Vefnefnd hefur nú tekið yfir allan rekstur á bæði póstkerfi F4x4 sem og nafnaþjónustu (DNS). Tekin var ákvörðun um að nota póst- og samvinnukerfið Google Apps en það er okkur að kostnaðarlausu eins og við notum það í dag. Þetta var að okkar mati líklega öflugusta, fjölhæfasta en jafnframt einfaldasta póst- og samvinnukerfið sem í boði er. Þegar þetta er skrifað hefur nýja póstkerfið tekið við, en nafnaþjónustunni (DNS) var breytt í gærkvöldi (13. des 2011).
Þannig hefur vefnefnd F4x4 nú fullt vald yfir þessum þjónustum og getur brugðist við mun fyrr og komið breytingum í loftið nánast hvar sem menn eru staddir, svo lengi sem þeir eru í netsambandi. Einnig er utanumhald mun auðveldara en áður, þar sem það þurfti alltaf að fara í gegnum annan aðila.
Töluverð tiltekt hefur átt sér stað á tölvupóstföngum Klúbbsins og eru einungis þær nefndir og deildir, sem eru virkar eru, skilgreindar. Við höfum sama háttinn á og áður, þ.e. póstur er sendur á meðlimi allra nefnda og deilda í gegnum pósthópa sem telja nærri 30.