Ferðinni verður slitið við Gullfoss eða Geysi eftir því hvernig gengur með Ásbrandsá.
Við gerum ráð fyrir að einhverjir útúrdúrar verði farnir á leiðinni ef færi gefst á því.
Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 18. janúar n.k. En þá verður einnig kynningarfundur fyrir alla skráða þátttakendur sem mikilvægt er að sækja.
Skráning í ferðina „SMELLA HÉR„
Spjallþráður um ferðina „SMELLA HÉR„