FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir
You are here: Home / Skálar / Setrið / Setrið – Ljósavél

Setrið – Ljósavél

Leiðbeiningar um notkun og umgengni við ljósavélina.

Ræsa ljósavél

  1. Snúið DC CONTROLS rofanum á „ON„. Bíðið á meðan stjórnborðið og tölvan ræsir upp.
  2. Þrýstið á „AUTO“ takkann (ekki halda inni) og eftir smá bið fer ljósavélin í gang.

 

Slökkva á ljósavél

  1. Þrýstið á O takkan (rauða) til að slökkva á ljósavélinni.
  2. Snúið DC CONTROLS rofanum á OFF til að slökkva á stjórnborðinu.

ATH! Ljósavélarrofi í skála skal vera stilltur á „ON“ áður en ljósavélin er ræst, annars fer hún ekki í gang og einnig áður en slökk er á ljósavélinni þegar húsið er yfirgefið.

  1. Fylla þarf á dagtanka kamínu og ljósavélar áður en farið er.

 

Bæta á dagtank ljósavélar

DSCF7044 600

 

Þegar bætt er á dagtank ljósavélar skal rauði kraninn sem myndin er af vera í þeirri stöðu sem myndin sýnir.  Þrýst er síðan á neðri takkann og honum haldið inni og rennur þá olía í tankinn. Slangan sem er utan á tanknum vinstra megin  sýnir hvað er mikið er í honum. Gætið þess að yfirfylla ekki dagtank. Sleppið rofanum og hættið að dæla þegar örlítið vantar upp á að slangan sé full.

 

Bæta á dagtank kamínu

DSCF7043 600

 

Þegar bætt er á dagtank kamínu skal rauði kraninn sem myndin er af vera í þeirri stöðu sem myndin sýnir.  Þrýst er síðan á neðri takkann og honum haldið inni og rennur þá olía í tankinn. Tankurinn er staðsettur inni í rýminu sem er innaf ljósavélarrýminu og þarf að opna hurðina þangað inn til að sjá hann.  Slangan sem er utan á tanknum vinstra megin  sýnir hvað er mikið er í honum. Gætið þess að yfirfylla ekki dagtank. Sleppið rofanum og hættið að dæla þegar örlítið vantar upp á að slangan sé full.

 

Þessi takki er til að kveikja og slökkva á ljósavélinni

  • Takkinn er notaður til að kveikja og slökkva á vélinni. Til dæmis á næturna eða ef húsið er yfirgefið til skamms tíma.
  • Til að slökkva á vélinni, er nóg að snúa takkanum á „OFF“
  • Til að ræsa vélina, skal snúa honum á „ON“
  • Þetta á við, EFTIR að vélin hefur verið ræst úti í gám.
Rafmagnið fer af þegar takkanum er snúið á „OFF“ en vélin gengur í eina til tvær mínútur áður en hún drepur á sér.
Mikilvægt er að takkin sé stilltur á „ON“ þegar komið er að húsinu.
Skal hann einnig vera í þeirri stöðu áður en húsið er yfirgefið og áður en slökkt er á vélinni úti í gámi í lok dvalar.

ATH! Ekki snerta stóra rauða takkann, hann er eingöngu ætlaður fyrir neyðarstopp!

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.