Enn á ný hefur borist póstur frá vinum okkar hjá Umhverfisstofnun. Við fáum smá bland í poka, gotterí frá „stóra bróður“ – en við nánari skoðun eru bolsíurnar súrar, og kandísinn bitur. Bréfið er svar við erindi sem stjórn og félagi í Ferðaklúbbnum 4×4 sendi til Umhverfisstofnunnar vegna hins „dásamlega pósts“ sem Umhverfisstofnun sendi til F4x4 föstudaginn 29.01. 2010 .
Efni: Akstur innan friðlandsins Þjórsárvera
Vísað er til erindis formanns Ferðaklúbbsins 4×4 sem barst stofnuninni 2. febrúar sl. þar sem óskað er eftir skýringum á bréfi sem stofnunin sendi til formanns og umhverfisnefndar ferðaklúbbsins þann 29. janúar sl.