Litlanefndin mun halda í Þórsmörk/Bása í dagsferð laugardaginn 24. september n.k. Farið verður malbikið að Seljalandsfossi, en þegar malbikinu sleppir verður mýkt í dekkjum fyrir áframhaldið. Við stefnum á að fara í Bása, stoppa þar og borða nesti. Síðan munum við skoða vöðin á Krossá bæði í Langadal og Húsadal. Höldum svo til baka og endum ferðina við Seljalandsfoss. Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 21. september n.k.
Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“
Linkur á spjallþráð „smella hér“