Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.10.2003 at 17:57 #477372
Þá er það komið á hreint… "Rúnkarinn" er heiladauður.
Ég fékk að setja tölvuna úr honum í samband við bíl í lagi og hann "bilaði" alveg eins. Þannig að ef þið vitið um einhvern sem hefur nýlega rifið Pajero V6 3.0 árgerð ’93 eða ’94 þá þætti mér gott að frétta af því. Eru kannski einhverjir sem flytja inn uppgerðar svona tölvur? Það væri gaman að heyra af því líka.Tölvur úr öðrum árgerðum en ’93 og ’94 passa ekki nema með einhverjum heilmiklum æfingum, búinn að prófa það.
Kv.
Bjarni G.
04.10.2003 at 15:28 #477370Sæll Einar, númerið á tölvunni hjá mér er:
MD162165
E2T37472
og svo stendur stórum stöfum á hliðinni á henni: 2165
Stemmir það við tölvuna sem þú ert með?Magnús G., þessi málmvafningur… er þetta ekki eitthvað sem Bílanaust selur í metratali. Mig minnir að ég hafi einhvern tíman fengið eitthvað svona hjá þeim.
Kv.
Bjarni G.
03.10.2003 at 23:45 #477364Ég fór með tölvuna í Heklu en þeir segjast ekki geta fundið neitt út úr þessu nema fá bílinn og ég á engin líffæri aukalega sem ég selt til að leggja í það 😉 Ný tölva kostar 120 þúsund hjá þeim þannig að það er eins og að láta leggja 18 hjóla trailer þversum í ra**gatið á sér. Það hlýtur að vera hægt að fá uppgerðar tölvur á lægra verði en það.
Ekki er það rafgeymirinn því bíllinn startar eðlilega, hann bara tekur ekki við sér.Kv.
Bjarni G.
03.10.2003 at 18:34 #192949Jæja nú er ég í vanda, Pajeroinn neitar að fara í gang, hann startar vel en tekur ekki við sér. „Check Engine“ ljósið blikkar nokkrum sinnum mjög dauft þegar svissað er á hann (þarf að slökkva ljósið í bílskúrnum til að sjá það). Venjulega logaði það í ca. 5 sek. þegar svissað var á bílinn. Skv. viðgerðabók Haynes þá á það að loga stöðugt ef einhver skynjari eða þess háttar er bilað. Dettur ykkur eitthvað í hug hvað gæti verið að? Ég veðja á tölvuna (ECU) en þetta gæti sjálfsagt verið eitthvað annað. Endilega látið í ykkur heyra ef þið hafið lent í svipuðu og fundið lausn á því.
Það væri náttúrulega frábært ef einhver væri til í að leyfa mér að stinga tölvunni í samband við sinn bíl svo ég geti fullvissað mig um að þetta sé eða sé ekki tölvan. Þetta er V6 3.0 sjálfskiptur Pajero árg ’93.
Kv.
Bjarni G. Sími: 820-6442
02.10.2003 at 15:06 #477230Þetta verður furðulegra með hverjum póstinum… það sem ég skil út úr þessu er að það sé einhver stöng frá vökvastýrisdælunni tengd við ballansstöngina???
Væri ekki nær að tengja stöng frá stýrismaskínunni í millibilsstöngina eða í annað liðhúsið???Kv.
Bjarni G.
p.s. ég veðja á að spindilhallinn sé rangur vegna þess að framhásingunni hefur verið velt, til að fá betri halla á drifsskaftið, án þess að snúa liðhúsunum.
11.07.2003 at 12:43 #473996Áhugavert… í hvaða hefti FourWheeler er þessi grein.
Kv.
Bjarni G.
07.07.2003 at 12:39 #474732Hehe, það þurfti nú ekki túrhest til að sparka dekkinu undan Togoýtunni… það ákvað upp á sitt einsdæmi að yfirgefa samkvæmið á sléttu malbikinu. Sennilega hefur það séð einhvern jeppa við Bílanaust sem því leist betur á 😉
Kv.
Bjarni G.
