Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.03.2003 at 11:32 #471080
Ég mæli ekki með rafmagnsviftum ef þú getur notað viftuspaðann. Rafmagnsviftur ná ekki að dæla sama loftmagni og góður viftuspaði með trekt gerir, sérstaklega ekki þegar keyrt er með mikinn vind í bakið. Vélin framleiðir alveg ótrúlegan hita við að puða í þungu færi og góður blástur í gegnum vatnskassann er nauðsynlegur við þær aðstæður.
Eina ástæðan fyrir því að ég er með rafmagnsviftur er að vélin er svo neðarlega að viftuspaði næði ekki einu sinni upp á hálfan vatnskassa.
Kv.
Bjarni G.
20.02.2003 at 12:39 #467756Það hljóta að vera drifkúlur í þessum bíl eins og öðrum bílum, einhvers staðar seturðu drifhlutföllin og læsingarnar
Kúlurnar eru bara ekki "komnar niður" eins og hjá fullþroska bílum…
Ef síðan sem linkurinn vísaði á er skoðuð sést textinn sem er í póstinum frá Stebba. En í stuttu máli þá er Pajero (borið fram: pahero) slanguryrpi í spænsku sem þýðir "sá sem stundar sjálfsfróun".
En enn og aftur til hamingju með bílinn þetta verður án efa frábært snjótæki, alveg glæsilegur bíll.
Kv.
Bjarni G.
19.02.2003 at 23:05 #467750Jæja, BVÞ til hamingju með nýja [url=http://spanish.about.com/library/weekly/aa072301b.htm:8duu760n]"rúnkarann"[/url:8duu760n]. Það er alltaf gaman að sjá menn læknast af Togoýta vírusnum
Þessi bíll hjá þér á örugglega eftir að drífa helling, alveg svaðalega hátt undir kúlurnar í þessum græjum, annað en í Togoýta bíbíogblaka framfjöðruninni.
Ég mæli með einkanúmerinu/nafninu "RÚNKI" á græjuna
Kv.
Bjarni G.
p.s. ég er reyndar líka kominn á rúnkara, talsvert eldri að vísu… keypti svoleiðis handa konunni svo hún kæmist út í búð og soleis enda er það það sem þessir hrísgrjónabrennarar eru góðir í 😉
13.02.2003 at 16:32 #465736Ég keypti á sínum tíma 20L kút af [url=http://www.et.is:e6ajejmg]ET[/url:e6ajejmg] vörubílasjoppu. Góður kútur á mjög góðu verði. ET voru langódýrastir þegar ég var að leita mér að kút.
Kv.
Bjarni G.
07.02.2003 at 14:12 #468100Ég hef nú aldrei vitað að hásingar hafi gefið sig við þessar suður enda mjög þykkt í rörunum, þ.e.a.s. ef suðan er í lagi á annað borð. Það sem gerist er að rörin losna frá kúlunni og/eða suður gliðna í kringum kúluna. Það eru alveg ótrúlegir kraftar í gangi þarna sem sést best á því að gúmmín gefa lítið eftir þegar gefið er í eða hemlað, þau hinsvegar krumpast alveg í döðlur þegar bíllinn misfjaðrar. Ef gúmmíin eru færð fjær hásingunni veldur vogaraflið því að erfiðara verður að krumpa þau og þar af leiðandi reynir meira á hásinguna. Ef þetta væri eins og eik heldur fram þá mætti alveg eins sjóða löng bracket á hásinguna og setja gúmmíin hlið við hlið upp við grind en það sér hver heilvita maður að gengur ekki 😉
Kv.
Bjarni G.
07.02.2003 at 09:09 #468092Ég veit dæmi þess að hásingar hafa liðast í sundur við það að setja of þvingaða fjöðrun á þær. Þær eru að sjálfsögðu mun stífari en hefðbundin ballansstöng en þær gefa sig á endanum.
Kv.
