Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2010 at 22:54 #674596
Skemmtileg þessi bílaumræða.
Reyndar er ég hissa á því að ekki hafi komið til stríðs milli bíleigenda hvað sé nú besti billinn….Mig langar aðeins að bæta við þetta og sumt hefur sjálfsagt komið fram.
Undirritaður hefur átt Tooper sem var skráður 2003, sjálfskiptan hvað sem hver segir. Hann er sjálfagt einn af þeim allra síðustu sem voru framleiddir.
Fékk alls kyns comment og skilaboð eins þegar hefur komið fram.Þegar þú kaupir Trooper færð þú eftir farandi:
Neikvætt
a. Hita-miðstöð er ekki sérlega góð. Eiginlega hálf kraflaus og þegar þú þarft virkilega á henni að halda
aa. Hitar bílinn ekki sérlega vel. Þó erum við ekki að tala um neina Land Rover miðstöð…b. Vandamál með endaslags skífur.
bb. Ef kaupa á Trooper mundi ég birja á því að láta mæla endaslags-skífur,Sérstaklega ef búið er keyra hann mikið. Fá seljandi til að borgi f. þessa mælingu þó svo hún sé ekki sérlega dýr aðgerð.c. Vandamál með spíssa þar sem vont getur verið að ná þeim úr.
cc. Ef ekki er búið að láta skipta um spíssa þarf að aðeins að stoppa og hugsa máli. Veit til þess að þetta var ekki gret í nærri öllum bílum þó svo að IH hafi boðið þetta að kostnaðarlaus. Fékk ég reiking frá þeim upp á 400.000 sem ég reyndar borgaði ekki þar sem þetta var algert klúður hjá IH. Þeir rústuðu heddið og ætluðstu svo til þess að ég borgaði nýtt. Skoða þarf allar vinnuskýrslur hjá IH ef þetta er gert hja IH.
Reyndar var ekki auðvelt fyrir þá að finna nýtt hedd og tók nú aldeilis tíma. 3 mán..d. Mjög latir þegar þeir eru kaldir. Sá sem ekki þekki til gæti haldið að bíllinn væri úrbærddur eða eitthvða álíka.
e. Klafar að framan og þarf að hjólastylla bílinn alltaf öðru hverju.
..Örgglega eitthvað sem ég gleymi.
Þá er það hið jákvæða
a. Frábærir akturseiginleikar.
b. Gaman að keyra hann og Frábær alhliða jeppi.
bb. Gott að keyra hann bænum þó svo hann sé á 35+. Spurningin er hvað á að nota hann í og hversu oft hann er uppi á fjöllum osfrv.c. Frábær fjöðrun .
d. Mjög góð sæti og mjög gott rými í aftursætum. Meira en nóg pláss fyrir fætur ofl.
dd. Þegar ég segji góð sæti þá meina ég góð sæti. Ég er feitur en það fór alltaf vél um mig í Trubbanu.e. Hann er reyndar ekki með læst dirf en þó nær hann að krafsa sig ótrúlega.
ee. Oft hef ég heyrt " Þú ferð þetta nú aldrei" . Svo þegar allt er um garð gengið er ég kominn upp og sá sem mælti er enþá að reyna við bekkuna.Hvað varðar MC Pajero þekki ég ekki nægilega þessa bíla en vinur minn á einn slíkan árg. 99 eða 00 og hef ég ferðast nokkuð með honum.
Er þessi árgerð ekki með loft-púðunum sem voru alltaf eitthvað að gefa sig ???Zen
30.07.2009 at 11:24 #652842Já það kom til greina
Búinn að fara yfir öll öryggi bæði fram í húddi og ínni í bíl
30.07.2009 at 11:04 #205505Er með smá vandamál varðandi Partrol 2002
Enginn ljós að aftan nema brensuljós koma þegar stigið er á breimsur.
Er búinna að skoða allar perur.
Relay virðist tifa. Reyndar eru þau fleiri en eitt samkv. NiSSAN FAST.
Einhver lent í svipuðu eða hefur hugmydirB.kv.
Matti
27.11.2008 at 19:28 #633708Kannst við svipað mál.
Sammála Ulfr með hleðsluna og Alternator-inn.
Veit til þess að Alternator hafa farið í þessum bílum þó svo þeir væru nýlegir…
Þessir bílar þurfa umtalvert slag þegar þeir eru ræastir og snúast lengur en aðrir bílar áður en þeir fara í gang.
Annar hafa skynjarar verið að fyllast af sóti, sérstaklega ef bíllinn er keyrður mikið stuttar vegalengdir. Meira að segja eru þeir upp í IH með sérstakt ferli fyrir sótuga skynjara
Einnig gang þeir sérkennilega þegar þeir eru kaldir. T.d. mjög kraflausir fyrstu 300-500 m.Verð þó að segja að þessir bílar eru ekkert verri en aðrir bílar þó svo að oft sé talað illa um Trooperinn..
