Elmar Sigurgeirsson formaður Eyjafjarðardeildarinnar stýrði fundinum en mættir voru 50 félagsmenn sem komu frá Eyjafjarðardeild, Skagafjarðardeild, Húsavíkurdeild og Austurlandsdeild
Erindi frá Eyjafjarðardeild. Erlendur Bogason kafari var með mjög áhugaverðan fyrirlestur í máli og myndum um neðansjávarstrýtur á botni Eyjafjarðar. Til að gera sér einhverjar hugmyndir um stærðarhlutföll þá er Strýtan við Ystuvík t.d. 50m há 90m í þvermáli og það streymir um 1000 lítrar af heitu vatni frá henni. Strýturnar eru einu náttúrufriðaðar minjar á hafsbotni við Ísland og er mikið verið að rannsaka þær. Farið var út í það að merkja eina strýtuna með bauju þannig kafarar eigi auðvelt með að finna hana og þar af leiðandi er engin ásókn í hin svæði. Betra að fórna einum stað til að vernda hina. Þeir sem vilja kynna sér þetta eða skoða stórkostlegar myndir af þessu fyrirbæri geta kíkt á inn á síðuna strýtan.is.
Nánar um fundinn.