Rammi og markmiðasetning vegna næsta fasa í þróun vefsins
Síðasti fasi fólst einkum í endurbótum á deilda og nefndasíðum. Einnig voru nokkrar fyrstu grundvallar lagfæringar á myndaalbúmi.
Ramminn samanstendur af tilteknum markmiðum og tilteknum kröfum til breytinga. Ramminn er ekki ítarleg, formleg kröfulýsing. Samstarfsaðilar vilja þróa breytingarnar í samvinnu innan fyrirfram ákeðins kostnaðarramma, og skýrrar markmiðasetningar, frekar en út frá niðurnjörfaðri þarfagreiningu. Ennfremur sjáum við fyrir okkur ítranir á þessari vinnu til að taka inn nýjar hugmyndir og þarfir, frá notendum, þegar þar að kemur. Agile/Scrum style. Fyrir liggur hugmyndavinna, þarfagreining og hönnun vefnefndar og notenda fyrir flest atriði.
Megin markmið næsta fasa er að leiðrétta leiðrétta verstu galla á tilteknum hlutum vefsins. Ekki framtíðarlausnir, þær bíða næstu fasa. Ekkert „nice to have“ eða „gott væri að“. Eingöngu fullur fókus á beina galla og vankanta.
Til rammans heyrir einnig detail þarfalýsing, kostnaðaráætlun og tímarammi. Sér skjöl.
Markmið vegna forsíðu
F1, Forg 1
Smellur á mynd á forsíðu leiði notanda að viðeigandi efni
Nánar tiltekið : Stóra myndin í miðjunni fái inn virknina að ef smellt er á hana þá opnist viðeigandi efni eða albúm.Forrita módúla sem leyfa að ef smellt er á myndina þá opnast viðeigandi efni þar undir (myndaalbúm eða annað). Ef ekkert er stillt þá er viðburðadagatalið sjálfgefið.
F2, Forg 1
Random mynd í hornið uppi vinstramegin
Nánar tiltekið : Sama virkni og alltaf hefur verið beðið um, random úr myndaalbúmi. Sett inn í hornið uppi hægramegin. Þetta þarf að forrita til að hraði sé tryggður (vitað að Joomla módúll í þetta virkar ekki). Þegar smellt er á myndina þá opnast hún full screen í viðkomandi myndaalbúmi og hægt er að skða næstu myndir. Sjá kröfur til myndaalbúms.
F3, Forg 1
Skýrt aukinn hraði notendaviðmóts
Nánar tiltekið : Notendur upplifi sama hraða og á Facebook, hið minnsta. Engin bið eða hik. Nær til allra þátta, config, tuning, UI, hardware osfr.
F4, Forg 1
Staðfest að forsíðan virkar vel í snjallsíma
Nánar tiltekið : Þetta er vegna snjallsíma og spjaldtalva. Trygging á virkni vefs í slíku. Vitað að android er að mestu í lagi. þarf að prófa og staðfesta hina. Framkvæma betrumbætur ef þarf. Við lærum á forsíðunni hvað þarf að gera fyrir undirliggjandi síður. Mobile web gert síðar.
F5, Forg 1
Hægt verðði að taka við greiðslu með korti á vefnum.
Nánar tiltekið : Hægt sé við helstu viðskipti (skráning í klúbbinn osfr. að taka við greiðslu á vefnum. Notuð er greiðsluhirðing Borgunar. Notaðar eru þeirra vefsíðu (vefþjónustur ef ekki) og upphæð er alltaf þekkt fyrirfram. Lykill er skráður við skráningu (t.d. í ferð) ásamt kennitölu og einnig sem tilvísun með greiðslu (og kennitala). Þannig eru færslurnar alltaf rekjanlegar og hægt að raða þeim saman í Excel. Frekari útfærsla býður greiningar og prófana.
Greiðslupunktar:
Nýskráning í klúbbinn – og borga árgjaldið fyrsta árið.
Leigja talstöð – og borga leiguna.
Skrá sig á árshátíð – og borga
Skrá sig í ferð og borga
Markmið vegna spjallborðs
S1, Forg 1
Sama kerfi verður notað áfram.
S2, Forg 1
Ferskara „look and feel“
Nánar tiltekið : „Meira eins og ungir notendur vilja sjá hlutina“, „nýtískulegara“.“skemmtilegari litasamsetningu“.
S3, Forg 1
Einföld heildaryfirsýn
Nánar tiltekið : Einföld heildarsýn yfir alla spjallþræði og virkni þvert á allt spjallið.