08.09.2008 at 15:04 #202885Fór með pattan í smurningu um daginn. Er með 2001 bil. Hef verið að nota Esso Ultron 5-40.
Var ég upplýstur á smurstöðinni um að hætt væri að flytja inn Esso Ultron. Mér var boðið Mobil 3000 olía sem örugglega er fína olía. Mobil hefur nú reynst mér mjög vel.Nú er bara spurningin hvort menn þekkja Mobil 3000 eða mæla kannski með einhverri annari olíu á Nissan Patrol.
Gaman væri að fá comment á þetta. Eina sem ég hef orðið var við eftir að ég setti Mobil á bílinn er að olíu ljósið logar alltaf í c.a 3 sek eftir að hann er kominn í gang. Eins og olía haldist ekki í síunni.Hefur kannski ekkert að gera með olískiptin
Matthías
15.08.2008 at 14:50 #627354Sælir aftur
Já það er rétt Gísli. Ég var með þá meinloku að það væri FREE á lokunum þegar ég stofnaði þráðinn.
Maður er nú alltaf að læra svo lengi sem maður lifir. Það eru greinilega margar skoðnir á þessu. Ég væri nú ekki með áhyggjur af þessu nema af því að menn hafa varað mig við þessu. Nóg til af BessarVissum sem geta lagt til málana…Tók mig til og fór að bílasölur og skoðaði þetta á ( breittum )Patrol bílum sem eru á bílasölum. Mér sýnist flest allir vera með orginal lokur ( Auto – Lock )
Matthias
15.08.2008 at 12:00 #627348Sælir strákar.
Mér var einmitt sagt "(Kiddi Bergs á Selfossi)" að keyra bílinn bara í lock.
Manual-inn ráðleggur að keyra ekki í LOCK.Mér synist einmitt vera reynslan að þetta brotnar en það er kennski við mjög sérstakar aðstæður eins og á jöklum..
Þakka greinargóð svör.
14.08.2008 at 10:41 #202778Ægislokur eða ekki ???
Ég er að velta fyrir mér með Drif-lokur að framan á Nissan Patrol.
Ég hef keyrt hann með lokur að framan á “ Auto“. Hef ég fengið nokkarar útgáfur af því hvernig best sé að hafa þetta. Sumir segja að þær eygi að vera að free svo draslið snúist ekki með.
Mig minnir að í Service-bokinni sé talað um að hafa þetta á Auto. Ef þetta er á auto á það ekki að núast með nema þegar sett er á FW-Drive.
Aðrir segja að ég eigi að fá mér Ægis-lokur því þetta getur farið illa í átökum og miklum kulda.
Svo hefur mér einnig borist til eyrna að það sé peningasóun að kaupa Ægis-lokur. Best sé að taka draslið úr og punkt-sjóða fast..
Það sé nákvæmlega það sem þeir geri og kalli þetta svo ægis-lokur.
Best að taka það fram að ég er með ARB-læsingar að framan.
Gaman væri að fá nokkur álit á þessu fyrir þann sem ekki veit…B.kv.
Matthías
31.07.2008 at 22:11 #626388Jú, ég væri tíl í að vera með húsnæði sem ég get komist í öðru hverju….
Ert þú, Borþór kominn með eitthvað bitastætt ….Matthias
28.07.2008 at 13:33 #626380Verða taka undir með þér Borgþór.
Það er ekki ólíklegt að fleiri jeppamen vanti aðstöðu. Reyndar skírtið að klúbburinn sé ekki með einhverja smá aðstöðu sem jeppamenn geta notað.
Væri alveg til í að komast í aðstöðu þar sem hægt væri að gera við. Annað hvort með grifju eða liftu.
Það er þröngt að strjúka bílinn í þessum venjulegu bílskúrum. Þröngt og leiðinlegt…
Ef þú færð einhver viðbröggð við þessari ósk þinni máttu þú láta mig vita í síma 822-2334
Kv.
Matti
27.07.2008 at 22:14 #626480AÐ MÆTA STÆRRI BÍLUM.
Mér hefur þótt takst nokkuð vel að keyra bara beint á móti. Undantekningalaust hægjir sá sem á móti kemur ferðina. Varðandi rútur eru þeir því miður ekki verstir þegar kemur að því að mæta. Min reynsla er sú að sumir JEPPAMENN aka margir eins og hálfvitar, sérstaklega á leiðum eins og inn í Þórsmörk og oft héf ég mætt þessum mönnum á 100+ á leiðinni t.d. inn í Þórsmörk. það virist vera flott að hlypa bara vel úr 44" og bruan svo af stað eins og drulan kemst. Skil nú oft ekki alveg hvað menn eru að gera á 44" inni þórsmörk á sumrin…UTANVEGA AKSTUR.
