Samanber auglýsingu frá 14. febrúar síðastliðinn boðar stjórn F4x4 til opins félagsfundar á Akureyri föstudagskvöldið 5. mars kl 20:00 á Hótel KEA.
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Eyjafjarðardeild F4x4 og eru félagsmenn þeirrar deildar sem og félagsmenn annarra deilda á norðurlandi, s.s. Húnvetningar, Skagfirðingar og Húsvíkingar, hvattir til að mæta. Fulltrúar annarra deilda eru einnig boðnir velkomnir enda er fundurinn öllum opinn sem á annað borð eru félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4.
Dagskrá fundarins verður sem hér segir.
Setning fundar ásamt kynningu.
- Erindi frá Eyjafjarðadeild.
- kynning á deildinni auk erindis um neðansjávarstrýtur í Eyjafirði í umsjá Erlendar Bogasonar.
- Erindi frá Skagafjarðadeild.
- kynning á starfi Skagafjarðadeildar auk mynda- og vídeósýningar.
- Störf stjórnar F4x4 og umræður.
- Kaffihlé.
- Kynning á Stórferð F4x4 síðar í mánuðinum.
- Störf Ferðafrelsisnefndar og hagsmunabarátta.
- Önnur mál.
Stjórn F4x4.