Um leið og við óskum stóru bílunum góðrar ferðar hefjum við skráningu í gps-ratleik Litlunefndar sem fer fram laugardaginn 27. mars n.k.
Um er að ræða dagsferð og ekki hægt að segja frá ferðatilhögun, þar sem um ratleik er að ræða. Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst frá því sem ákveðið hefur verið, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár, eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa og eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif. Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.
Ekki er nauðsynlegt að vera með gps tæki til að taka þátt í leiknum, en óneitnalega er skemmtilegra fyrir þátttakendur að hafa slíkt tæki til að geta fylgst með.