef fólk hefur áhuga á því að taka með sér pylsupakka eða annað einfalt á grillið.
Skráning stendur yfir fram á miðvikudag 19. september en það kvöld verður kynningarfundur vegna ferðarinnar klukkan 20:30 í húsnæði Ferðaklúbbsins 4×4, Eirhöfða 11.
Skráning hér