30.06.2003 at 14:09 #474568Þessi saga er náttúrulega stórlega ýkt… við náðum ekki alveg að bakka undir brúna en langleiðina þó 😉 Skömmu áður höfðum við verið að elta Chevrolet upptíning af stærstu gerð á 44" (6 manna hús og laaaangur pallur) í Krossá. Það gekk vel lengi framan af en alltaf fann hann dýpri pytti til að láta okkur elta sig í. Og loks kom að því að Willys var nóg boðið og okkur rak niður ána. Með herkjum náðum við samt að koma framhjólunum upp á bakkann og sátum við þar fastir upp á endann með afturhjólin á bólakafi og Krossá beljandi í gegnum blæjuna fyrir aftan okkur. Eitthvað þótti okkur drifgeta bílsins lítil og eyddum við smá tíma í að bölva því, þegar við skyndilega mundum eftir því að við höfðum ekki sett í framdrifið. Eigandinn (Eyþór) ljómaði allur við þessa uppgötvun og fékk nýja trú á faratækið. Sá ljómi dofnaði þó fljótt þegar við uppgötvuðum að skiptistöngin fyrir millikassann var horfin. Eigandinn fór þá að gramsa undir sætinu hjá sér og fann einhverja stöng eða skrúfjárn sem gæti mögulega nýst sem millikassastöng. Drjúgur tími fór síðan í að hræra í millikassanum en aldrei hreyfðust framhjólin og við komust hvorki afturbak né áfram og hefði helst þurft þyrlu til að draga drusluna upp því alltaf gróf meira og meira undan henni að aftan. Þegar við vorum búnir að gefa þessar æfingar upp á bátinn ljómaði eigandinn öðru sinni og núna mundi hann eftir því að við höfðum aldrei sett í driflokurnar. Okkur samdist um að hann skriði fram á húdd til að setja í lokurnar því hann er maður langur mjög. Það kom í ljós að langir menn virðast ekki vera mjög liðugir og tók þetta ferðalag hans fram á húdd góða stund en á endanum stóð hann á framrúðunni og náði að teygja sig niður í lokurnar. Og það var eins og við manninn mælt að þegar druslan fékk drif á öll hjól þá var hægt að þruma henni afturábak og uppúr hinum megin.
Þetta byrjaði allt með einni saklausri setningu: "Eltu þennan…"
Kv.
Bjarni G.
23.05.2003 at 17:27 #472896Bara sýna smá þolinmæði, það er verið að vinna í þessu.
[url=http://www.f4x4.is/netfrettir/index.asp?ID=144:1d9yvy5c]Sjá hér[/url:1d9yvy5c]
Kv.
Bjarni G.
23.05.2003 at 14:47 #473670Að sjálfsögðu heldurðu loftpúðunum undir að aftan. Þú þarft bara að flytja þá upp á hásinguna og lengja stífurnar, þá ertu í góðum málum. Þú verður að geta lagað hæðina á bílnum þegar þú "hleypur" með 100 kílóa spilið þitt úr skottinu og skellir því framan á bílinn 😉 Gengur ekki að hafa hann á rassgatinu eða á nefinu eftir því hvar spilið er.
Kv.
Bjarni G.
21.05.2003 at 09:57 #473632Ég lét microskera 44" Super Swamper (ónegld) hjá mér og ég get fullyrt að þau grípa margfalt betur í hálku, bara það eitt leyfir mér að mæla með þessu við hvern sem er. Veghljóðið lækkaði aðeins og breyttist úr því að vera háværar lágtíðni drunur í svona "eðlilegan" háværan dekkjahvin, þau urðu langt frá því lágvær en hávaðinn var samt svona aðeins minna óþolandi. Varðandi endinguna þá vantar mig samanburð en sagan segir að loft leiki um raufarnar í keyrslu og auki þar með kælingu dekkjanna, því endist þau betur.
Kv.
Bjarni G.
