Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.10.2005 at 11:47 #528768
Miðað við hvað efnið í upphækkunarklossa kostar þá held ég að nylon öxull með þvermál upp á ca. 40 cm. sé ansi dýr ef hann er þá til.
Reykjalundur á vatnsrör sem eru nálægt þessu þvermáli, ég á alltaf eftir að kíkja á þetta hjá þeim. Annars er eitt vandamál við svona hólka… ef felgan og þar af leiðandi hólkurinn eru mjög breið þá er ekki hægt að koma hólknum inn í dekkið nema í bútum því þvermálið á honum er jú stærra en þvermálið á gatinu á dekkinu. Þetta er ekki vandamál með original innlegg í original felgu því innleggið er mjótt og úr mjúku gúmmíi sem hægt er að pressa saman.
Það eru reyndar til nokkrar útfærslur á þessum innleggjum í Hummernum, þetta er til úr plasti, gúmmí og magnesíum blöndu. Plast og magnesíum innleggin eru með hrygg sem hægt er að keyra á ef springur.
–
Hér er dæmi um magnesíum "runflat" innlegg:
[img:u7vrv04g]http://i3.ebayimg.com/01/i/04/36/84/37_1_b.JPG[/img:u7vrv04g]
–
Bjarni G.
25.10.2005 at 10:55 #528764Þetta gæti virkað á 15" felgur en ekki á 16,5" því þar er enginn kantur til að halda dekkinu.
–
Bjarni G.
24.10.2005 at 23:06 #528760Jæja þá er ég búinn að fá felgurnar og þær líta bara helv. vel út. Verðið á þeim öllum fjórum var ca. 53 þús. komið inn á gólf hjá mér. Eini gallinn er að þær eru ekki nógu innbreiðar, bara sjö tommur, þarf sennilega að bæta við tveimur tommum þar. Sýnist að það sé mjög einfalt að nota original innleggin ef maður bara tvöfaldar breiddina á felgunni og nota þá tvö innlegg í hverja felgu. Innleggin eru að vísu leiðinlega þung þannig að það er kannski betri lausn að smíða eitthvað inn í þær í staðinn. Þarf að klóra mér aðeins meira í hausnum yfir því.
Mér sýnist að það gæti verið einfalt að útbúa svona 15" felgur með kantlæsingu báðum megin með því að skipta út tunnunni og smíða innleggin ef menn hafa áhuga á því.
–
Bjarni G.
24.10.2005 at 22:46 #529802Ef þú ert að leita að bíl sem er 2ja til 3ja ára ertu þá ekki að leita að bíl sem er að hámarki 3ja ára? Ég held að það sé óhætt að fullyrða að allir bílar sem koma á götuna 2002 séu orðnir rúmlega 3ja ára, a.m.k. ef miðað er við framleiðsludag.
–
Bjarni G.
24.10.2005 at 14:26 #529794Maðurinn er að leita að 2 til 3 ára gömlum bílum ekki gömlum druslum frá 2001 eða 2002 😉
–
Bjarni G.
21.10.2005 at 12:11 #529736Þú átt að nota venjulega gírolíu á No-Spin, það hef ég a.m.k. alltaf gert.
–
Bjarni G.
19.10.2005 at 20:09 #529690Ég hef gert við púða sem lenti í þessu sama og fékk sérfræðinga í dekkjaviðgerðum í lið með mér. Gatið var að vísu mjög ofarlega þannig að það var ekki á þeim kafla sem púðinn rúllar á. Þetta hélt ansi lengi en gaf sig svo á endanum. Það var sett bót yfir gatið og síðan var slöngubút smokrað yfir efri part púðans. Þetta var allt baðað í lími og látið þorna í sólarhring. Besta lausnin er trúlega að setja "svepp" inn í púðann en við reyndum það ekki því við töldum að það yrði erfitt að troða honum í gatið án þess að hann límdist við sjálfan sig. Það mætti líka prófa að setja venjulega dekkjatappa í gatið. Í versta falli detta þeir úr og þá getur þú reynt eittthvað annað.
–
Bjarni G.
