Litlanefndin þakkar þátttakendum og fararstjórum fyrir stórskemmtilega en jafnframt lærdómsríka ferð í Landmannalaugar á laugardaginn. Þátttakan var mjög góð, um 50 bílar og komust allir bílar inn í Laugar í björtu og góðu veðri, en köldu. Ekki komust samt allir bílar heilir heim samdægurs og getum við dregið góðan og ganglegan lærdóm af því.
Við munum halda myndakvöld með myndum úr ferðinni í opnu húsi fimmtudaginn 21. mars klukkan 20:00 í félagsheimili klúbbsins að Eirhöfða 11 og eru allir velkomnir. Fólk er hvatt til að taka sínar myndir með á lykli og verða þær sýndar. Gott er samt að renna yfir myndirnar og grisja misheppnaðar og endurteknar myndir út til að flýta fyrir.
Við hvetjum alla til að mæta og sjáumst hress annað kvöld
Kveðja, Litlanefndin