Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.11.2002 at 19:39 #464292
Sæll, ég hef nú ekki prófað svona breiðar felgur undir Patrol en er með 18,5" breiðar undir mínum. Almennt held ég að helstu gallar við svona breiðar felgur séu eftirfarandi:
Mjög aukið leguslit.
Aukið slit á stýrisgangi.
Meiri líkur á að beygja hásingu ef bíllinn sleppir hjólum.
Breiðari brettakantar.
Minni beygjuradíus (nema klippa meira úr, MIKIÐ meira úr).
Bíllinn hættir að passa í hjólför, ekki vandamál ef menn eru fyrstir… þá er það bara vandamál fyrir alla hina 😉
Meiri líkur á að skemma felgurnar á grjóti.
Meiri líkur á affelgun, ekki vandamál ef felgurnar eru góðar með góðum kanti.Kostirnir eru eitthvað færri:
Meira flot við ákveðnar aðstæður (t.d. púðursnjó).
Bíllinn verður mikið ruddalegri í útlitiÁstæðan fyrir því að ég er á 18,5" breiðum felgum eru fyrst og fremst útlitslegar… og svo náttúrlega vonin um að hitta á draumafærið þar sem bara breiðar felgur drífa
Kv.
Bjarni G.
17.11.2002 at 14:55 #46159816.11.2002 at 13:16 #461592Ég þakka hólið Björn Þorri, þú ert ekki sem verstur sjálfur
Og þú skalt ekki voga þér að halda að ég taki það nærri mér þó þú skjótir á mig, ég hef talsvert þykkari skráp en það. Auðvitað væri heimurinn ekki eins skemmtilegur ef allir væru steyptir úr sama móti. Mér þótti bara vanta í þessa umræðu einhvern sem þorði að standa upp í hárinu á þessum Togoýta köllum. Þetta er búið að vera ágætt og hleypti aðeins lífi í þennan vef
Kv.
Bjarni G.
16.11.2002 at 11:47 #461588Bóndi er ég ekki og fyrir ykkur sem hafið ekkert ímyndunarafl þá var þetta með mjaltirnar myndlíking… þið ættuð að geta flett því upp í orðabók ef þið skiljið ekki orðið 😉
Og Emil… takk fyrir ljóðið, það var gott þó vitlaust væri því engin eru skuldaböndin á mínum fjallabíl. Það er hinsvegar rétt hjá þér með þyngdina, það gefur auga leið að bíll með hús úr áli og plasti er léttari en sambærilega stór bíll úr stáli. Hann er ekki léttur en samt ekki mjög þungur, 2.4 tonn á 44" með 150 lítra af bensíni og sætum fyrir sjö.
Kv.
Bjarni G.
15.11.2002 at 22:11 #461578Ég held að þessi amerískt/japanskt umræða sé eitthvað sem fær aldrei enda. En fyrir mér er það að ferðast á tilbúnum keyptum breyttum bíl álíka spennandi og að fara út í búð að kaupa mjólk. Ég vil heldur hlaupa út í haga, góma belju, hafa hana undir og mjólka sjálfur. Það er kikk sem þið hrísgrjónahýðiskallar munuð seint upplifa og aldrei skilja. Það jafnast fátt á við það að aka um á einhverju sem maður sjálfur hefur smíðað/breytt með berum höndum, með manns eigin höndum (svo bæti við smá drama). Og það að þykjast vera jeppakall en þola ekki að fá smá olíu á sig er eins og að vera skurðlæknir sem þolir ekki að sjá blóð.
Það er vissulega gaman að ferðast um hálendið en það er bara alls ekki allt, það er líka gaman að standa í brasi og smíðum og sjá síðan þegar hugarsmíðin virkar, nú eða virkar ekki.
Ég sé þetta sem tvo hópa:
1) Ferðamenn, það eru þeir sem láta breyta fyrir sig og þola ekki að sjá blóð/olíu.
2) Alvöru jeppamenn, þeir sem þola að sjá blóð…Með beljukveðjum 😉
Bjarni G.
15.11.2002 at 21:29 #461572Emil… ég ætla ekki að svara þessu með Snæfellsjökul… sálfræðingurinn minn er búinn að ýta því máli lengst niður í undirmeðvitund… 😉
En það er rétt, Dana 44 framhásing er ekki nógu sterk fyrir mig enda ekki mikið af búnaði sem þolir 44" Super Swamper á 18.5" breiðum felgum. Dana 44 er hins vegar skotheldur búnaður fyrir venjulega 38" bíla. Hásingin mín er ekki til sölu fyrr en ég er búinn að græja öflugri búnað.
Kv.
Bjarni G.
15.11.2002 at 21:15 #464210Eyþór, hvað varstu búinn að setja út í kókið áður en þú skrifaðir þetta ?
Hugmyndin er samt góð
Kv.
Bjarni G.
15.11.2002 at 17:34 #461566Eitthvað var þetta nú biturt svar hjá þér Lúther. Ég bíð spenntur eftir því að þú fullyrðir að Togoýta jeppi geti keyrt þarna upp 😉
Kv.
Bjarni G.
15.11.2002 at 15:44 #461558Ég held að þetta sé minnimáttarkennd, þeir þurfa stöðugt að vera að sannfæra sjálfa sig og aðra um ágæti þessara bifreiða. Held að rökin séu þessi: "Ef ég gala nógu hátt og oft þá hlýtur einhver að trúa mér". Og þetta með að vera á móti því að setja eðal ameríkudót í Pajero eða eitthvað annað, þeir eru bara hræddir um verða alltaf síðastir.