Verð að taka undir með þeim sem hér skrifar um utanvega aktur. Mér finnst utanvega aktur hafa aukist nokkuð. Reyndar finnst mér þau för sem ég sé mikið vera eftir fjórhjól og bifhjól ( Coss-ara og Enduro ). Mikið aukning hefur verið á þessum farartækum en þó má ekki kenna þeim um allt.
Þetta er mjög áberandi t.d. á Kaldadal, á leiðinni inn í Instadal og einnig víða á Hellisheiðinni.Einnig hef ég heyrt af því að verið sé að draga túrhesta upp um fjöll og fyrnindi sem hafa fest sig rækilega utan vega og skemmt heilmikið. Það virðist ekki rata í blöðin. Það má örugglega ekki styggja túrhestana. Svo er vegaeftirlit með okkur íslendingum með ærnum tilkostnaði og við jeppamenn látnir gjalda fyrir allan útanvega aktur og gróður skemmdir sem hægt að finna á landinu.
Auðvitað er enginn heilagur en það þarf ekki annað en að skoða þau tryllitæki sem koma með Norrænu.DÆMI
Fyrir nokkru óskuðu nokkrir þjóðverjar eftir að fá leiðsögn inn í Þórmörk þar sem ég mætti þeim rétt hjá Múlakoti. Þetta ágæta fólk var akandi á Subaru Legacy frá Bílaleigu.Sýndi ég þeim á korti hvar þórsmörk er. Sagði ég þeim að ég væri að leiðinn þangað og spurð þá sá sem fyrir hópnum fór hvort hann mætti ekki fjóta með. Sagði ég þeim að ekki væri gáfulegt að fara á Legacy inn í Þórsmörk. Svaraði þá sá sem fyrir hópnum fór því að starfsmaður viðkomandi bílaleigu fullyrti að ekkert mál væri fyrir hann að fara inn í Þórsmörk á þessu farartæki. Ekki veit ég hvort maðurinn var að segja satt en trúi sá sem trúa vill….Svo er það nú blessaði Yaris-inn. Maður sér hann nú ansi víða.
AÐ LOKUM
Einn ágætur maður sem ég talaði við um daginn sagði við mig eftir farandi.
Því í ert þú að ferðast á þessu ferlíki með þeim eldsnytiskostnaði sem því fylgir. Af hveru kaupir þú þér ekki bara fjórhól og kerru og þá stoppar þig ekkert.
24.07.2008 at 00:59 #626284Fínar myndir Borgþór og takk fyrir samflotið…
(Matti á vín-rauðum Patrol )
21.07.2008 at 03:20 #626190Svona innlegg í umræðuna.
Mig grunar að það sé 4,2 vélin sem sóst er eftir en ekki endilega bílinn.
Hitti á fimmtudaginn s.l. ástrala sem hér eru á ferðalagi. Eru reyndar búnir að var að ferðalagi frá Ástralíu sl. ár og vænta þess að koma heim eftir eitt til eitt og hálft ár. Frábært fólk við fyrstu kynni. Þau heita Chris og Elayne.
Þetta fólk var í samfloti með Austríkismönnum á gömlum austuríksum Pintcer herbíl.
Til þess að gera langa sögu stutta snérist þetta samtal okkar fljótt um bíla og m.a. Nissan Patrol.
Hann furðaði sig mjög á þessum 3.0 vélum. Hann furðaði sig reyndar á því hvers vegna við gætum ekki fengið Patrol með stærri vélum þar sem hann sagði okkur vera " Car crasy people".Fljótlega kom í ljós að það virðist vera til sandur af 4,2 l ( diesel ) vélum og þá er nú alltaf spurning hvað þetta er keyrt.. Eftir Því sem hann sagði er nýji Nissan Patrol með 4,8 l vél síðan 2005, líklega bensín bílar.
[url=http://cgi.ebay.com.au/GU-IV-Patrol-4-8-Dual-Fuel-Manual-HEAPS-OF-EXTRAS_W0QQitemZ190236629307QQihZ009QQcategoryZ35227QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem:3qhwv2lf][b:3qhwv2lf]Nissan patrol 4,8 sem dæmi frá Ebay í Ástralíu[/b:3qhwv2lf][/url:3qhwv2lf]Ég vill bara hvetja alla Patrol eigendur að skoða markaðinn á Ebay.com.au ( Ástralíu Ebay)
[url=http://cgi.ebay.com.au/Nissan-Patrol-Full-Reco-Engine-Motor-TD42-4-2-Diesel_W0QQitemZ350081161426QQihZ022QQcategoryZ6763QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem:3qhwv2lf][b:3qhwv2lf]Nissan Patrol vél, 4,2 disel, til sölu á c.a 3,450 Au-dollara.[/b:3qhwv2lf][/url:3qhwv2lf]. Australía dollar er mun lægri en Usa Dollar.
