Nú fer að líða að sýningu ferðaklúbbsins í Fífunni.
Af þessum sökum verða haldnir þrír fundir nú í kvöld, 23. Ágúst, í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða 11.
- 17:15 – Sýningarnefndin fundar
- 19:00 – Fundur með starfsmönnum og öðrum sem koma að sýningunni. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að aðstoða á sýningunni eða eru áhugasamir um sýninguna eru hvattir til að mæta.
- 20:00 – Fundur með nefndum
Hvetjum sem flesta til að mæta.
– Stjórnin