Litlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 16. apríl n.k. Við ætlum að enda ferðavetur Litlunefndar með stæl og stefnum á dagsferð í Landmannalaugar. Við förum hefðbundna leið, í Hrauneyjar og þaðan inn á Sigölduleið. Þræðum síðan hlíðarnar að Frostastaðavatni og að skálunum við Landmannalaugar. Þar verður stoppað um stund áður en sama leið verður farin til baka. Ferðalok eru áætluð við Hrauneyjar kl. 20:00
Nú er kominn sá árstími að allt getur gerst í veðurfari. Leiðin í Landmannalaugar er þekkt fyrir krapapolla þegar hlýnar í veðri og munum við meta stöðuna þegar nær dregur. Ef hætta er á miklum krapa munum við velja aðra leið og verður þá líklegast farið á Kaldadalssvæðið, kíkt á Ok, Langjökul eða annað skemmtilegt.
Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst að öðru leiti, þar með talið að ferðin verði felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Í þessari ferð munu minni bílar hafa forgang, þ.e.a.s. 35″ og minni. Eigendur stærri bíla geta skráð sig en fara þeir á biðlista þar til ljóst er hvort þeir komast með. Hámarksfjöldi í ferðinni verður um 40-45 bílar auk farar- og hópstjóra. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa. Það eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif. Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.
Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 13. apríl n.k.
Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“ og veljið Skráning í aprílferð Litlunefndar
Linkur á spjallþráð „SMELLA HÉR„