Hef ég heyrt að reynt sé að selja 4,2 vélar hér á landi f. allt að 500 þ. ísl kr. keyrðar 100.000 km.
Hins vegar þarf að skoða vel tollamál áður en svona hlutir eru keyptir. Grunar að það sé auðveldlega hægt segja x2 á verðið.
11.07.2008 at 01:06 #625702Lét setja í tvær rúður hjá mér og var meira en sáttur við verðið.
V.I.P eru í sömu götu og VAKAB.kv.
10.07.2008 at 01:27 #625040Hér að ofan hafa komið fram sjónarmið sem vert er að virða. Hins vegar vill ég benda á umræðu í þjóðfélaginu þegar Sif Friðleifsdóttir var Umhverfisráðherra og stakk upp á gjaldtöku á Þingvöllum. Einnig hafa komið fram hugmyndir síðustu dag um gjaldtöku a ýmsum svæðum eins og t.d. Kerið, Gullfoss, Gyesir ofl. Varðandi aðkomu ríkisins að gjaldtöku vísa ég til þess að þau gjöld sem innheimt hafa verið að almenningi hafi ekki farið í þá málaflokka sem þeim er ætlað. T.d má nefna gjald af eldsneyti.
Sem dæmi um hvert þetta er að stefna er að ég fór í dagsferð um daginn og var m.a. ekið um Grafardal. Þar kemur maður að hlið sem stendur á EINKAVEGUR – ÓVIÐKOMANDI UMFERÐ BÖNNUÐ. Ég skil þetta þannig að bændur eru farnir að takmarka nú þegar umferð um lönd sín og tel ég að þetta sé að hluta til vegna samskipta bænda við yfirvöld, virkjun landa þeirra og eingnaupptöku síðustu ára.
Hins vegar er ég sammála þeim aðilum sem telja rétt að rukka túristana.
10.07.2008 at 00:37 #625420Þetta ætlar að enda eins og allir hinir þræðirnir.
Þetta verður alltaf jafn skemmtilegt. Allir dásama sína bíla þar sem hverjum þykir sinn fugl ( full ) fegur.Jú Pattinn minn eyðir nú umtalsvert hér í bænum.
Bragi minn. Gaman að vita hvað Fordinn var að eyða í þessar ferð okkar um helgina. Fór af stað með fullan tank og ákvað að mæla þetta.
Svo þegar þú verður kominn á fullorðins dekk væri gaman að fá tölur þar að lútandi. Aflið ætti ekki að vanta svo ekki er víst að hann eyði mera hjá þér. Sjáum til…B.kv.
Matti
09.07.2008 at 11:40 #625410Einstaklega skemmtilegt hvernig umræða um bíla og það sem þeim fylgir breitist fyrst í hnýting og svo í hálfgert stríð.
Ég er búinn að lesa flest alla þræðina hér á þessum vef um eyðslu og orkugjafa. Flestir þræðirnir enda mér stríði.
Ég er sammála þér Ólafur Ragnarsson, með Patról að sumir þeirra eru helv. latir.Prufaði marga Patta og talaði við marga og flest svörin voru á saman veg.
Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir.Annar það sem gæti skýrt eyðsluna hjá mér er:
1. Hann er sjálfskiptur
2. Hann er á hlutföllum sem henta betur 44"
2.1 Af þeim ástæðum eyðir hann meira þar sem hann er á óþarflega háum snúningi ( OverDrive )Þetta með eyðsluna er nú alltaf þannig að menn vilja ekki viðurkenna eyðsluna.
Hef verið að ferðast með Ford F-150 (4×4 offroad ) og einnig Patrol 91 á 38".
Þegar í snjó eða annað þungt færi er komið eyða þeir ólýsanlega miklu og það gerir þessi bíll örugglega líka.
08.07.2008 at 12:10 #625404Búinn að mæla hann innanbæjar eins og hægt er í fyrstu tilraun
Hann er með 17 l innan bæjar ef ekið er eðlilega.
Væntanlega er hægt að vera í einhverjum spar-akrstri en hver nennir því.Takk fyrir góð svör.
04.07.2008 at 22:35 #625400Takk fyrir þessar upplýsingar
Jú Bargi..
Ég er kominn á Patrol
Buinn að selja þann hvíta..B.kv.
Zen
03.07.2008 at 21:09 #625360Þetta er ekki meint þannig og bið ég innilegrar afsökunar ef þetta fór fyrir brjóstið.
Maður hefur lent í ýmsu.B.kv.
-
AuthorReplies