Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.10.2005 at 15:33 #528748
Endanlegt verð er ekki komið á hreint, þær eru í tollafgreiðslu en stykkið var á rétt rúma 100 dollara með flutningi til Norfolk (ShopUSA). Þetta eru felgur boltaðar saman með 12 boltum og þeim fylgja nýjar rær og þéttihringur.
–
Bjarni G.
05.10.2005 at 13:39 #528746Takk fyrir þetta strákar. Smári í Skerpu er greinilega maðurinn í þetta mál. Ég var búinn að skoða nokkra möguleika á felgum en endaði á Hummer felgum. Mér finnst t.d. kantlæsingin sem menn skrúfa utan á felguna ekkert sérstaklega girnileg því hún læsir bara öðrum kantinum. Ég skoðaði líka að útbúa felgur eins og [url=http://offroadchat.com/showthread.php?t=1108:24j12e6t]USA6x6.com[/url:24j12e6t] smíða en komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að það yrði mun dýrara en að breyta Hummer felgunum.
–
Bjarni G.
05.10.2005 at 12:19 #196401Sælir, nú hafa einhverjir verið að nota breikkaðar Hummer felgur. Hvernig leysa menn vandamálið með kantlæsinguna? Þ.e.a.s. hvað setja menn inn í felgurnar til að halda dekkjunum að kantinum báðum megin? Er einfalt að breikka original hringinn eða fara menn aðra leið?
Bjarni G.
04.10.2005 at 16:10 #528636Prófaðu núna, það ætti að vera komið pláss.
Kv.
Bjarni G.
14.09.2005 at 14:06 #526666Þetta er nú bara eins og með jeppana hjá okkur öllum, við erum í raun aldrei búnir að "klára" að breyta/smíða, það er alltaf hægt að gera meira og betur.
En ég er ekki enn búinn að fá upp úr þér, vals, hvað það er sem er svona stórkostlega vont við þennan vef. Það er búið að laga mjög mikið af því sem sem kvartað hefur verið undan og vefurinn virkar mjög vel núna, en auðvitað er hægt að gera betur.Bjarni G.
14.09.2005 at 10:42 #526662"Todo" listinn er svosem ekkert leyndarmál en hann er ekki birtingarhæfur eins og hann er í dag. Þetta er bara vinnuskjal. Ég gæti vel hugsað mér að setja inn lista yfir það hvað við ætlum að gera í náinni framtíð eftir næsta fund vefnefndar.
Það er heilmikil vinna í gangi við að stórbæta þjónustu við nefndir og deildir en á þessum tímapunkti er ekki rétt að opinbera það frekar. Það verður kynnt síðar.Bjarni G.
14.09.2005 at 10:17 #526658Að mínu mati er búið að laga flest á síðunni sem menn hafa kvartað undan, alls ekki allt en flest. Lagfæringar/breytingar eru miserfiðar í framkvæmd, textabreyting eins og ég framkvæmdi í gær er mjög einföld en þegar kemur að því að breyta hegðun og virkni síðunnar þá þarf svolítið að velja og hafna, þetta er jú unnið í sjálfboðavinnu og menn hafa ekki endalausan tíma til setja í þetta.
Sumt væri til mikilla bóta eins og t.d. að sjá fleiri þræði sem þú hefur tekið þátt í en ýmislegt annað skiptir kannski minna máli.
Ég ætla að vona að þessi síða verði aldrei "kláruð" því, eins og Skúli bendir á, að alltaf er hægt að gera betur.Bjarni G.
13.09.2005 at 18:33 #526646Kæri vals, hvað er efst á óskalistanum hjá þér að verði klárað á síðunni? Það væri skemmtilegt að fá lista frá þér yfir það sem þér finnst aðfinnsluvert við síðuna og sjá hvort því ber saman við "todo" listann hjá vefnefndinni.
Bjarni G.
13.09.2005 at 10:05 #526638Þetta var prýðishugmynd hjá þér, hvernig lýst þér á þetta núna?
Bjarni G.
13.09.2005 at 08:35 #526634Áhugaverðar myndir eru valdar algerlega af handahófi úr öllum myndum í myndasafni, það er engin ritskoðun á því hvað má birtast þarna og hvað ekki. Ef þú ert ekki ánægður með myndina sem kemur þá þarftu bara að ýta á "Nýglæða" (Refresh) í vafranum til að fá nýja mynd
Góða skemmtun.
