Samtök útivistarfélaga, SAMÚT, efna til opinna funda með útivistarfólki til að ræða mál sem efst eru á baugi þessa stundina, m.a. frumvarp til nýrra náttúruverndarlaga sem nú liggur fyrir Alþingi.
Á fundunum munu fulltrúar stjórnmála- flokkanna m.a. svara þessum spurningum:
-
» Er það stefna flokksins að náttúruverndar- lögin verði samþykkt án þess að tekið hafi verið tillit til athugsemda frá útivistar- félögum?
-
» Er það stefna flokksins að tryggja rétt alls almennings til að ferðast um þjóðgarða og þjóðlendur óháð ferðamáta?
-
» Er það stefna flokksins að samþykkja lokað einkaðgengi að náttúruperlum eða þjóðlendum?
Umræður og spurningar úr sal. Allir velkomnir!
Reykjavík
Hótel Natura (Loftleiðir), þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20:00.
Akureyri
Golfskálinn Jaðri,
föstudaginn 8. febrúar kl. 20:00.