Bjarni G.
07.02.2003 at 00:42 #468086Það eru ekki hemlunarkraftarnir og kraftarnir við það að taka af stað sem ég hef áhyggjur af í þessu tilfelli, þessi útfærsla ætti alveg að þola þá krafta. Það eru kraftarnir sem snúa upp á hásinguna þegar bíllinn misfjaðrar sem ég hef áhyggjur af.
Lykilatriði í framfjöðrun í Range Rover eru gúmmíin. Ef sett eru polyurethan fóðringar í stað gúmmía verður bíllinn mun minna svagur (og hefur minni misfjöðrun), afhverju skyldi það vera, jú polyurethanið gefur mikið minna eftir en gúmmíið og hásingin er því orðin ballansstöng. Sömu áhrif nást með því að auka bilið á milli gúmmíanna, þar kemur vogaraflið til sögunnar. Ekki skiptir máli hvort gúmmíin eru sitthvoru megin við hásinguna eða sömu megin, það er bara fjarlægðin frá rörinu sem skiptir máli. Minnsta fjarlægð frá röri næst einmitt með því að hafa gúmmíin sitthvoru megin. Ef ætlunin með þessum æfingum hjá HalldorG hefur verið að stífa bílinn þá þarf hann líka huga að því að styrkja hásinguna því minnsta gerð af 9" ford hásingu þolir ekki lengi að leika ballansstöng.
Í fourlink fjöðrun eru önnur lögmál í gangi, þar er best að hafa sem lengst á milli gúmmíanna enda allt aðrir kraftar að verkum þar. Rétt staðsetning gorma/loftpúða (beint fyrir ofan hásingu) er alltaf jafnmikilvæg sama hvað leið er farin í stífum.Kv.
Bjarni G.
06.02.2003 at 20:26 #468080Til að fyrirbyggja allan misskilning þá eiga stífurnar að sjálfsögðu að koma utan um hásinguna en ekki utan á hásinguna. Þ.e.a.s. stífugúmmíin eiga að vera sitthvoru megin við hásinguna. Eins og þetta er sett upp hjá HalldorG þá eiga annaðhvort suðurnar eftir að brotna eða hásingin liðast í sundur. Hásingar þola almennt illa að vera notaðar á þennan hátt sem ballansstangir.
Kv.
Bjarni G.
06.02.2003 at 20:13 #468078Þetta eru Range Rover framstífur og það er einfaldlega best að hafa þær eins og framleiðandinn hefur þær. Þ.e.a.s. miðja gúmmíanna sker miðju rörsins. Það er hægt að vera með þær á ýmsa vegu en það verður aldrei eins gott.
Kv.
Bjarni G.
06.02.2003 at 19:26 #192137Ég var að skoða myndir af breytingum í myndaalbúminu þínu og langar að benda þér á eitt.
Stífurnar sem þú ert að nota eru þannig gerðar að þær nota hásinguna í raun sem ballansstöng þegar bíllinn misfjaðrar. Gúmmíin í stífunum eru þarna til að bíllinn geti misfjaðrað en þegar þú ert búinn að færa þau svona langt frá hásingunni þjóna þau ekki lengur sínu hlutverki eða gera a.m.k. minna af því og mikil hætta er á að suðurnar við hásinguna gefi sig. Þó svo að suðurnar haldi þá ertu búinn að þvinga afturfjöðrunina verulega. Besta uppsetningin á þessu er sú að ef dregin er ímynduð lína á milli miðju gúmmíanna þá á hún að skera hásingarrörið í miðju. Þannig ná þau að njóta sín og bíllinn misfjaðrar/teygir eins mikið og hægt er með þessum búnaði.Kv.
Bjarni G.
06.02.2003 at 09:37 #468014Kom ekki einhver kall frá Landssímanum á fund til okkar um daginn og tilkynnti að verkstæði símans þjónustaði alla NMT síma. Ég myndi allavega prófa að tala við þá.
