Skemmtinefnd klúbbsins, sem skipuð var af síðustu stjórn félagsins (og sammþykkt af nýrri stjórn eftir mikin þrýsting fyrri stjórnar), hefur komið saman tvisvar sinnum og farið yfir stöðu mála.
Á fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var í Ölveri í Glæsibæ var skipað í nefndina. Formaður var valinn Einar Sólonson, aðrir fengu engin störf að svo stöddu þar, sem formaðurinn var fjarverandi. Annað var ekki ákveðið að sinni.
Annar fundur nefndarinnar var haldinn miðvikudagskvöldið 1. maí 2011. Þar mætti formaðurinn færandi hendi með veigar sem dugðu vel í mannskapinn. Var nú skiða ístörf fyrir nefndina.
Eins og áður var getið var Einar sjálfskipaður formaður. Ágúst Birgisson var gerður að ritar (mjög hefðbundið jobb fyrir Gústa þar sem hann er blýantsnagari af guðs náð), Logi Ragnars var gerður siðgæðisverði (þarf þegar farið verður að skoða hljómsveitir) , Guðmundur Sigurðsson var gerður að skjalaverði (þarf að geyma fullt af pappírum frá Gústa), Kristján Gunnarsson var gerður að Butleri (grillar ofaní nefndina þegar fundir eru) og Sveinbjörn var gerður að birgðarverði (þarf að passa upp á að nægar birgðir séu þegar fundir eru haldnir).
Þessi annar fundur skemmtinefndar var mjög strembinn og var mikið rætt og skoðað það helsta var að fyrsta bjórkvöld var ákveðið föstudagskvöldi eftir fyrsta fund félagsins í september. Árshátíðn verður á sínum stað á réttum tíma á góðum stað. Hljómsveitina á eftir að finna og mun skemmtinefndin fórnasér í að fara niðurí bæ einhvert kvöldið og þræða skemmtistaðina í leit að góðri hljómsveit. Þetta starf getur tekið smá tíma en upplýsingar verða settar inn þegar þar að kemur.
Fundurinn sem hófst kl 19:00 var slitið kl 1:30 við mikin fögnuð fundarmanna.