Nú er að hefjast námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs á vegum Íslenskra radíóamatöra.
Námskeiðið hefst fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20:30 með kynningarkvöldi sem verður í aðstöðu félags Íslenskra Radíóamatöra við Skeljanes í Skerjafirðinum (þar sem Skeljungur var eitt sinn með starfsemi).
Kennt verður í Flensborgarskóla, tvisvar í viku, þriðjudags og fimmtudagskvöld frá kl. 20:00.
Námskeiðið stendur í um 8 vikur og stefnt er á að ljúka því með prófi fyrir jól. Námskeiðið er að mestu bóklegt.
Námskeiðsgjaldið er 12 þús kr. og er innifalið í því öll kennslugögn.
Áhugasamir eru beðnir um að mæta á kynningarkvöldið.
Gert er ráð fyrir að 20-30 félagar úr F4x4 taki þátt í námskeiðinu.
Fjarskiptanefnd.