FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Skráning hafin í febrúarferð Litlunefndar

12.02.2011 by Ólafur Magnússon

Frá KaldadalLitlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 19. febrúar n.k. Stefnan er á okkar heimaslóðir eða svæðið í kringum Kaldadal.  Nánara leiðarval verður þegar nær dregur. Farið verður að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og síðan einhverja skemmtilega leið þaðan.  Ferðalok eru áætluð um kl. 18:00 við Þingvelli, Húsafell eða Geysi.

Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.

Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Í þessari ferð er munu minni bílar hafa forgang, þeas. 35″ og minni.  Eigendur stærri bíla geta skráð sig en fara þeir á biðlista þar til ljóst er hvort þeir komast með.  Hámarksfjöldi í ferðinni verður um 30 bílar auk farar- og hópstjórua.  Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif.  Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.

Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 16. febrúar n.k.

Skráning í ferðina „SMELLA HÉR„

Linkur á spjallþráð „SMELLA HÉR„

Undirbúnings og kynningarfundur verður í húsnæði ferðaklúbbsins að Eirhöfða, miðvikudagskvöldið 16. febrúar, kl. 20:30. Á kynningarfundinum verður farið yfir leiðaval og helstu öryggisatriði kynnt. Í framhaldinu verður stutt námskeið fyrir byrjendur í jeppamennsku.


FacebookTwitter

Filed Under: Litlanefnd

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.