Nýliðaferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður farin helgina 2-4. Desember næstkomandi. Þetta er að sjálfsögðu snjóalögum háð. Skráning hefst kl 21:00 23. Nóvember næstkomandi.
Stefnan er tekin á skála félagsins, Setrið sem staðsettur er suðvestur af Hofsjökli.
Ferðatilhögun verður nánar tilkynnt síða. Áætlaður kostnaður á mann er 6000kr, fyrir gistingu og einnig verður sameiginleg máltíð á laugardagskvöld í Setrinu.
Einungis verður pláss fyrir 20 jeppa, að hámarki 2 í bíl. Fararstjórar taka ákvörðun um hæfni bíla og þáttakanda í ferðina. Lágmarks kröfur eru þó:
- VHF og GPS tæki séu til staðar
- Jeppinn sé á dekkjastærð sem beri viðkomandi þyngd í snjó.
- Jeppinn sé útbúinn fyrir ferðalög á hálendinu í snjó.
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.