S4, Forg 1
Jafn auðvelt og aðrir spjallvefir, t.d. jeppaspjall.is
Nánar tiltekið : Notendur upplifi spjallið hið minnsta jafn auðvelt og bjóðandi eins og t.d. jeppaspjall.is.
S5, Forg 1
Sjálfstætt aulýsingasvæði
Nánar tiltekið : Hægt sé að hafa sér reglur og config varðandi virkni þess og þar með hægt að mæta þeim kröfum sem hafa verið settar fram um auglýsingarnar. Lykil atriði er að hægt sé að merkja auglýsingu „ekki til birtingar lengur“ og þar með er hún „tekin til hliðar“. Ekki eytt en ekki lengur í virkri birtingu.
S6, Forg 2
Endurskoðun skipulags forum-a (innihalds og skipulags), með einfaldleika og heildaryfirsýn að leiðarljósi.
Nánar tiltekið : Farið yfir núverandi forum og yfirvegað hvort skiptingin sé góð og lýsandi fyrir umræður og hugsanlegar komandi forum á vefnum. Svigrúm fyrir ný forum. Þessi vinna er mest inn á við, fyrir vefnefnd.
S7, Forg 2
Þegar myndir eru settar inn sem viðhengi þá eru þær minnkaðar sjálfkrafa í skilgreinda max stærð.
Nánar tiltekið: Sama stærð og er max stærð myndaalbúms.
Markmið vegna myndaalbúms
M1, Forg 1
Byggjum áfram (í bili) á G2.
M2, Forg 1
Íslenska allar helstu aðgerðir
Nánar tiltekið : Ensk heiti hafa legið misjafnlega vel fyrir notendum. Sérstaklega gagnvart innsetningu mynda, skýringar við myndir og heiti á aðgerðum.
M3, Forg 1
Myndir opnast fullscreen eða í „Lightbox“.
Nánar tiltekið : Svipað og í Facebook eða Picasa) beint frá thumbnails. Of margar aðgerðir eða músarsmellir í dag, til að skoða mynd.
M4, Forg 1
Skýrt aukinn hraði notendaviðmóts
Nánar tiltekið : Við allar aðgerðir í myndaalbúmi. þar með talið upphleðslu mynda. Notendur upplifi sama hraða og á Facebook.
M5, Forg 1
Einfaldari og öflugari upphleðslu mynda.
Nánar tiltekið : Hér dugar ekkert annað en sami einfaldleiki og hraði á Facebook.
M6, Forg 2
Hægt að fá fram lista yfir notendur, í stafrófsröð, með nafni notanda. Við smell opnast myndaalbúmið.
Nánar tiltekið : Sama virkni og var. Annarsvegar listi af bókstöfum og hinsvegar listi af nöfnum eigenda albúma, sem byrjar á völdum bókstaf. (tveir smellir inn í albúmið). Ath. þó fyrst hvort hægt sé að nota leitina (ekki tekist vel til þessa).
M7, Forg 1
Tenging við Facebook, ný albúm tilkynnt.
Nánar tiltekið : Sjálfvirk uppfærsla á Facebook síðu klúbbsins við hvert nýtt myndaalbúm. Linkur inn á myndaalbúmið.
M8, Forg 1
Einföld, augljós, stýring helstu aðgerða
Nánar tiltekið : Stórir hnappar, efst á síðunni (eða til hliðar) þar sem hægt er að setja af stað fáar en mest notuðu grunn aðgerðir notkunar. Í dag eru aðgerðirnar út um allt.
M9, Forg 1
Flæðisstýring eða verkflæði gert einfaldara
Nánar tiltekið : Tengist kröfu um „einfalda, auglósa, stýringu helstu aðgerða“, að við þrjár aðgerðir „innsetningu“, „skoðun“, „eyðuingu“, „skýringar/merkingar“ og „skipulagningu“ sé verkflæði jafn einfalt og hugsanlegt er og alltaf í samræmi við ofangreint markmið. Eingöngu verði boðið upp á custom made hnappa sem leyfa nákvæmlega þessar aðgerðir, ekkert annað. Allt annað fjarlægt.
M10, Forg 1
Flóknari aðgerðir og valmöguleikar sem eru sjaldan notaðir fjarlægðir
Nánar tiltekið : Hin hliðin á einfaldleikanum, hafa inni bara það sem nauðsynlegt er.