Kv.
Bjarni G.p.s. varðandi Bronco, Scout og Wagoneer hásingar þá eru Bronco og Scout með 5 bolta hjólnáum en Wagoneer er með 6 bolta. Bronco og "yngri" árgerðir (kringum 87) af Wagoneer eru með drifkúluna vinstra megin. Í flestum tilfellum passa Wagoneer hjólná á Bronco og Scout rör. Þannig að það ætti að vera auðvelt að finna eða setja saman eitthvað sem passar fyrir t.d. Pajero. Auk þess sem það er mjög einföld aðgerð að flytja kúluna til á þessum Dana hásingum.
14.11.2002 at 19:52 #461542Ég myndi nú taka hæfilega lítið mark á okkar ágæta fyrrum formanni BÞV, hann er illilega smitaður af hrísgrjónavírusnum hræðilega eins og svo ótrúlega margir aðrir.
Gamalt ameríkudót eins og hásingar eru eitthvað sem enginn ætti að vera hræddur við. Þrautreyndur búnaður, einfaldur og sterkur. Löngu eftir að eðalvagnarnir sem keyrðu upphaflega á þessum búnaði er horfnar á vit feðranna þá finnur þessi búnaður sér nýtt líf undir einhverju hrísgrjóninu.Kv.
Bjarni G.
p.s. ég er ekki bara með ameríkuvírus heldur bresku veikina líka…
p.p.s. ég veit vel að 7,5" drif er ekki til í neinum rörum frá Togoýta enda dytti engum í hug að setja svona ræfilslegt drif í alvöru búnað, ég notaði það bara sem verðdæmi
14.11.2002 at 17:14 #461532Ódýrast yrði væntanlega að skipta afturhásingunni út líka fyrst þú ætlar að hræra í afturfjöðruninni hvort sem er. Svo er líka gott að hafa hásingarnar jafnbreiðar og með jafnmörgum felguboltum. Hagvæmast myndi ég telja að kaupa gamlann breytann Bronco, Scout eða Wagoneer sem er að hruni kominn vegna ryðs. Þannig gætirðu í besta falli fengið fínar hásingar með hentugum hlutföllum og læsingum og jafnvel einhverjar dekkjablöðrur með fyrir sama verð eða minna og læsing kostar í 7.5" Togoýta drif.
Jeppapartasalan í hrauninu rétt fyrir utan Hafnafjörð ætti að eiga nóg af dóti handa þér.
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 16:44 #461524Fordómar og útúrsnúningar… ég vísa þessu nú bara til föðurhúsanna. Ég hef nú oftar dregið bilaðar Togoýtur (gerðist síðast í fyrradag) en þær hafa dregið mig bilaðan. Það hefur reyndar aldrei gerst enda fáar original Togoýtur sem hafa nægt afl eða nógu öflugan drifbúnað til að hreyfa við mér og mínum 😉
Og Palli ég mæli með Dana 44 hásingu með diskabremsum undan gamla Bronco með stífunum og öllu saman. Það er einfalt og ódýrt.
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 14:35 #461512Það er nú lítill sparnaður fólginn í því að kaupa sér Togoýta ef þú þarft að fá vél úr annarri gerð til að fá almennilegt power og síðan fá drifbúnað úr jafnvel enn annarri gerð til að hann þoli powerið
Kv.
Bjarni G.
14.11.2002 at 13:04 #461508Afhverju viljið þið endilega menga pæjuna með rusli úr Togogýta flokknum. Ég veit ekki betur en að það séu til fullt af eðal rörum frá Ameríkuhrepp sem gætu passað undir og eru bæði sterkari og ódýrari.
Kv.
Bjarni G.
04.10.2002 at 23:47 #463528Ég held að það sé alveg tilgangslaust að reyna kreista eitthvað meira út úr þessum Togogýta folöldum. Bara kaupa sér strax STÓRT glas af þolinmæðispillum, það sparar mikla vinnu og peninga sem skila litlu 😉
Kv.
Bjarni G.
27.09.2002 at 13:18 #463296Það eru til nokkrir Defenderar á 44" en mér persónulega myndi aldrei detta í hug að setja þá á svona stór dekk með original vél… Held að það sé ekki til nóg af þolinmæðispillum á landinu til að það gæti gengið 😉
Kv.
Bjarni G.
24.09.2002 at 13:21 #463244Já, uss þú verður að koma trukknum í lag. Annars þarf ég að gera hjólför fyrir Tedda í vetur 😉
Kv.
Bjarni G.
14.09.2002 at 11:49 #463056Fullt hægt að gera meira fyrir svona bíl. T.d. að létta hann um svona 2 tonn… þá kannski nær hann að drífa jafnmikið og japönsku blikkdollurnar 😉
Kv.
Bjarni G.
p.s. bíð spenntur eftir myndum jarðýtunni.
20.08.2002 at 13:58 #462740Sæll, jú stýrisdempari minnkar örugglega slit á öllum stýrisganginum, en ég hef ekki trú á að hann bæti aksturseiginleikana neitt að ráði meðan allt er í lagi.
Bjarni G.
14.08.2002 at 12:30 #462736Ég held að stýrisdempari hjálpi lítið í þessu tilfelli. Ég er á 44" (Super Swamper) með minni gerðina af stýristjakk og engan stýrisdempara og ég verð aldrei var við að bíllinn hegði sér illa nema þegar það er slit í einhverju. Það þarf oft ótrúlega lítið slit í stífufóðringum eða stýrisendum til að akstureiginleikarnir fari fjandans til.
Kv.
Bjarni G.
-
AuthorReplies