Bjarni G.
12.09.2005 at 22:08 #526568Ég hef einmitt alltaf haldið þetta að lægri hlutföll væru veikari en [b:3njv55zu][url=http://www.gearinstalls.com/410suck.htm:3njv55zu]þessi[/url:3njv55zu][/b:3njv55zu] gæi er ekki sammála. Hann bendir t.d. á að lægri hlutföll brotni frekar því oftar en ekki séu þau illa stillt á meðan upprunaleg/lægri hlutföll eru rétt stillt inn af verksmiðju. Hljómar ekkert ósennilega.
En aftur að þessum Econoline… ég tel að 4.10 hlutföll séu fín fyrir 38" dekk og engin spurning um að halda þeim ef þú ætlar líka að keyra á 35". Það er allavega engin ástæða til að prófa það ekki.Bjarni G.
07.09.2005 at 09:11 #526452Ég verslaði nýja loftlæsingu á eBay fyrir stuttu á 500 dollara, hún er vonandi á leiðinni
Ef þú bætir við 50 dollurum í sendingarkostnað til ShopUSA þá er hún komin í hendurnar á þér undir 75 þús. Mögulega ódýrari ef þú færð seljanda til að senda hana beint til Íslands.
Bjarni G.
06.09.2005 at 14:17 #196224eða er þetta plat? Sjá hér“. Er loksins komin „örugg“ geymsluleið fyrir vetni?
Tekið af síðunni þeirra:
„There are materials call Hydrides that absorb Hydrogen like a sponge absorbs water. Typically, the tanks are filled with granulated Hydrides, and Hydrogen is pressurized into the material. Hydrides have many advantages over liquid & gas. One is that the density of the Hydrogen stored in the Hydride can be GREATER than that of liquid Hydrogen. This translates directly into smaller and fewer storage tanks.
Once the Hydride is „charged“ with Hydrogen, the Hydrogen becomes chemically bonded to the chemical. Even opening the tank, or cutting it in half will not release the Hydrogen gas. In addition, you could even fire incendiary bullets through the tank and the Hydride would only smolder like a cigarette. It is in fact, a safer storage system than your Gasoline tank is.“Bjarni G.
01.09.2005 at 12:36 #526124Ég setti link á vefmyndavélina á Hveravöllum undir "Fróðleikur" og "Veður".
Bjarni G.
01.09.2005 at 08:38 #526178Prófaðu núna að setja inn myndir, ef það virkar ekki láttu okkur í vefnefnd vita (vefnefnd@f4x4.is).
Bjarni G.
30.08.2005 at 12:56 #526092Það má vera að ég hafi farið veggmeginn framúr í morgun en það eru nú ekki margir mánuðir síðan þú drullaðir síðast yfir þá sem eitthvað koma nálægt þessum vef. Þú hefur komið með margar góðar athugasemdir um það hvað má fara betur á þessum vef en þessar persónuárásir þínar eru verulega þreytandi.
Og að draga fram í dagsljósið nærri 3ja ára gamlan þráð sem skýringu á geðvonsku… kannski þú ættir að líta í eigin barm… fór þetta virkilega svona illa í þig þegar þú áttaðir þig á að ég hafði rétt fyrir mér?Bjarni G.
30.08.2005 at 09:07 #526086Æ góði eik farðu nú að draga drullutjakkinn út úr ra**gatinu á þér og vittu hvort skapið skáni ekki. Þessi comment þín eru orðin ansi þreytandi og leiðinleg.
Bjarni G.
10.08.2005 at 14:49 #525596Efst til hægri er tengillinn "Klúbburinn", og þar í textanum er tengill á "Deildir". Ef smellt er á hann kemur listi yfir deildirnar hægra megin.
Bjarni G.
08.08.2005 at 13:30 #525396Ég vil sérstaklega benda á myndaalbúmið [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/?file=breytingar/3751:18ibd74y]"húddskóp"[/url:18ibd74y] hjá "gundur", er einhver möguleiki að fá fleiri myndir af þessu dásamlega húddskópi?
😉
Bjarni G.
19.07.2005 at 09:07 #524952Ætti að vera komið nóg pláss núna, afsakið töfina það virðast allir vera á flakki einhvers staðar.
Bjarni G.
-
AuthorReplies