30.04.2003 at 10:37 #472994Þetta væri örugglega gaman… í svona þrjú korter. Þriggja höfuðlegu vélarnar eiga alveg nóg með sín 62 hestöfl eða hvað það nú er. Held að það sé alger óþarfi að láta sér detta í hug að setja meira álag á þær eins og t.d. með túrbínuísetningu.
Kv.
Bjarni G.
30.04.2003 at 10:30 #472914Ég held að það sé lang einfaldast fyrir þig að fá þér viðgerðarbók fyrir þessar vélar. Ég hef ekki rekist á neinar vitrænar upplýsingar um þær á netinu (hef að vísu ekki leitað mjög mikið). Held að Bílanaust selji alveg ágætar bækur um þessar vélar. Þeir áttu allavega til bókina sem ég notaði mér til halds og trausts á sínum tíma. Svo er náttúrulega alltaf hægt að panta þær frá [url=http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/0895860368/ref=pd_sim_books_4/002-8874581-0759252?v=glance&s=books:1xcby8oc]Amazon[/url:1xcby8oc].
Kv.
Bjarni G.
28.04.2003 at 16:47 #472946Ég hef talsvert verslað við [url=http://www.summitracing.com/:xj19ca3j]Summit Racing[/url:xj19ca3j]. Alveg óhætt að treysta þeim. Hef bæði látið þá senda hingað heim og einnig til ættingja í USA án vandræða.
Kv.
Bjarni G.
13.04.2003 at 22:35 #472424Ég keypti mæla í minn bíl (10 stk.) hjá [url=http://www.vdo.is/:1tkshsw7]VDO verkstæðinu[/url:1tkshsw7]. Þeir voru að vísu ekki með stóran lager og þurti að sérpanta megnið af þeim en verðið kom þægilega á óvart. Mælarnir líta u.þ.b. [url=http://www2.vdo.com/vdo/end_consumer/ec_product_range.aspx?a=&ID=623:1tkshsw7]svona[/url:1tkshsw7] út.
Kv.
Bjarni G.
08.04.2003 at 20:17 #472160Erlendi markaðurinn mun sjá okkur fyrir dekkjum gerðum fyrir stærri felgur. Til dæmis fást [url=http://www.intercotire.com/html/trxus-mt-sts.htm:10dtmy61]TrXus[/url:10dtmy61] frá Interco (Super Swamper) fyrir felgustærðir 15", 16.5", 16", 17" og jafnvel 20". Reyndar virðist strigalögunum fjölga og burðargeta dekkjanna aukast eftir því sem felgurnar eru stærri. Spurning hvort það gerir þessi dekk of hörð til að vera nothæf til aksturs á snjó.
Kv.
Bjarni G.
04.04.2003 at 10:03 #472048Stebbi er á góðri leið með að sannfæra mig um að spjallið eigi að vera lokað fyrir félagsmenn… fyrir utan kannski einn þráð: "Sandkassinn".
Kv.
Bjarni G.
21.03.2003 at 19:08 #471298Allt um ET [url=http://www.et.is:283byenq]hér.[/url:283byenq]
Kv.
Bjarni G.
19.03.2003 at 12:44 #471116300 metra skekkja í blindsandstormi eru alveg aðstæður til að villast í…
Nú man ég ekki hvernig þetta var áður en þeir hættu að rugla en sýna gps tækin ekki "rétta" skekkju, þ.e.a.s. ef skekkjan er 100 metrar þá sýnir tækið það? Heldur tækið kannski að það sé engin ruglun í gangi og segir nákvæmnina vera nokkra metra? Á nýrri Garmin tækjum er hægt að setja flipa á skjámyndina sem sýnir þessa nákvæmni. Ef tækið sýnir "rétta" skekkju ætti að vera auðvelt að fylgjast með því ef þeir setja ruglið á.
Kv.
Bjarni G.
19.03.2003 at 12:22 #471110Bíddu, hættu þeir ekki einmitt að rugla gps sendingarnar í persaflóastríðinu af því þeir áttu ekki nógu marga afruglara og bandarískir hermenn voru að villast út um allar trissur.
Kv.
Bjarni G.
-
AuthorReplies