Helgina 17. – 19. janúar næstkomandi verður nýliðaferð ferðaklúbbsins 4×4 í Setrið. Ferðin er ætluð fyrir nýliða og þá sem ekki hafa mikla reynslu af jeppaferðum í snjó. Ef ekki fyllist í ferðina er reyndari ferðalöngum velkomið að taka þátt. Skráning á heimasíðunni old.f4x4.is , lengst til hægri á forsíðunni er valmöguleikinn „skráning í ferðir“. Skráning opnar mánudaginn 6. janúar kl. 20.00. Minnum á að klúbburinn á nokkrar VHF stöðvar sem hægt er að leigja. Ekki er skilyrði að vera félagi í klúbbnum til að taka þátt.
Lágmarksdekkjastærð er 38″, undanþágu veita fararstjórar.
Fararstjórar:
- Styrmir Frostason: S: 661-5149 frostason@hotmail.com
- Freyr Þórsson S: 661-2153 freyr86@hotmail.com
Skráning:
- Skráningarform á f4x4.is, lengst til hægri á forsíðunni er valmöguleikinn „skráning í ferðir“.
- Skráning opnar mánudaginn 6. janúar kl. 20.00 (sjá: f4x4.is/event/nylidaferd-f4x4/)
- Æskilegur fjöldi í bíl er tveir.
- Það sem þarf að koma fram í skráningu er eftirfarandi:
- Bílnúmer
- Bíltegund
- Dekkjastærð
- Fjöldi í bíl
- Nafn bílstjóra og farþega
- Símanúmer bílstjóra
- Greiðslufrestur í ferðina er til 20.00 þriðjudaginn 14. janúar. Þeir sem ekki greiða fyrir þann tíma missa plássið.
Fjöldi þáttakenda:
- Pláss er fyrir 40 þátttakendur, það sem gildir er fyrstur kemur fyrstur fær, minnum á að óreyndir ganga fyrir.
- Ef fjöldi þátttakenda fer yfir 40 verður til biðlisti. Gera má ráð fyrir að ekki allir mæti sem skrá sig upphaflega, þá verða menn teknir inn af biðlista. Það ræðst kl. 20.00 þriðjudaginn 14. janúar.
Ferðafyrikomulag:
- Föstudagur: Kvíslaveituvegur-Sólaeyjarhöfði uppeftir nema annað komi til.
- Laugardagur: Leikaraskapur á svæðinu, fer eftir veðri og aðstæðum.
- Sunnudagur: Heimleið ákveðin af fararstjórum á staðnum, Klakkur eða Kerlingarfjöll líklegast.
Eldsneytismagn:
- Gera ráð fyrir ca. 170 lítrum á bíl til að vera öruggur. Einhverjum dugar minna en aðrir þurfa meira. Um að gera að setja sig í samband við fararstjóra ef menn eru óöruggir með þetta.
Nauðsynlegur búnaður í hverjum jeppa:
- Loftmælir
- VHF talstöð
- GPS tæki
- Kaðall
- Skófla
- Loftdæla, ekki skilyrði en best ef svo er.
Kostnaður:
- Kostnaður er fyrir hvern þáttakenda.
- Ekki er skilyrði að vera í klúbbnum.
- 6.000 kr. á haus
- Æskilegur fjöldi í bíl er tveir.
Matarmál:
- Fararstjórn sér um sameiginlega máltíð á laugardagskvöldi fyrir utan drykkjarföng.
Undirbúningur:
- Jeppaskoðun þar sem fararstjórar fara yfir jeppana með þáttakendum. Horft er á hluti á borð við dráttarfestingar og farið yfir jeppana. Staðsetning og fyrirkomulag auglýst síðar.
Ekki hika við að hafa samband við fararstjóra (nylidaferd@f4x4.is) ef spurningar vakna.