Kv.
Bjarni G.
04.02.2003 at 16:04 #467856Hjá kananum er 5 ára gamalt dót eins og nýtt en hjá japananum er 5 ára gömlu dóti fleygt á haugana, t.d. öllum bílum
Ætli það sé ekki munurinn…Skil nú ekki hvað þið hrísgrjónahirðarnir eruð að monta ykkur af nýjungum í dollunum ykkar. Veit ekki betur en að Range Rover hafi komið með gorma og diskabremsur allan hringinn árið 1971… hvað var undir Togoýtunum þá HA!?!
Kv.
Bjarni G.
04.02.2003 at 09:31 #467686[url=http://www.howstuffworks.com/:3up4w6h7]Þessi[/url:3up4w6h7] vefur er með mikinn fróðleik. T.d. um[url=http://auto.howstuffworks.com/fuel-injection.htm:3up4w6h7]innspýtingar[/url:3up4w6h7].
Kv.
Bjarni G.
31.01.2003 at 08:43 #467346Klúbburinn stóð nú fyrir svona átaki fyrir nokkrum árum. Dreifði áburði, fræjum og ruslapokum merktum klúbbnum til félagsmanna.
Kv.
Bjarni G.
30.01.2003 at 23:39 #4672946.0 l PowerStroke er heilum 100 kg. léttari en 7.3 l PowerStroke en samt örugglega þyngri en VW vélin. VW vélin er væntanlega úr áli sem hefur nú ekki þótt sérstaklega hentugt í lýsismótora hingað til sbr. t.d. hedd á Datsun og MMC.
Kv.
Bjarni G.
30.01.2003 at 15:50 #467284Nei nei, [url=http://www.powerstrokeregistry.com/page16.html:5ovy34pg]þetta[/url:5ovy34pg] er draumavélin. 560lb/ft eru u.þ.b. 760nm sem er mjög gott
Kv.
Bjarni G.
29.01.2003 at 11:22 #467184Það þarf nú engan eldflaugavísindamann til að fatta að mikið breyttur jeppi með fullt af loftnetum og ljóskösturum sé fullur af dóti sem hægt er að stela. Breytir ekki miklu hvort þú sérð hann keyra framhjá þér eða sérð mynd af honum á netinu. En að vísu er maður að setja "innkaupalista" á netið með því að tilgreina nákvæmlega hvaða græjur eru í bílnum.
Ég tek alltaf allt verðmætt úr bílnum hjá mér á milli ferða, meira að segja útvarpið, enda nota ég hann ekki dags daglega.Kv.
Bjarni G. (sem þolir ekki þjófa)
28.01.2003 at 20:21 #466856…þetta var nú óþarfi 😉
Það er svoldið síðan ég keypti þetta en hef ekki gefið ennþá gefið mér tíma í að gera eitthvað sniðugt úr þessu. Ég er hinsvegar búinn að finna flesta íhluti til að útbúa tölvustýrðu fjöðrunina. Skil nú ekki þessa óþolinmæði í þér… þú veist að ég tek mér alltaf góðan tíma í að framkvæma svona hluti 😉
Kv.
Bjarni G.
28.01.2003 at 11:16 #466850Ég keypti [url=http://www.labjack.com:x9q1k760]svona[/url:x9q1k760] græju til að setja í trukkinn. Með henni og smá föndri er hægt að tengja allt mögulegt í bílnum við tölvu. T.d. stjórna relay-um, lesa af skynjurum o.þ.h. Ég ætla aðallega að nota þetta til að búa til tölvustýrða loftfjöðrun en möguleikarnir eru endalausir
Kv.
Bjarni G.
26.01.2003 at 22:16 #467056Hvar eru verkamannakrúser gæjarnir núna? Eru þeir kannski allir ennþá á leiðinni í bæinn 😉
Kv.
Bjarni G.
-
AuthorReplies