13.10.2005 at 14:47 #529210Nei Hlynur það er ýkt flott að hafa fjórar rúðuþurrkur… ekkert flott að vera bara með tvær eða þrjár 😉
–
Bjarni G.
p.s. spurning hvað Teddi verður lengi í skúrnum næst þegar ég sting hann af 😛
13.10.2005 at 09:03 #529194Þú setur auglýsinguna inn eins og venjulega en ferð síðan í að skoða hana. Þá færðu valmöguleikann að bæta við mynd.
–
Bjarni G.
10.10.2005 at 16:55 #528662Eru þetta réttar myndir sem ég hengdi inn á þig?
–
Bjarni G.
09.10.2005 at 23:08 #528654Þórir þú ert kominn með fullt af plássi.
–
Bjarni G.
09.10.2005 at 21:18 #528650Reyndu núna.
Annars er yfirleitt áhrifaríkast að senda póst á vefnefnd@f4x4.is ef þið eruð í vandræðum með vefinn.
–
Bjarni G.
09.10.2005 at 20:51 #528646Bóndi, þú ert kominn með meira pláss.
–
Bjarni G.
09.10.2005 at 20:05 #528642Freyr, reyndu núna.
–
Bjarni G.
07.10.2005 at 13:57 #528912Mér kemur nú eiginlega mest á óvart að sá sem var dreginn og átti krókinn sem bognaði skyldi ekki rukka þann sem dró um krókinn :p Svona til að hámarka ósvífnina.
–
Bjarni G.
07.10.2005 at 08:29 #528884Það eru skiptar skoðanir um þetta innan vefnefndar en kannski mætti hugsa sér að bjóða upp á "Fela" og svo "Fela alveg" sem myndi þá fela þetta fyrir notandanum
Þá þyrfti engu að eyða.
–
Bjarni G.
07.10.2005 at 08:27 #528626Bara henda hásingu undir þetta að framan og málið er dautt 😉
–
Bjarni G.
06.10.2005 at 09:57 #528872Það er ekki hægt að eyða auglýsingum en það er hægt að fela þær. Ferð í að breyta auglýsingu og hakar við "Fela". Þú sérð auglýsinguna alltaf í þínum upplýsingum en ekki aðrir.
–
Bjarni G.
05.10.2005 at 20:59 #528758Felgur geta náttúrulega verið djúpar á tvo vegu þannig að kannski væri réttast að kalla þetta bakdýpt.
55 þús. fyrir stykkið af svona felgu er nú bara rán. Það er hægt að fá 4 stk. "út úr búð" á [url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/4-Military-beadlock-wheels-16-5-hummer-h1-humvee-hmmwv_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ43956QQitemZ8005228487:3q82zn55]eBay[/url:3q82zn55] fyrir $400 og það eru 12 bolta felgur, 8 bolta felgur eru talsvert [url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/4-Military-beadlock-wheels-hummer-h1-humvee-hmmwv-m998_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ43956QQitemZ8004422313:3q82zn55]ódýrari[/url:3q82zn55]. Það er reyndar dýrt að láta senda þær því þetta er níðþungur andskoti.
Þórir veistu nokkuð hvort einhver hér heima á original innlegg í þessar felgur? Væri til í að komast yfir slíkt til tilrauna.
–
Bjarni G.
05.10.2005 at 16:37 #528752Þetta eru original samanboltaðar Hummer felgur 9"x16,5" að stærð þannig að maður þarf kantlæsingu. Ég veit ekki betur en að þetta sé "street legal" í USA. Eina sem þarf að gera er að breikka þær og setja eitthvað innan í þær til að halda dekkjunum að köntunum. Þessar felgur hafa mikið backspace eða rúmar 7 tommur þannig að þær henta ekki öllum. Sjálfsagt væri hægt að skipta um tunnuna í þeim og breyta í 15". Setja síðan nýjan felgubotn 5, 6 eða 8 gata með réttu [url=http://www.usa6x6.com/products_and_services/beadlock_wheels/NEWHUMMERPAINTED.jpg:39hnosab]backspace[/url:39hnosab] en þá verður dæmið eitthvað dýrara. Ég ætla að nota þær eins og þær koma af kúnni nema þær verða breikkaðar út upp í eitthvað nálægt 20"
–
Bjarni G.
p.s. á einhver gott íslenskt orð fyrir "backspace"?
-
AuthorReplies